Er verið að mótmæla því að meirihlutinn ráði?

Sjálfstæðisflokkurinn fékk færri atkvæði í Hafnafirði en Samfylkingin, hvað þá Samfylking og VG til samans, á Sjálfstæðisflokkurinn þá að ráða?

Ef einhverjir sýna lýðræðinu lítilsvirðingu eru það sjálfstæðismenn sem una ekki lýðræðinu sinn gang þegar það hentar ekki þeirra sérhagsmunum.

  
mbl.is Gult spjald á nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Neh, tel þig misskilja málið. Lúðvík Geirsson ákvað að taka baráttusætið á lista Samfylkingarinnar. Flokkurinn fékk ekki fylgi til að tryggja Lúðvíki áframhaldandi setu í bæjarstjórn og vantaði nokkuð upp á. Hvergi á landinu voru fleiri auðir seðlar og kjörsókn var mjög dræm.

Af þessum sökum er það sem blaut tuska að nýmyndaður meirihluti ákveði að Lúðvík skuli sitja áfram í bæjarstjórastólnum. Kjósendur höfnuðu Lúðvíki og hann ætti að sjá sóma sinn í því að sætta sig við það.

Krafan um ópólitískan bæjarstjóra er einnig afskaplega rökrétt á þessum víðsjáverðu tímum. L-listinn á Akureyri fékk gríðarlega góða kosningu einmitt vegna þessa kosningamáls. Hefði annar flokkur verið í framboði í Hafnarfirði en Sjálfstæðis., Samfylking, VG og Framsókn er nokkuð ljóst að úrslitin hefðu verið allt önnur. Þeir sem skiluðu auðu hefðu náð inn einum manni í bæjarstjórn! Fleiri atvkæði voru auð en eru að baki verðandi bæjarstjóra Vinstri grænna.

Ráðning bæjarstjóra með auglýsingu tel ég það besta sem gæti gerst fyrir pólitíkina í Hafnarfirði. Annars tel ég nýmyndaðan meirihluta ekki eiga fjögurra ára framtíð.

Stefán Már (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 16:42

2 identicon

Þetta er Sjálfstæðisflokkurinn í hnotskurn (eins og fólk með hjartað á réttum stað veit).

Ómar (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 16:43

3 identicon

Er verið að mótamæla því að meirihlutinn ráði? Er ekki bara verið að mótmæla freklegri ákvörðun hans? Lúðvík var sjálfur búinn að segja að hann tæki baráttusætið, svo hafnfirðingar gætu kosið um hans störf... og þau voru kolfelld.

Það má svo kannski benda á mismunandi túlkun Samfylkingar á milli bæjarfélaga, því í Kópavogi voru kjósendur að senda skýr skilaboð um að það ætti að gefa sjálfstæðisflokki frí þegar þeir misstu 2 menn þar, en í Hafnarfirði kveður við annan tón þegar Samfó missir 2 menn...!

Ófeigur (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 16:46

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Samfylkingin tapaði fylgi en fékk eftir sem áður flest atkvæði.  Fleiri kjósendur vildu hana þrátt fyrir allt en Sjálfstæðisflokkinn. Lúðvík tapaði sínu sæti, satt er það en er þá ráðinn sem bæjarstjóri sökum sinnar reynslu og þekkingar.

Málið er, eins og sjálfstæðismönnum er svo tamt að segja, laggt í dóm kjósenda, sem verður að fjórum árum liðnum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.6.2010 kl. 16:53

5 Smámynd: Þorgerður María Halldórsdóttir

Þessi óánægja hafnfirskra kjósenda hefur ekkert með flokka að gera.  Það er rétt að Samfylkingin fékk flest atkvæði, þó þeir hafi misst tvö sæti í bæjarstjórn, en aðalmálið er hverjir vermdu þessi sæti.  Lúðvík fór fram á baráttusæti, svo kjósendur hefðu tækifæri á að kjósa um hans störf, sem þeir og gerðu, en Lúðvík endaði sem fyrsti vara-bæjarfulltrúi.  Ef sama væri uppi á teningnum í borginni, og nýr meirihlut ætlar sér að troða ofaní kok Hafnfirðinga, þá væri Páll Hjaltason arkitekt að verða borgarstjóri en ekki Jón Gnarr.

Þorgerður María Halldórsdóttir, 13.6.2010 kl. 17:41

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei auðvitað hefur þetta ekkert með flokka að gera Þorgerður, það gerir það aldrei í málflutningi minnihlutans, þeirra sem tapa. Lúðvík var ráðinn rétt eins og hver annar maður út í bæ. Hann var að mati meirihlutans talinn hæfastur, hvað er svona erfitt við það?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.6.2010 kl. 18:00

7 Smámynd: Þorgerður María Halldórsdóttir

Nún í tæplega 10% atvinnuleysi er heill hellingur til af hæfu fólki.  Lúðvík var ekki talinn hæfastur af umsækendum eftir að staða hafði verið auglýst, heldur var bara ákveðið að kallin fengi að vera áfram.  Þó svo að mér finnist hann óhæfur miðað við fjárhagstöðu bæjarins og vina-atvinnuveitingar, þá gæti ég alveg sætt mig við það ef ÓHÁÐ ráðninganefnd teldi hann hæfastan úr hópi umsækjenda. ENDA hefði staðan þá verið auglýst og aðrir haft tækifæri til að bregðast við.

Þorgerður María Halldórsdóttir, 13.6.2010 kl. 18:06

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Myndi það leysa atvinnuleysið að kippa inn einum atvinnulausum og setja Lúlla á skránna í staðinn? Halló!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.6.2010 kl. 18:51

9 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Einhvern veginn grunar mig að hljóðið í þér, kæri Axel hefði verið annað, hefði íhaldið farið svona fram eins og samfylkingin er að gera í Hafnarfirði. Einkavinapot krata og komma hefur eilítið aðra birtingarmynd en hjá íhaldi og framsókn þó svipuð sé. Hjá ráðuneytunum hefur aldrei verið meira um ráðningar án auglýsinga en síðastliðið ár, en um það má ekki tala enda þöggun aðalsmerki núverandi valdhafa. Það er svo sem eðlilegt að samfylkingin reyni að halda sínum bestu kálfum við jötuna þar sem það er síðasta hálmstráið fyrir deyjandi stjórnmálaafl.

Hafsteinn Björnsson, 13.6.2010 kl. 21:10

10 identicon

Bæjarstjóri ákveður að setja störf sín í hendur kjósenda, kjósendur ákveða að kjósa hann ekki og hafna því honum, bæjarstjórinn ákveður samt að verða áfram bæjarstjóri..... er ekki eitthvað að þessu hjá honum, er eitthvað flókið að fyrir höfund bloggsíðunnar að skilja þetta???

Honum var hafnað, hafnarfjörður stendur hörmulega, alveg skelfilega og það er að mestu á ábyrgð lúðvíks og hans fólks, en hann skilur ekki að hann var ekki kosinn, flokkurinn var ekki að tapa 2 mönnum útaf engu, honum var ekki sýnt rauða spjaldið fyrir ekki neitt

Gummi (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 21:45

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir sem kusu Samfylkinguna höfnuðu ekki Lúðvík, þó hann næði ekki kjöri. Ef menn vilja setja dæmið þannig upp að þeir sem ekki kusu Samfylkinguna verið að hafna henni, þá voru það enn fleiri sem höfnuðu Sjálfstæðisflokknum. Flóknara er það ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.6.2010 kl. 23:01

12 Smámynd: Egill Helgi Lárusson

Heyrðu Axel. Það er hreint sorglegt hvað fólk eins og þú er gjörsamlega blint á öll rök. Athugasemd þín númer 4 hér að ofan er grátbroslegt dæmi um þversögnina í þínum málflutningi.

Þú segir "Samfylkingin tapaði fylgi en fékk eftir sem áður flest atkvæði.  Fleiri kjósendur vildu hana þrátt fyrir allt en Sjálfstæðisflokkinn."

Þar sem verið er að bera saman Hafnarfjörð og Kópavog langar mig að benda þér á að Samf. í Kópavogi fékk 3.853 atkvæði (28,1%) og Sjálfst. 4.142 atkvæði (30,2%). Eiga Sjálfstæðismenn i Kópavogi þá ekki að stjórna áfram þar. Það hlýtur að vera vilji bæjarbúa miðað við það sem þú segir varðandi Hafnarfjörð!

Tek það fram að ég er EKKI Sjálfstæðismaður, né flokksbundinn öðrum fjórflokkum.

 www.umbot.org

Egill Helgi Lárusson, 14.6.2010 kl. 04:28

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Veistu hvað Egill, það hefði bara ekkert verið að því þó þeir hefðu stjórnað áfram í Kópavogi, hefðu þeir fengið einhvern til að starfa með sér og mynda nýjan meirihluta.

Gallinn var bara sá að enginn hafði á því minnsta áhuga. Hvernig átti að leysa það skemmtilega vandamál örðuvísi?

Sama var í Hafnafirði, fulltrúi VG vildi frekar starfa með S en D. Hvernig hefðir þú leyst það vandamál Egill, þú hefur á þessu tökin sýnist mér?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.6.2010 kl. 09:18

14 identicon

Heyrðu, það er alveg magnað hvað athugasemd nr. 8 er kjánaleg hjá þér! Hún er s.s. svona:

"Myndi það leysa atvinnuleysið að kippa inn einum atvinnulausum og setja Lúlla á skránna í staðinn? Halló!"

Nei, ekki leysir það atvinnuleysið, en það er nú nokkuð klárt að það fengist hæfari einstaklingur í djobbið, í annars illa reknu bæjarfélagi!

Ófeigur (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband