Mulningur #38

 

Kona á pósthúsinu fann bréf í póstinum sem var stílað á Guð. Á umslaginu var ekkert frímerki, svo bréfið var opnað. Það reyndist vera frá 8 ára dreng sem skrifaði Guði til að láta hann vita af því  að nokkrir unglingspiltar hefðu stolið af honum 8000 krónum. Honum þótti þetta leitt því hann hafði safnað peningunum fyrir Rauða krossinn.

 

Konunum á póstinum þótti þetta mjög hjartnæmt bréf og sumar táruðust. Þær fundu til með drengnum og ákváðu að leggja í púkk og senda drengnum. Þeim tókst að safna 7000 krónum. Peningarnir voru boðsendir samdægurs heim til drengsins.

 

Nokkrum dögum seinna birtist á póstinum annað bréf stílað á Guð. Nú söfnuðust allir á póstinum saman til að hlusta á bréfið sem hljóðaði svo:

 

„Elsku Guð. Þakka þér fyrir að senda mér peninga. En hvað heldur þú að hafi skeð? Einhver stal 1000 krónum úr umslaginu! Ég er viss um að helvítis kerlingarnar á pósthúsinu hafa gert það“.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.