Enn er boðað til manndrápa í boði Mbl.is

Enn stendur óhögguð bloggfærsla Lofts A. Þorsteinssonar þar sem hann hvetur til morða á ráðamönnum landsins og öðrum sem honum þóknast ekki.

Loftur karlinn er þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli um andstæðinga sína ekki meiri bógur en svo að hann eyðir miskunnarlaust  út athugasemdum á sínu bloggi, sem honum  hugnast ekki og lokar á frekari innlegg viðkomandi.

Það er aldeilis gott fyrir mbl.is að skarta slíkum djásnum sem Lofti á sinni forsíðu til að breiða út boðskapinn.  

---------- 

Fyrri færsla um sama efni

Dæmi um innlegg á bloggi Lofts sem honum var ekki þóknanlegt.... má sjá hér í innleggi nr. 10

Dæmi hver fyrir sig.

   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Veistu: Ég er í hláturskasti eftir að hafa orðið vitni að því hvernig hann eyddi sakleysislegri spurningu frá þér Axel. Bíddu...er þetta kennari ? Getur það virkilega verið ?

Mogginn á engann valkost varðandi blogg Lofts...Svo mikið er víst..

hilmar jónsson, 10.7.2010 kl. 18:26

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

og nú er hann að kvarta yfir skorti á máleflegri umræðu af minni hálfu og Hjálmtýs. Get ekki betur séð en færslan fjalli um notkun skordýraeiturs, benti honum kurteislega á það. Stutt í að ég verði persona non grata

Finnur Bárðarson, 10.7.2010 kl. 18:30

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta er ekki flókið Finnur. Loftur eyðir málefnanlegum kommentum.

hilmar jónsson, 10.7.2010 kl. 18:33

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Loftur og hans líkar kalla allt það ómálefnalegt sem er annað en hreinn og beinn stuðningur við þeirra óeðli. 

Ég hef sett frá mér ýmisleg sem vissulega hefur verið umdeilt en ég hef aðeins tvisvar eitt innleggjum, einu sinni þegar skrifari hvatti til eineltis gegn örðrum og örðu sinni að boði mbl.is.

Ég tel mig ekki hafa heimild il að eyða innleggjum, boðandi sjálfur til umræðunnar hversu meiðandi og óhagstæð þau kunna að vera mér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2010 kl. 19:04

5 identicon

Vid hverju er ad búast?  Mér finnst thessi faersla Svans varpa björtu ljósi á thad lága plan sem Dabbinn er staddur á:

(leturbreytingar eru flestar eda allar mínar)

Höfundur

Svanur Sigurbjörnsson
Svanur Sigurbjörnsson

Ég er læknir og læt þjóðfélagsmál mig miklu varða. Uppáhalds gullkorn: "Rökræðan er besta lausnin á hvers kyns rangindum" - Thomas Paine

Manngildisstefnan - mannvirðing, velvilji, frelsi og samábyrgð.  Sjá á www.sidmennt.is

Þetta eru verulega slæm tíðindi.  Með fækkun blaðamanna og starfsfólks með áratuga reynslu við blaðið er vart von á bættum vinnubrögðum hjá því.  Mér sýnast þær blikur á lofti að Morgunblaðið sé að "lúta í gras" og það geti átt sér stað miklar breytingar á íslenskum dagblaðamarkaði næstu mánuðina.  Tap Morgunblaðsins mun varla minnka við þessa leikfléttu sem er í raun aðför að orðspori blaðsins.  Davíð Oddsson er maður sem beitir groddalegu máli og framkomu til að fá sitt fram hvarvetna sem hann starfar og hann er sá einstaklingur sem ég síst vildi sjá sem ritstjóra blaðs sem hefur gefið blaðamönnum sínum þó nokkuð frelsi í skrifum sínum undanfarna áratugi.  Með komu Davíðs litast blaðið af hinum afturhaldssama harðlínuvæng Sjálfstæðisflokksins og miðað við þær orðræður sem hann hefur flutt undanfarin ár, er ekki von á miklu öðru en ærumeiðandi skítkasti í allar áttir. 

Sterkustu hlutar Morgunblaðsins hafa verið þjónusta þess við lesendur með fréttum, aðsendum greinum, minningargreinum og fræðandi lesbókargreinum.  Það hefur haft á sér stílhreinan blæ og ljósmyndarar þess hafa getið sér gott orð.  Það hefur sérhæft sig í pólitískri umræðu en haldið í ljóta siði eins og skot úr myrkri dálka eins og Staksteinum og ritstjóragreinar hafa ekki verið merktar nafni þannig að lesendur hafa þurft að giska á hvort að Styrmir eða Matthías hafi skrifað.  Kannski ekki erfitt fyrir suma lesendur, en ósmekklegt eigi að síður af blaði sem síðan hefur bannað nafnlaus blogg við fréttir á vefmiðli blaðsins.  

Fréttir og umfjöllun blaðsins af heilbrigðismálum og heilsuvernd hefur verið ömurlega léleg undanfarin ár og æsifréttamennska og lúff fyrir auglýsendum gervilausna verið mjög ríkjandi.  Síðasta sérblað Mbl. um heilsu var hreint hræðilegt utan 3-4 greina (af tugum) sem eitthvað vit var í.  Sumar greinarnar voru hreinar auglýsingar þó að þær væru ekki merktar sem slíkar. 

Þá hefur ritstjórnarstefna þessa bloggs farið dálítið úrskeiðis með því að banna suma einstaklinga hér en leyft öðrum að vera, sem hafa sýnt af sér mikinn dónaskap.  Það hefur ekki gætt samræmis, þó að ég geti sýnt því skilning að slíkt sé erfitt í framkvæmd.

Ég get ómögulega stutt dagblað sem setur mann eins og Davíð Oddsson í ökumannssætið og því hef ég ákveðið að segja upp áskrift minni að blaðinu frá og með næstu mánaðarmótum.  Ég ætla að hætta að blogga hér einnig og finna mér annan vettvang. 

Ég vona að einhver góður hópur fólks í þjóðfélaginu rísi nú upp til að stofna nýtt dagblað sem hefur virðingaverðari sjónarmið að leiðarljósi en þau sem nú munu stýra Morgunblaðinu.  Það er þröngt á dagblaðamarkaði í jafn fámennu landi og Íslandi, en einhvern tíma verður betri sýn á hlutverki blaðs að ná fótfestu hér.  Ég skora á atvinnulausa blaðamenn og hugsuði í þjóðfélginu að nota nú hugvitið og skapa betra blað.  Nú er bæði þörf og nauðsyn!

Mér þykir leitt að skilja við Morgunblaðið, því að ýmislegt í gerð þess hefur verið ágætt í gegnum áratugina, en nú tók steininn úr og þessu vil ég ekki una. 

Ég þakka samfylgdina og þjónustuna hér hingað til.  Þá þakka ég sérstaklega þeim fjölda fólks sem hefur heimsótt blogg mitt og lagt orð í belg, bæði með og á móti mínum skoðunum. 

Verið sælir kæru bloggvinir.

Vindbelgur fullur af prumpi (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 19:40

6 Smámynd: Björn Birgisson

Hvernig fer málefnaleg umræða um meint morð eða hvatningu til þeirra fram?

Björn Birgisson, 10.7.2010 kl. 20:33

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er hægt Björn, að sjá dæmi um málefnalega umræðu um morð á bloggsíðu Lofts. Hún fer þannig fram að megnið af þeim innleggjum sem hafa eitthvað við málflutninginn að athuga eru fjarlægð. Það sýnir skilning og ást þessa "fyrrverandi verðandi" formanns Sjálfstæðisflokksins á opinni og lýðræðislegri umræðu. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2010 kl. 10:13

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nefnið eitt dæmi um, að hægt sé að drepa mann með því að úða á hann skordýraeitri. Þið kunnið ekki að lesa texta, piltar.

Jón Valur Jensson, 11.7.2010 kl. 11:31

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var ekki búið að segja þér að vera úti Jón?

En úr því þú ert mættur þá skal þess getið að jafnvel í mjög litlum mæli getur t.d. DDT valdið ófrjósemi svo dæmi sé tekið.

Það myndi því valda því að þú gætir ekki búið til litla kaþólikka Jón (ótvíræður kostur að margra mati, trúi ég).

DDT hefur víðast hvar verið bannað vegna skaðsemi þess á menn og skepnur.

Skordýraeitur er aldrei notað nema mikið þynnt! Af hverju prufar þú ekki á sjálfum þér áhrifin að hinum ýmsu tegundum skordýraeiturs Jón? Þannig gætir þú best sannað skaðleysi þeirra!       Ertu ragur?

Var Loftur þá bara að auglýsa eftir skaðlausu eitri? Er skaðlaust eitur til?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2010 kl. 11:57

10 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Að venju heldur Jón Valur, að hafi hann ritað það, þá sé það staðreynd.

Eflaust er hann að bjóða fram þjónustu sína, og Lofts, í tilraunastarfssemi hvað varðar skaðleg áhrif skordýraeiturs.

Þér að segja, Jonni minn, er talið að allt upp í 18.000 manns (árlega) deyji af völdum skordýraeiturs.

Og samkvæmt rannsóknum getur það valdið krabbameini, t.d. eins og non-Hodgkin lymphoma, hvítblæði, krabbamein í blöðruhálskirtli, o.s.frv.

Svo getur það einnig valdið fósturmissi hjá ófrískum konum, sem og mjög slæmum fósturskaða, taugaskaða, þunglyndi, húðsjúkdómum, öndunarerfiðleikum og sjúkdómum í öndunarfærum, minniserfiðleikum. Og þá er þetta allt saman til langtíma. 

Þarna ertu kominn með nokkur dæmi. 

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 11.7.2010 kl. 12:48

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Inga, það er sama sagan með Jonna karlinn, hann þarf alltaf að vera kaþólskari en páfinn.

Þó Loftur auglýsti klárlega eftir eitri til að sálga fólki, ekki gagnslausu dóti, þá rembist Jonni við að telja sjálfum sér og öðrum trú um að skordýraeitur sé skaðlaust. Loftur sjálfur telur svo ekki vera.

Ef Loftur hefði auglýst eftir byssu til að drepa fólk, er næsta víst að Jonny boy fullyrti að hann væri að meina vatnsbyssu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2010 kl. 13:08

12 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Jonni Valli "Johnny Boy" Hinn Meðvirki.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 11.7.2010 kl. 13:11

13 Smámynd: Björn Birgisson

Kannski kemur Jón Valur með sérstaka færslu þar sem hann lýsir yfir stuðningi við hina málefnalegu færslu Lofts.

Björn Birgisson, 11.7.2010 kl. 13:12

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekkert er líklegra en hann geri það, Björn.

Kannski Jonni hafi sett inn innlegg á blogg Lofts þar sem hann útlistaði hvað Loftur væri að meina. En sú færsla er ekki til og því líklegast að Loftur hafi eytt henni, og hafi ekki viljað að menn legðu sér slíka hæversku í munn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2010 kl. 13:32

15 Smámynd: Björn Birgisson

Færslu Lofts hefur verið eytt og farið var fram á það við mig að ég eyddi öllum tilvitnunum í hana. Sama hjá þér?

Björn Birgisson, 12.7.2010 kl. 12:53

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já sama hér Björn. En mikið afskaplega var þetta löng meðganga. Voru örugglega ekki allir búnir að lesa þetta?

Þeir geta á mbl.is, eins og dæmin sanna, verið snöggir að loka bloggum, þegar sá gállinn er á þeim.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.7.2010 kl. 13:30

17 Smámynd: Björn Birgisson

Búinn að birta tölvupóstinn í færslu.

Björn Birgisson, 12.7.2010 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband