Svona kukl er víst bannað í Kaliforníu.

Ætli íþróttafræðingurinn Jónína sé búin að skrifa Arnold Swartzenegger og útlista fyrir honum hversu vitlausir þeir séu?
mbl.is Ristilskolun og sníkjudýr í görnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ætli hún kalli hann ekki dóna, og hóti málssóknum fyrir atvinnuróg.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 13.6.2010 kl. 14:12

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

He's got your eyes!

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 13.6.2010 kl. 14:34

4 Smámynd: Landfari

Veistu það Axel að  það gildir alveg það sama með bólusetningar. Ef þú nótar óhrein áhöld er hætt við sýkingu.

Hvað hefur þú eiginlega á móti þessari starfsemi? Það virðis sem allur þorri viðskiptavina hennar sé ánægður með meðferðina og mðér er til efs að þessir rúmlega 10 manns sem kvartað hafa séu hærra hlutfall af heildinni en viðskiptavinir hótela eða spítala eða fyritækja almennt.

Landfari, 13.6.2010 kl. 16:21

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Landfari, öllum líður betur eftir megrun, þó snögg sé, það hef ég reynt sjálfur.

Þörf á sykursýkislyfjum minnkar við snögga megrun og tæmingu meltingarvegarins, það þekki ég. En þörfin á lyfjunum kemur aftur þegar meltingin fer í fulla starfsemi aftur.

Er ÍÞRÓTTAFRÆÐINGURINN fær um að ákvarða hvort þessi eða hinn þurfi þennan skammtinn eða hinn af sykursýkislyfjum svo dæmi sé tekið?

Ert þú Landfari tilbúinn að leggja henni líf þitt í hendur? Ég er það ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.6.2010 kl. 16:41

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Landfari: Munurinn er sá að bólusetningar munu líklega vernda þig frá skaða sem er töluvert verri og lífshættulegri en sýking, sem hægt er að meðhöndla á nokkuð meinlausan hátt. Ristilskolun bjargar engum.

Jónína telur sig hafa fundið upp einhverja töfralækningu þarna, og vitnar í sífellu til þessarra pólsku lækna.

"Borðaðu rétt og hreyfðu þig!" Tjah, ef þetta væri bara lausn allra mála, þá er Jónína bara alls ekkert að bjarga einum né neinum. Eftir því sem ég best veit, hvað varðar mínar læknisheimsóknir og annarra, er í þessum heimsóknum er maður (og aðrir) einatt kvattur til þess að borða hollt, hreyfa sig daglega, reykja ekki og drekka o.s.frv. En þeir rukka mann ekki um tugi þúsunda fyrir þessi ráð, og meðferðir sem maður ætti auðveldlega að geta gert heima hjá sér.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 13.6.2010 kl. 16:42

7 identicon

Endilega lesið greinagerðina sem Landlæknisembættið birti. Frekar skrautleg fréttamennska hjá Mogganum að skrifa svona frétt! Í viðauka sem Svanur birtir í kvörtunarbréfi sínu eru greinar og rannsóknir í vísindatímaritum um deox og ristilspeglanir.

Landlæknir bendir á að Jónína megi halda starfseminni áfram ef hún breyti formerkjum meðferðinnar.

Hún á að hætta að tala um læknismeðferð og hætta að lofa lækningum við sjúkdómum. 

http://www.landlaeknir.is/Pages/1055?NewsID=2153

Hann segir t.d.

Tekið skal fram að þrátt fyrir þau atriði sem hér hefur verið bent á og fundið að má jafnframt finna jákvæð atriði sem skipta máli fyrir heilsufar fólks, svo sem áherslu á hreyfingu og samveru fólks og skal ekki gert lítið úr því. Einnig skal þess getið að sumar rangfærslur á heimasíðu fyrirtækisins hafa nú verið fjarlægðar.

Kata (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 17:02

8 Smámynd: Landfari

Ég hef bara enga trú á því að Jónína sé með einhverja lyfjasömtun þarna. Til þess hefur hún enga heimild. Hún er að því er mér skilst  með lækna starfandi sem hljóta að vera ábyrigir fyrir þeirri deildinni.

Ekki veit ég hvað það er sem hún gerir þarna en ekki getur það verið alsæmt ef einungis rúmlega 10 hafa kvartað en hundruðir farið aftur.

Jónína, það bárust mun fleiri kvartanir yfir bólusetningu geng svíaflensunni en hafa borist út af þessu. ég lét ekki bólusetja mig gegn svínaflesunni og er samt ekki dauður enn.  Það sem mér finnst furðulegt hjá svo menntuðum manni sem læknir hlýtur að vera,  að koma með svona almenna athugasemd sem flokkast undir almenna skynsemi, og vara á þeim forsendum við þessari starfsemi þó ekki séu nein dæmi um þessa sýkingu þarna.

Það gerir þessa gagnrýni hans marklausa og ytir undir hugleiðinar um hvað manninum gangi til.

Tilfellið er að  "Borðaðu rétt og hreyfðu þig!" er lausn ótrúlega margara velmegunarsjúkdóma. Ég veit um tilfelli þar sem lyfjakostnaður konu fór úr á annan tug þúsunda á mánuði niður í hálfa magnyl á dag, bara við að breyta mataræðinu. Það kemur Jónínu og detoxi ekkert við.

En ef Jónína fær fólk til að fylgja þessu þá er það hið besta mál og sparar því og ríkinu mikil útgjöld. Ef það er áhrifaríkara að Jónína segi fólki þetta en læknar þá gerir það Jónínu ekki ómarktæka.

Það að læknar rukka þig ekki um tugi þúsunda er bara ekki rétt því þú borgar lítið brot af læknisheimsókninni í móttökunni hjá þeim. Tugina borgar þú í sköttum ásamt mér og fleirum.

Landfari, 13.6.2010 kl. 17:13

9 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

,,Tilfellið er að  "Borðaðu rétt og hreyfðu þig!" er lausn ótrúlega margara velmegunarsjúkdóma. Ég veit um tilfelli þar sem lyfjakostnaður konu fór úr á annan tug þúsunda á mánuði niður í hálfa magnyl á dag, bara við að breyta mataræðinu. Það kemur Jónínu og detoxi ekkert við."

Akkúrat. Það hafði ekkert með Jónínu að gera.

,,En ef Jónína fær fólk til að fylgja þessu þá er það hið besta mál og sparar því og ríkinu mikil útgjöld. Ef það er áhrifaríkara að Jónína segi fólki þetta en læknar þá gerir það Jónínu ekki ómarktæka."

Og ég held að það sé frekar djúpt í árina tekið að segja að Jónínu gangi eitthvað betur að halda fólki við efnið, þar sem einstaklingurinn verður sjálfur að hafa sig í þetta. Læknar og næringafræðingar hafa verið að segja fólki þetta og aðstoða það svo áratugum skiptir, svo Jónína er ekki að gera neitt nýtt. Pyngjan hennar er bara aðeins þyngri. Og ég sé ekki hvar þetta sparar ríkinu pening, þar sem að einstaklingur sem á annað borð hefur drifkraftinn í að fara út í svona, myndi alltént finna aðra leið ef Jónína væri ekki að lofa kraftaverkum.

Og það var líka aðal deilumálið. Hún var taka fólk af lyfjum ( og það eitt og sér er stórt viðvörunarmerki, þar sem eins og þú segir sjálfur, hefur hún enga heimild fyrir, enda er hún ekki læknir ), og lofa kraftaverkum sem áttu að samsvara því að innbyrða ambrósíu. Hún auglýsti meira að segja fólk sem sagðist hafa hætt á hinum og þessum lyfjum.

Annað deilumál er það að hún skuli firra sig af þeirri ábyrgð að þurfa að koma með einhverjar vísindalegar stoðir fyrir því að þessar aðferðir sem hún beitir séu að sýna eitthvern árangur. Það að blóðþrýstingurinn hjá Jón og Gunnu hafi lækkað við að svelta sig í eitthvern mánuð er ekki marktækt hvað það varðar, því líkurnar á því að þar séu á ferð lyfleysu áhrir eru líklegri en eitthvað annað.

Hún sagðist ekki þurfa að sýna fram á neinar vísindalegar stoðir þar sem þetta var "heilsu hótel", en staðreyndin er því miður sú að vegna þess að hún kallar þetta "heilsu" hótel, þá þarf hún akkúrat að sýna fram á einhver gögn sem styðja hennar mál. En það hefur hún ekki geta gert, fyrir utan að hóta fólki málssóknum og vitna í einhverja pólska lækna.

Ef hún færir á borð einhverjar vísindalegar stoðir fyrir sitt mál, þá er ég viss um að enginn eigi eftir að láta mikið í sér heyra eftir það. En á meðan hún gerir það ekki, verður hún bara að bíta í það súra og taka þeirri gagnrýni sem fylgir þessum prímadonnustælum hennar. 

,,Það að læknar rukka þig ekki um tugi þúsunda er bara ekki rétt því þú borgar lítið brot af læknisheimsókninni í móttökunni hjá þeim. Tugina borgar þú í sköttum ásamt mér og fleirum. "

Þú vilt semsé frekar borga Jónínu þessar fúlgur og leggja líf þitt í hennar hendur?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 13.6.2010 kl. 17:39

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hefur enginn haldið því fram Landfari, að Jónína framvísi lyfjum. En hún hefur talið fólki trú um að það þurfi ekki, eftir meðferð hjá henni, á þeim lyfjum að halda, sumum hverjum sem þeim var ávísað á áður.

Að afávísa lyfjum er ekki minna mál en ávísa þeim, sé slíkt leyfi ekki fyrir hendi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.6.2010 kl. 17:42

11 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Og já.

,,Jónína, það bárust mun fleiri kvartanir yfir bólusetningu geng svíaflensunni en hafa borist út af þessu. ég lét ekki bólusetja mig gegn svínaflesunni og er samt ekki dauður enn.  Það sem mér finnst furðulegt hjá svo menntuðum manni sem læknir hlýtur að vera,  að koma með svona almenna athugasemd sem flokkast undir almenna skynsemi, og vara á þeim forsendum við þessari starfsemi þó ekki séu nein dæmi um þessa sýkingu þarna."

Ég sá enga birtingu yfir tölur þess fjölda sem kvartaði undan svínaflensu bólusetningu, né "heilsu" hótels Jónínu. Og þótt engar sýkingar hafi komið upp enn, þýðir ekki að þær geti ekki komið upp, þar sem mér þykir frekar ólíklegt að Jónína hafi til þess menntun eða þjálfun sem krefst ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis í þessum ristil "hreinsunum" hennar. 

En mér þykir það frekar dræmt, að þú skulir bera bólusetningu gegn svínaflensu til varnar þínu máli, því þetta er ekki eina bólusetningin sem er í boði.

En hvað varðar gagnrýni í boði Svans ætla ég ekki að tjá mig um það, þar sem sá maður er líklega fyllilega fær um að verja sig sjálfur.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 13.6.2010 kl. 17:43

12 identicon

Það eru alltaf notaðar sótthreinsaðar nálar við bólusetningar. Sjálf fékk ég ofnæmisviðbrögð við svínaflensusprautunni sem gegnu yfir á 3 dögum. Ég er fegin að ég fékk ekki þessa flensu en ungt fólk og sjúkir einstaklingar urðu mjög veikir, sumir lentu á gjörgæslu.

 Þessi grein á mbl.is er fáránleg og skrifuð til að vekja hneykslan. Fólk má ekki bara grípa grein sem er fínt orðuð og álíta það sannleika!

Svanur skrifar í kvörtunarbréfi sínu til landlæknis fjöldamörg dæmi um skaða fylgikvilla ristilskolana og vill benda á að ólæknismenntað fólk á ekkert að vera gera læknisaðgerðir. 

Ómenntað fólk veit þá ekki hvernig á að bregðast við þegar fylgikvillar aðgerðar koma upp. Ristilskolun er ekki það sama og stólpípa. Allt að 50 lítrum af vatni er sprautað inn í ristilinn.  Það eru til dæmi um fylgikvilla eins og ofhleðslu vatns í líkamanum og röskun á saltjafnvægi (getur valdið hjartabilun hjá hjartveikum og nýrnasjúkum), görnin getur rofnað og hætta er á sýkingum.

Fylgkvillar geta komið við ýmsar læknisaðgerðir og sjúklingar upplýstir um þá. Þarf að skrifa undir upplýst samþykki fyrir ýmsar aðgerðir og rannsóknir á Landspítala. Ef eitthvað gerist er brugðist við því. 

Svanur vísar í nokkrar vísindagreinar og rannsóknir með tilfellum sem þessum og bendir á að þetta sé bannað víða, m.a. í Kaliforníu. 

Hann bendir líka á að Jónína hefur notað heitið ,,læknismeðferð"  yfir heilsuhótelvistina sína og vísar í lækna sem samt sem áður koma hvergi að starfseminni á  Íslandi.

Umsagnir um fullan bata, læknun á MS, sykursýki og háþrýstingi má finna á heimasíðunni. Í greinagerð landlæknis kemur fram að Jónína má vel halda starfseminni áfram enda margt gott í þessu en hætta að tengja hana við læknismeðferð. Það er ólöglegt. 

Vaka (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 19:12

13 Smámynd: Landfari

Axel, ég er alveg sammál þér að það er sama ábyrgð sem fylgir því að taka fólk af lyfjum og setja það á lyf. Ég hef enga trú á að Jónína sé að því svona prívat og persónulega en hef ekkert fyrri mér í því annað en ég hef alltaf álitið hana hafa til að bera heilbrigða skynsemi. Ég hélt hinsvegar að það starfaði þarna læknir en samkvæmt Landlækni er það víst ekki. Það breytir því hinsvegar ekki að hún getur og á að benda fólki á að það þarf að  endurskoða lyfjanotkun við svona gjörbreytt mataræði. Ég gef mér bara að það sé gert í samráið við lækna enda væri annað út úr korti.

Ingibjörg, ekki veit ég hvort þú bara skilur ekki það sem ég skrifaði eða vilt ekki skilja það. Nema hvorutveggja sé og þú sért bara öfundsjúk út í Jónínu og sérð ofsjónum yfir því að hún skuli geta haft tekjur af þessar starfsemi.

Ég hef hvergi sagt að Jónínu gangi betur  en öðrum að fá fólk til borða hollari fæðuen ef hún getur það þá er það hið besta mál.

Það er fullt af fólki sem þyrfti að breyta mataræði sínu. Það eru engin ný sannindi heldur þekkt árum saman. Læknar hafa bent á þessa staðreynd um áraraðir en samt fer ástandið versnandi. Langflest af þessu fólki veit það en það er hægar um að tala en í að komast. Það er einn og einn sem getur það upp á eigin spýtur eins og það eru til alkar sem gera sér grein fyrir vanda sínum og takast á við hann án utanaðkomandi aðstoðar svo neinu nemi.

Lang flestir þurfa hinsvegar stuðning við svona breytingu í einhverju formi og ekki síður eftirfylgni. Ef Jónínu tekst að hjálpa einhverjum til að koma sér af stað þá er það vel og engin ástæða fyrir þig að öfundast þó hún fái greitt fyrir það. Þær greiðslur innir viðkomandi af hendi persónulega og koma þér bara ekkert við nema að því marki að það kemur okkur báðum vel því hluti af því gjaldi rennur með einum eða öðrum hætti í ríkissjóð. 

Ef þú ferð hinsvegar til læknis sem segir þér það sama þá þarf ég og fleiri að borga fyrir það því lang stærsti hluti þóknunar læknisins kemur frá ríkinu en ekki sjúklingnum.  Sú staðreynd gefur þér tilefni til að álykta að ég vilji frekar borga Jónínu og leggja líf mitt í hennar hendur.

Það er nú ekki hægt að gefa þér háa einkunn fyrir ályktunarhæfni.

Hitt er annað að hver sá sem breytir mataræði sínu til hins betra er ávinningur fyrir okkur öll, sama hvort það er fyrir  tilstuðlan Jónínu, lækna, af eigin frumkvæði eða öðrum ástæðum. Hollara mataræði leiðir í flestum tilfellum til minni lyfjanotkunar. Lyf eru í stórum stíl niðurgreidd af ríkinu og minnkandi lyfjanotkun sparar því ríkinu útgjöld.

Þetta er nú ekki mjög flókið að skilja en ef þú gerir það ekki þá bara get ég ekki hjálpað þér.

Landfari, 14.6.2010 kl. 12:40

14 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég held að þessi langloka þín og lýsingarnar í henni eigi betur um þig, Landfari.

Það er alveg merkilegt í þessari umræðu, að sé maður ekki sammála áhangendum Jónínu þá verði maður að vera öfundsjúkur. Vantar bara að Jónína sjálf komi hingað inn og hóti málssóknum.

Þú virtist sjálfur heldur ekki skilja, að svör þín við mínum voru í raun bara staðfestingar á mínum skrifum. Það eina sem ég vildi koma á framfæri var sú staðreynd að Jónína er enginn brautryðjandi í þessum málum, og hún er ekki búin að finna upp hjólið eims og hún hefur einatt haldið fram (auk áhangenda hennar). 

Það er líka staðreynd (og ég hef líka sagt það hér áður, en þú hefur greinilega ákveðið að sleppa að veita því eftirtekt af eigin hentugleika), að eigi einstaklingur að grenna sig verður hann að vilja það sjálfur, og finna styrkinn og dugnaðinn til þess að koma því í verk. Svo það er ekki hægt að tileinka Jónínu þann heiður heldur eins og þú vildir gera, því það voru einstaklingarnir sem fundu hana en ekki öfugt.

Jónína hefur ekki lækni á sínum snærum, nema þennan pólska sem hún vitnar grimmt í. En ef hún væri með lækni hjá sér, eða á annað borð lækni eða eitthvern innan heilbrigðisgeirans sem væri tilbúinn að gefa grænt ljós á þetta peningaplokk hennar, þá væru hlutirnir strax jákvæðari.

Og rétt er að benda á, að hún hefur engan rétt til þess að segja fólki að endurskoða sín lyf, hvorki til að bæta á né minnka. Það sem henni ber að gera er að senda fólk til lækniss, sem endurmetur stöðuna eftir skoðun.

En hingað til hefur hún firrað sig af allri ábyrgð, og hefur ekki sýnt á sér lit að hún muni einu sinni gera það ef eitthvað fer úrskeiðis. 

,,Ef þú ferð hinsvegar til læknis sem segir þér það sama þá þarf ég og fleiri að borga fyrir það því lang stærsti hluti þóknunar læknisins kemur frá ríkinu en ekki sjúklingnum.  Sú staðreynd gefur þér tilefni til að álykta að ég vilji frekar borga Jónínu og leggja líf mitt í hennar hendur. "

Ég innti þig einfaldlega að þessu, þar sem þú sagðir í öðru svari þínu,

,,Það að læknar rukka þig ekki um tugi þúsunda er bara ekki rétt því þú borgar lítið brot af læknisheimsókninni í móttökunni hjá þeim. Tugina borgar þú í sköttum ásamt mér og fleirum. "

og þá er bara ekki hægt að álykta annað, er þú segir það óbeinum orum með þessu, að þú sjáir eftir þessum pening sem fer í að borga lækninum.

Skattpeningurinn fer jú í að borga læknum laun, enda yrði gjaldið margfalt hærra ef heilbrigðisgerinn yrði einkavæddur.

En þessi aur borgar líka einstaklingum sem fóru í margra ára nám,til þess að leggja stund við lækningar og ummönnum á sjúkum. Fólk sem hefur menntun og þjálfun, ef eitthvað fer úrskeiðis.

Það hefur Jónína ekki. Hún hefur tilvitnunarskjal í dularfullan pólskan lækni, og einnota slöngur í saursuguna, sem hvorki hún né nokkur af hennar samstarfsmönnum hafa þjálfun í að nota. 

Svo ég spyr aftur. Viltu frekar borga ríkinu pening þinn fyrir heilbrigðisþjónustu, eða viltu borga Jónínu? 

Ef þetta er of flókið fyrir þig að skilja, þá bara get ég ekki hjálpað þér.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 14.6.2010 kl. 14:06

15 Smámynd: Landfari

Þú fyrirgefur Ingibjörg mín en ég get bara ekkert hjálpað þér. Þú þarft aðstoð sérfræðinga.

Eitt "tips" samt sem gæti hjálpað smávegis: Lestu það sem þú ætlar að gagnrýna áður en þú gagnrýnir það. 

Landfari, 14.6.2010 kl. 17:48

16 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Held þú ættir að líta í eigin barm, Landfari, áður en þú lætur frá þér svona yfirlýsingar.

Segir meira um þig en mig.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 15.6.2010 kl. 00:29

17 Smámynd: Landfari

Mín vegna máttu halda hvað sem þú vilt Ingibjörg mín.

Ég vona bara að þú hafir ekki verki með þessu.

Eigðu góðan dag og daga og vonandi gengur þér allt í haginn í framtíðinni.

Landfari, 16.6.2010 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband