Mulningur #35

Mig verkjaði af hungri, sem gerist alltof oft.  Ég skimaði því ísskápinn og.... aha pizzusneið blasti við, ekki það að pizza sé í neinu uppáhaldi, nema síður sé.

En allt er hey í harðindum. Svo pizzu sneiðinni var snarað á disk og hún gerð klár fyrir upphitun.

Ég reif upp hurðina á örbylgjuofninum og ætlaði að snara diskinum með pizzusneiðinni inn....en halló, halló hvað var í gangi?

Það sem við blasti kom mér vægast sagt úr jafnvægi. Hvað var kornflex pakkinn og samlokugrillið að gera inn í örbylgjuofninum?

Drjúgur tími leið, með ýmsum bollaleggingum , áður en ég áttaði mig á því að ég var ekki að horfa inn í örbylgjuofninn heldur skápinn við hliðina á honum.

Eftir að mistökin urðu ljós var vandræðalaust að hita sneiðarskömmina.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hoo. Þú ert ruglaður.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 16.6.2010 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.