FRELSI án ÁBYRGÐAR og UMHYGGJU

Ég lagði það á mig að hlusta á setningarræðu Bjarna Ben formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum. Ekki er orðum eyðandi á  inntak ræðunnar sem var bæði rýrt og lélegt.

Athyglisverðast við ræðuna þótti mér hinn afburða slappi flutningur og framsögn formannsins. Sjaldan hef ég orðið vitni að jafn flötum og óáheyrilegum ræðuflutningi .  Sjálfstæðismenn, ef þið ætlið að eiga Bjarna áfram, fyrir alla muni sendið þá hvolpinn á  Dale Carnegie eða sambærileg námskeið. Eða fáið Ladda til að lesa fyrir hann.

Einkunnarorð landsfundarins eru   -Frelsi  -  Ábyrgð  -  Umhyggja- , ekkert minna. Það er mér hulin ráðgáta hvernig Sjálfstæðismenn geta tengt þessi hugtök við flokkinn. En ef þetta á að vera fyndið þá er það býsna vel heppnað.

Frelsi   -stendur fyrir frelsi  Ólafs Áka Ragnarssonar.

Ábyrgð   -stendur fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, um það þarf ekki fleiri orð.

Umhyggja  –stendur fyrir umhyggju Péturs Blöndal fyrir öryrkjum og annarra styrkþega sem hann hefur bæði í ræðu og riti sagt lifa í vellystingum og vera afætur á þjóðfélaginu.

Eftir landsfundinn mun stefna Sjálfstæðisflokksins vera eftir sem áður;  FRELSI fárra án  ÁBYRGÐAR og UMHYGGJU fyrir öðrum.

Viðbót: Landsfundurinn er grín segir Þórlindur Kjartansson fyrrverandi formaður SUS. 


mbl.is Leggja aðildarumsókn til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Umhyggja fyrir hverjum ???? Ekki mér og trúlega ekki þér heldur.

Finnur Bárðarson, 25.6.2010 kl. 17:56

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Flokkurinn hefur svikalaust hugsað vel um eigendur sína, það má hann eiga.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.6.2010 kl. 18:00

3 identicon

Ekki vera fastur í fortíðinni....opna hugann og leita að lausnum til framtíðar. XD er að breyta sínum starfi frá grunni, þess vegna er þessum slagorðum fleygt fram...

Jóhann Haukur (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 18:01

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hverju ætla þeir að breyta Jóhann?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.6.2010 kl. 18:04

5 Smámynd: Björn Birgisson

Kunningi minn sagði að þetta hefði verið þriggja ælupoka ræða.

Björn Birgisson, 25.6.2010 kl. 18:45

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Enda markmið Sjallanna er alltaf hið sama.

Að hafa eins lítið frelsi fyrir einstaklinginn og meðaljóninn í þjóðfélaginu.

Að þeir sem hafi mesta valdið og peningana beri sem minnsta ábyrgð í þjóðfélaginu.

Að umhyggjan verði enginn, nema fyrir eigin skinni.

Svo ég get ekki séð hvernig þeir ætli að breyta sinni starfssemi frá grunni, Jóhann. Einkar barnalegt fyrir það eitt að vona að Sjallarnir séu færir um slíkar breytingar. 

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 25.6.2010 kl. 18:49

7 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

"Að hafa eins lítið frelsi fyrir einstaklinginn og meðaljóninn í þjóðfélaginu, og hægt er." -átti það víst að vera.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 25.6.2010 kl. 18:50

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það lætur nærri Björn, en sem betur fer er maður orðin það sjóaður að geta haldið gallinu niðri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.6.2010 kl. 19:02

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Inga þessu er best lýst sem FRELSI án ÁBYRGÐAR og UMHYGGJU.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.6.2010 kl. 19:03

10 Smámynd: Helgi Már Bjarnason

Voðalegt öfundar kommalið er á þessum þræði hérna.   Frelsi er t.d. að eiga pening fyrir sig og geta ráðstafað þeim sjálfur í stað þess að láta skattmann drepa mann.  Það á að gefa mönnum tækifæri til að ná árangri og þéna sína peninga út á snilld sína.  Ekki setja alla í einhvern klafa meðalmennsku eða já...að allir eigi að hafa það jafn skítt.  Heldur jafn gott!  Það er grundvallar munur á vinstra ruglinu og frelsi einstaklingsins og frelsi til atafna sem hefur alltaf verið megin stefna sjálfstæðisflokksins og ástæða þess að ég er stuðningsmaður sjálfstæðiflokksins.  Engir "freeriders" á velferðarkerfinu.

Helgi Már Bjarnason, 25.6.2010 kl. 20:07

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sumir komast ekki upp úr gamla farinu Helgi að kalla alla komma sem ekki skilja dýrðina. Það er mikill munur á að vinna sig áfram á eigin verðleikum eða á reikning annarra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.6.2010 kl. 20:44

12 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

ÆÆ - þau eru súr sagði refurinn - hann gat ekki náð berjunum -

ÆÆ þetta er súrt - sagði í vinstri subbuskapurinn - þeir fengu ekki að vera á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þau skortir stefnu ( til uppbyggingar og framfara ) og verða að kyngja helstefnu js og sjs á hverjum degi.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.6.2010 kl. 22:50

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er þetta dulmál Ólafur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.6.2010 kl. 00:01

14 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Bara venjuleg íslenska minn kæri - en sennilega dulmál fyrir þig.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.6.2010 kl. 01:38

15 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það er bersýnilegt að Ólafur þjáist af þeim misskilningi, að það sé eftirsóknarvert að fá að vera "memm" á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 26.6.2010 kl. 01:53

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það voru einhverjir pirraðir og súrir um daginn Ólafur, yfir því að "helstefnuflokkarnir" ætluðu að halda flokksstjórnarfundi núna um helgina og skyggja með því á alla dýrðina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.6.2010 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.