Hvatt til morða og mannvíga

Ég er sannfærður um  að hvetti  ég, á blogginu, fólk til að nota eitur til að „fjarlægja“ ákveðnar persónur t.d. pólitíska andstæðinga, þ.á.m. ritstjóra Moggans, yrði blogginu umsvifalaust lokað og málinu vísað til lögreglunnar  og það með réttu.

Mér er óskiljanlegt hvernig blogg Lofts Altice Þorsteinssonar og þá sérstaklega þessi færsla hér, fær að standa eins og ekkert sé sjálfsagðara. Mbl.is hefur lokað bloggum af minna tilefni.

Í færslu Lofts er þessi texti: 

Hér var tilvitnun í umræddan texta Lofts. Ég hef fjarlægt hann vegna sjálfsagðrar kröfu mbl.is þar um. 

En því verður ekki á móti mælt að oft hafa viðbrögð mbl.is verið sneggri.

Neðanmáls í hverju bloggi birtist eftirfarnandi:  „! Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt“

Ég hvet alla sem ekki eru sáttir við svona ófögnuð að fara inn á blogg Lofts og smella á þessa tilkynningu, þá getur Mbl.is ekki lengur látið sem ekkert sé.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem þessi ógeðfeldi maður afhjúpar sinn innri mann á moggablogginu.

Ef ég man rétt lýsti hann, ekki alls fyrir löngu, þeirri skoðun sinni á einnkar subbulegann hátt hvernig örlög Mussolini og frú ( skotin og hengd ) væri það sem Steingrímur og Jóhanna ættu inni.

Já Axel, Mogginn hefur svo sannarlega lokað bloggum af minna tilefni..

hilmar jónsson, 10.7.2010 kl. 15:00

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að þetta sé ekki hans "innri maður", Hilmar. Sorinn er gegnheill.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2010 kl. 15:05

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Einhver sá ógeðfelldasti á blogginu. Hann ætti að vita hámenntaður maðurinn að það er tiltölulega auðvelt að svifa fólk lífi með skordýraeitri. Hann er hreinlega að lýsa eftir þeim gjörningi.

Finnur Bárðarson, 10.7.2010 kl. 15:09

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

"Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana" það er öll refsingin. Hann þarf ekki einu sinni að fjarlægja hana.

Finnur Bárðarson, 10.7.2010 kl. 15:12

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta verður ekki misskilið Finnur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2010 kl. 15:17

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Ef Mogginn lokar ekki endanlega á þennan mann, þá segir það meira um miðilinn en margt annað, og af nógu er að taka..

hilmar jónsson, 10.7.2010 kl. 15:19

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað segir það um ritstjórn mbl.is? Það er ekki sama Jón og séra Loftur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2010 kl. 15:20

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það segir okkur Hilmar að boðskapurinn er þeim að skapi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2010 kl. 15:22

9 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það vita allir að Loftur er ekki snarheill á geðsmunum þó hefur hann komist svo langt að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins.

Það getur vel verið að þar sé pólitískt hæli fyrir fólk sem líður mjög illa.

Það má benda bloggstjórum á að gefa honum mánaðar frí til að ná sér. Auðvitað á að loka þessari síðu ekki síðar en strax.

Ég get ekki kommenterað á Lopt þvi hann hefur lokað á mig "permanently". : )

Gísli Ingvarsson, 10.7.2010 kl. 15:34

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Sé ekki betur en færsla Lofts sé enn öllum opin sér til andlegrar uppliftingar...eða þannig..

hilmar jónsson, 10.7.2010 kl. 15:38

11 identicon

Það sem hræðir mig enn meir er að þessi maður er þar að auki kennari! Maður má alveg finnast sitt um Össur, en þetta er algerlega yfir strikið.

Bjarni (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 16:10

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bjarni, þessi maður bauð sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Hefði það gengið eftir, hefði mátt vænta þess að stutt yrði í gasklefana.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2010 kl. 16:18

13 identicon

Það er algjörlega siðlaust og óréttlætanlegt að tala svona, enda þótt þetta fólk sem hann telur upp sé vissulega treggáfað, þó það hafa sinn páfagaukslærdóm, og hættulegt sökum trúgirni sinnar og þrælslundar.

mission 2190594 (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 16:34

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

mission, allir hafa rétt á sínum skoðunum, líka öfgapésar eins og Loftur. En að hvetja til morða á pólitískum andstæðingum er út úr öllu korti og ekki það sem við viljum byggja okkar samfélag okkar á.

Loftur sýnir og sannar með skrifum sínum hvað er í vændum, komist hans sjónarmið til valds og áhrifa.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2010 kl. 16:39

15 identicon

Já, þá þyrftum við ekki að kemba hærurnar.

Það grátlega er að maður er sjálfur afar ósáttur við orð og athafnir Össurar í þessum ESB-málum, en hryllir sig enn meira yfir "skoðanabræðrum" eins og Lofti sem telja það "gleðiefni" ef ESB-sinnar yrðu drepnir eða reknir úr landi vegna sinna skoðana.

Grefill (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 17:23

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Grefill, mér er slétt sama hvaða skoðanir menn hafa, allir hafa rétt á sínum skoðunum. Að deila á andstæðinga sína er eitt en að hóta þeim eða þeirra lífláti eða meiðingum er annað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2010 kl. 17:33

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eftir að hafa endurbirt innlegg þitt Grefill á bloggi Lofts hef ég hlotið þá blessun að vera Persona Non Grada á því bloggi. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2010 kl. 17:42

18 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þú ert heppinn Axel að hann refsar þér ekki frekar en með útskúfun. Honum hugnast ýmsar aðrar aðferðir.

Finnur Bárðarson, 10.7.2010 kl. 17:59

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hræðist ekki svona pöddur, Finnur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2010 kl. 18:18

20 Smámynd: hilmar  jónsson

Heyrðu: Eyddi Loftur bara kommenti þínu og spurningu Axel ?

Djísús ef þeir gerast öllu skrautlegri..ha hahahahah.

hilmar jónsson, 10.7.2010 kl. 18:20

21 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gott svar Axel en hvað segir okkur að þessi maður sé ekki beinlínis hættulegur ?

Finnur Bárðarson, 10.7.2010 kl. 18:21

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hann er hættulegur, ekki vafi á því Finnur, hann sannar það sjálfur með sínum skrifum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2010 kl. 18:35

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið trúlitlu vinstrivillingarnir gerizt hinir mestu bókstafstrúarmenn þegar þið komizt í gróflega tvíræðan gálgahúmor pólitískra andstæðinga ykkar.

Eða er það kannski svo, að þið hafið einkarétt á því að fara yfir strikið?

Jón Valur Jensson, 10.7.2010 kl. 20:58

24 Smámynd: hilmar  jónsson

Veistu um einhvern vinstri mann sem hefur viðhaft álíka morðhótanir og Loftur vinur þinn Jón ?

Gálgahúmor ? Er áróður hryðjuverkasamtaka sem hvetja til pólitískra morða þá líka gálgahúmor Jón ?

Ef ég væri þú Jón, myndi ég fara varlega með hugtakið:...... Bókstafstrúarmenn......

hilmar jónsson, 10.7.2010 kl. 21:03

25 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það er hægt að fleygja þessari spurningu beint aftur í smettið á þér, Jonni Valli. Enda ert þú án efa ótvíræður sigurvegari á þessari braut.

Fyrr má nú aldeilis vera hræsnin.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 10.7.2010 kl. 21:13

26 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jæja er þá Jón Valur Jensson Sigurðsson forseti mættur og mælir af stillingu og lítilllæti

Finnur Bárðarson, 10.7.2010 kl. 21:14

27 identicon

Jón Valur.

Ég er eindreginn ESB-andstæðingur og hef oft bloggað á móti Össuri Skarphéðinssyni fyrir þessa makalausu áráttu hans að vilja troða okkur inn í ESB þvert á vilja okkar. Seint verð ég talinn í hópi vinstrimanna og er Loftur því ekki pólitískur andstæðingur minn.

En mér hugnast bara ekkert betur að vera í hópi með fólki sem hótar andstæðingum með lífláti. Slíkar hótanir hafa reyndar ekkert með pólitískar skoðanir að gera heldur lýsa bara sjúkum og stórhættulegum þankagangi.

Þér er greinilega alveg sama, Jón, með að vera í þeim hópi. Ert bara ánægður með að Loftur fari "yfir strikið". Ekki lýsir það miklum kærleik eða vilja til að fara eftir boðorðunum. Svo þykist þú trúa á hið góða? Ég myndi frekar skilgreina þig sem djöfladýrkanda miðað við hve stoltur þú virðist vera af Lofti og morðhótunum hans. Vilt meira að segja að hann fái Fálkaorðuna?

Ótrúlegt.

Grefill (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 21:23

28 Smámynd: Finnur Bárðarson

Vel mælt Grefill. Ég t.d. tilheyri engum flokki en hef skoðanir á ýmsu og alls ekki alltaf sammála t.d. mínum ágætu bloggvinum sem koma úr ýmsum áttum og ýmsum flokkum. En að við förum að hvetja til óhæfuverka það hefur aldrei átt sér stað þrátt fyrir ólíkar skoðanir. Já og svo mætti Jón Valur kynna sér kennisetningar Jeús Krists betur.

Finnur Bárðarson, 10.7.2010 kl. 21:48

29 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Valur skríddu aftur ofan í myrka pyttinn þinn, þú ert ekki velkominn hér. Þú ættir, ef þú hefur einhverja sómatilfinningu, að láta heimsóknir á þær bloggsíður eiga sig, sem þú sjálfur lokar á. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2010 kl. 22:34

30 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Trúa Kaþólikkar annars ekki meira á djöfulinn en sjálfan Krist?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 10.7.2010 kl. 22:37

31 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeim ræða í það minnsta meira um hitann en svalann, líklega vegna þess að hann hugnast þeim betur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2010 kl. 22:44

32 Smámynd: hilmar  jónsson

hehehe...Vel mælt Axel....

hilmar jónsson, 10.7.2010 kl. 22:48

33 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hérna er skemmtiefni fyrir Jonna Valla.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 10.7.2010 kl. 23:04

34 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Haaaleeeelúuuja bróðir!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2010 kl. 23:15

35 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Og þetta - þetta og þetta.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 10.7.2010 kl. 23:19

36 identicon

Stórskemmtileg myndbönd. Takk fyrir að vísa á þau.

Grefill (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 23:27

37 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það vantar ekki, að þið æsið ykkur upp, greyin mín; ég læt það sem vind um eyru þjóta, er vanur öðru eins úr ykkar ranni. Einum tel ég þó vert að svara. Grefill, þú virðist ekki gera þér neina grein fyrir því, hvað Loftur hefur gert í upplýsingaöflun um mikilvægustu mál fyrir þjóðina; það gerir að vísu ekkert til mín vegna, en gerir þig aftur á móti alls ekki færan um að vera með palladóma um manninn. – Svo mætti nú spyrja ykkur öllsömul: Haldið þið í alvöru, að það væri hægt að drepa einhvern mann með því að úða á hann skordýraeitri? Lítið svo aftur í eigin brjóst og veltið þar fyrir ykkur réttmæti þeirrar bókstafstrúar sem greip ykkur þegar þið lásuð pistilinn hans Lofts.

Jón Valur Jensson, 11.7.2010 kl. 01:02

38 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Jonni skrifar:

"Svo mætti nú spyrja ykkur öllsömul: Haldið þið í alvöru, að það væri hægt að drepa einhvern mann með því að úða á hann skordýraeitri?"

Já.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 11.7.2010 kl. 01:07

39 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Jonni skrifar enn fremur:

"Það vantar ekki, að þið æsið ykkur upp, greyin mín; ég læt það sem vind um eyru þjóta, er vanur öðru eins úr ykkar ranni."

Kemur úr hörðustu átt.

Svo skrifar hann: 

"Lítið svo aftur í eigin brjóst og veltið þar fyrir ykkur réttmæti þeirrar bókstafstrúar......." - og skaut fótinn af sjálfum sér.

-

"þú virðist ekki gera þér neina grein fyrir því, hvað Loftur hefur gert í upplýsingaöflun um mikilvægustu mál fyrir þjóðina; það gerir að vísu ekkert til mín vegna, en gerir þig aftur á móti alls ekki færan um að vera með palladóma um manninn."

Sjálfur ert þú ekki kvenkyns og getur því ekki gengið með barn; og getur því ekki skilið þær fórnir sem til þess þarf, og allan fylgipakkan og ert því ekki fær um að vera með einhverja dóma um fóstureyðingar.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 11.7.2010 kl. 01:12

40 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég get ekki annað en tekið undir með Axel, þegar hann veltir fyrir sér því taktleysi..eða reisnarleysi Jóns Vals með að finna sig í því að birtast á síðum annarra bloggara sem hann sjálfur hefur lokað á.

Segir þetta ekki eitthvað um týpuna ?

hilmar jónsson, 11.7.2010 kl. 01:19

41 identicon

Jú, Jón Valur, ég hef víst gert mér grein fyrir því og ykkur báðum hef ég þakkað fyrir elju ykkar og varðstöðu yfir velferð þjóðarinnar og þjóðarhags.

Þér þakkaði ég t.d. fyrir þinn hlut þegar þú fórst í þúsund flettingar, manstu.

Það eina, og ég endurtek, það EINA sem ég hef nokkurn tíma gagnrýnt við skrif ykkar beggja er notkun orðfæris og orða sem ég tel málstaðnum hreint og beint til skaða eða a.m.k. til vansa.

Ég stend við hlið ykkar beggja í baráttu ykkar að öðru leyti. Ég tek hins vegar ekki þátt í uppnefningum á þeim sem eru andstæðir mér í skoðunum né öðrum virðingarlausum umræðum, t.d. þessari með skordýraeitrið.

Ég hefði hins vegar haldið að vinna okkar og markmið fælist í að fá fleiri á okkar band, ekki skapa okkur óvini eins og t.d. þessi tiltekna færsla hans Lofts gerir greinilega, jafnvel meðal skoaðanasystkyna okkar í málum sem varða ESB, Icesave, Össur, Samfylkinguna o.s.frv.

Og ég verð fyrir miklum vonbrigðum með þig, Jón Valur, sért þú ekki sama sinnis. Bloggarar eins og Loftur Altice SKEMMA málstað sinn með óvönduðum munnsöfnuði sem fer langt yfir strikið.

Hann sjálfur vill ekki sjá mitt "point" heldur stimplar mig bara "sossa" alveg um leið. Hann tekur gagnrýni minni á málfærslu hans sem persónulegri árás á sig og segir mig ómálefnalegan.

Kannski þú getir komið vitinu fyrir hann, Jón. Sjáum til.

Grefill (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 01:27

42 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tel hann hafa farið yfir strikið í færslunni (það kom óbeint fram í innleggi mínu hér kl. 20:58), en tek þau orð hans ekki eins bókstaflega og þið gerið, og þar að auki get ég fyrirgefið svo þjóðnýtum manni annað eins. – Össuri fyrirgef ég hins vegar ekki svikræði hans í þessum innlimunarmálum, enda er það ekki mitt að fyrirgefa honum, heldur þjóðarinnar. Ég vona að hún refsi honum með því að fella hann í næstu kosningum. Ætlið þið ekki að taka þátt í því?

Jón Valur Jensson, 11.7.2010 kl. 01:53

43 identicon

Jú, það ætla ég að gera, en orðbragð Lofts skemmir fyrir.

Maður þarf ekkert að taka því sem hann segir bókstaflega til að sjá það.

En Loftur sér það ekki. Hann virðist ekki sjá lengra í þeim málum en nef hans nær. Frá mínum sjónarhól þá þyrfti hann að biðjast afsökunar á þessari færslu og lofa því að fara ekki út í þessa fúlu pytti aftur í sinni málfærslu.

Kurteisi - Atvinnumennska - Virðing.

Það ætti að vera mottó þeirra sem berjast fyrir land og þjóð.

Grefill (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 02:13

44 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér svarið, Grefill.

(Grefilsins læti eru þetta annars alltaf sýknt og heilagt.)

Jón Valur Jensson, 11.7.2010 kl. 02:40

45 identicon

Já, gáfulegra væri að eyða viti, orku og vilja í eitthvað gagnlegra.

Takk, sömuleiðis.

Grefill (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 03:27

46 identicon

Jedúddamías, -so what þó að maðurinn hafi orðað hlutina doldið hart...höfundur af þessu blöggi hefur nú sjálfur þótt harðorður og minnist ég færslu með titilinn "Gimbrin Vala".... um kynskiptinginn Völu Grand.

Þið eruð bara hinum megin við borðið í pólitíkinni og notið hvert færi sem fáið á að vekja neikv.athygli á andstæðingnum til að fela ömurlegheit ykkar eigins flokks sem stendur sig alls ekki í stykkinu eins og er.

Meiri vælukjóaheitin bæði á þessu blöggi og fleirum sem blöggað hafa um blögg þessa Lofts gaurs. jeminn....

Dolly (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 08:55

47 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Boðflennan Jón Valur heldur áfram að taka hús á mér og angra gesti mína, þrátt fyrir skýr tilmæli um að halda sig utandyra. Það segir meira um hann en þá sem hann veður yfir á skítugum skónum.

Merkilegt er að Guðsmaðurinn skuli mæla með morðhótunum og kalla þær "tvíræðan gálgahúmor".  Hann er ekki svo skilningsríkur, kærleiksríkur, miskunnsamur og stútfullur af jákvæðni þegar hann af minnsta tilefni fjarlægir innlegg af sínu bloggi og lokar á menn hægri, vinstri.

Þá heitir húmorinn, og jafnvel sannleikurinn, eitthvað annað. 

Enda ekki við öðru að búast af mesta hræsnara landsins og þótt víðar væri leitað.

Bæti hér við gömlum brandara um Jón, ég sé að hann er með húmorkubbinn í sér núna.

----------

Jón Valur var dáinn og kom að Gullna hliðinu og knúði dyra. Dyrnar opnuðust um síðir.„Hvað vilt þú“? Spurði Lykla-Pétur.„Ég vil fá inngöngu í himnaríki“, svaraði Jón Valur glaðhlakkalegur. „Hingað inn kemur þú ekki góði, farðu til helvítis“, sagði Lykla –Pétur hlægjandi og skellti aftur hliðinu. Næsta dag var aftur knúið dyra í Himnaríki. Lykla-Pétur fór til dyra og varð heldur betur hissa, hann sá ekki betur en allir púkar helvítis væru komnir að Gullna hliðinu. „Hvað í ósköpunum eruð þið að gera hingað?“ Spurði Pétur.

„Við erum flóttamenn úr neðra og komum til að sækja um hæli“, svaraði einn púkinn „því í gær kom einhver nýr gæi þangað, hann er búinn að snúa öllu á haus og gera staðinn að hreinu víti“.

  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2010 kl. 10:00

48 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Dolly, þú ert vonandi ekki að líkja saman mínum skrifum og morðhvetjandi skrifum Lofts?

Ég hefði getað beitt aðferð Lofts og þurrkað miskunnarlaust út öll innlegg við færsluna, sem þú vísar til, og hölluðu á mig. Þá hefði aðeins staðið eftir býsna jákvæð umræða, ekki satt?

En það gerði ég ekki, því ég er þeirrar skoðunar að maður eigi ekki að láta neitt frá sér nema geta þolað umræðu um það.

Það gerir Loftur ekki, skiljanlega.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2010 kl. 10:21

49 identicon

Ef þú telur að um alvarlega morðhótun sé að ræða....væri kannski ráðlegast að tilkynna það lögreglu en ekki væla og velta þessu fyrir sér upp og niður fram og aftur á netinu... bara það sem ég á við.

Dolly (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 16:56

50 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú getur treyst því Dolly, að það er búið að kæra þetta. Hvað vælið snertir þá kemur þú ágætlega út sem bakrödd.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2010 kl. 17:10

51 Smámynd: Benedikta E

Axel Jóhann - Gæti það ekki verið nokkuð hæpið að skrifa um bráðlifandi mann sem dáinn eins og þú gerir um Jón Val ?

Myndlíking Lofts með skordýra-eitrið er þó augljós myndlíking .

Málverkið af Mandela sem á að tákna hann dáinn - hefur allavega mælst mjög illa fyrir - samkvæmt fréttum í vikunni.

Benedikta E, 11.7.2010 kl. 19:10

52 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það er ljóst að Benedikta er nýskriðin úr athugasemdakerfi hans Lofts, þar sem lífslíkur húmors eru engar.

Brandarar eru bersýnilega heldur ekki leyfðir eða vel liðnir í kringum hana, er það er beinlínis að tala um hlutina eins og þeir eru ekki.

Í alvöru, Benedikta.. Er svo fátt um rök, og svör hjá þér, að þú þarft að bera þetta tvennt saman? Áttu ekkert betra?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 11.7.2010 kl. 19:14

53 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Og hvað er bráðlifandi annars?

Er hann alltíeinu lifandi, bara sísvona?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 11.7.2010 kl. 19:16

54 Smámynd: Benedikta E

Axel Jóhann - Aðeins ábending í fullri vinsemd - algjörlega ástæðulaust að taka því öðru vísi.

Benedikta E, 11.7.2010 kl. 20:32

55 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Benedikta, þér finnst hæpið segja að brandara um bráðlifandi mann sem látinn.

Það hefði náttúrulega verið betra hjá mér að segjast ætla að drepa hann með eitri - sem hefði auðvitað verið augljós og meinlaus myndlíking.

En auðvitað ætla ég ekki að drepa Jón Val og því segist ég ekki ætla að gera það - ekki einu sinni í augljósri myndlíkingu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2010 kl. 23:24

56 identicon

Sýnist færslan sé farin... mbl hefði rekið alla nema blámenn fyrir mun minni sakir...
Það sem þið eruð að horfa upp á hér er ekkert nema sjálfstæðisflokkur í hnotskurn...

doctore (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 12:08

57 identicon

Breytt faersla núna hjá Lofti en athugasemdir vid faerslunni sem hann fjarlaegdi eru áfram.  Thetta er mjög lágkúrulegt hjá Mbl bloggi.  Sýnir hve ómerkilegur pappír Mbl er eda eigum vid ekki bara ad kalla thad Dabba?

Dabbinn í raesinu (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 20:55

58 identicon

Athugasemdir vid faersluna eru ekki í réttu samhengi núna.  Gert er illilega á hlut allra sem sendu inn athugasemd vid skammarpistil Lofts sem hann ad thví er virdist neyddist ad fjarlaegja.  Núna er Mbl á nákvaemlega sama lága plani og Loftur.

Dabbinn í raesinu (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 20:59

59 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mogginn gerði mér að fjarlægja allar tilvitnanir í sorann, bæði í færslunni og athugasemdum. Enn og aftur virðist Loftur vera á sérkjörum, því tilvitnanir í athugasemdum hjá honum fá að standa.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.7.2010 kl. 21:12

60 identicon

Færslan er þarna ennþá, en Loftur hefur breytt henni og falsað.

Sjá hér - í kommentunum.

Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 21:40

61 identicon

Svona ósvífni blog.is verdur ad refsa.  Ad skammarfaersla Lofts fái ad standa óbreytt í 3 daga án thess ad blog.is geri nokkud og svo ad hann geti breytt faerslunni og thannig tekid allar athugasemdir úr samhengi thví thaer áttu vid upphaflegu faersluna, er ad gera illilega á hlut theirra sem Loftur skrifar um, lesendur alla og thá sem skrifudu athugasemdir.  Áhrifaríkasta refsingin er ad snidganga allar vörur og thjónustur frá theim fyrirtaekjum sem auglýsa í Morgunbladinu.  Sérstaklega theim fyrirtaekjum sem auglýsa oft í Morgunbladinu:

Kaupid ekki vörur eda thjónustu frá thessum fyrirtaekjum.  Snidgangid:

NÓAÚN

KOSTUR 

TENGI

DEBANHAMS

SVEFN & HEILSA 

REFSING! (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 06:30

62 Smámynd: hilmar  jónsson

Samkvæmt svari umsjónarmanns mbl.is Soffíu haraldsdóttur þann13.7. þá ætlar mbl.is ekki að loka síðu Lofts Altice.

hilmar jónsson, 13.7.2010 kl. 11:33

63 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég átti í sjálfu sér ekki von á öðru Hilmar. Færslan var búin að standa það lengi athugasemdalaust að löngu var orðið ljóst að mbl.is lét sér hana vel líka. 

Það var t.a.m. ekki meðvituð ákvörðun hjá mbl.is að rjúfa tenginu færslunnar við fréttina. Það gerist, samkvæmt uppl. mbl.is, sjálfkrafa í kerfinu þegar tilteknum fjölda tilkynninga þar um var náð.

Ef ekki hefði rignt yfir þá kvörtunum og vandlætingarbloggum þá er ég sannfærður um að færslan stæði enn óbreytt og henni skartað á forsíðu bloggsins.

Það væri athugandi að setja færslu Lofts aftur inn og snúa henni upp á Loft  og þá sem klappað hafa undir. Það ætti að vera saklaust enda aðeins "myndlíkingar".

Ég efast um að í því tilfelli þyrfti mbl.is þriggja daga umhugsunartíma.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.7.2010 kl. 12:28

64 Smámynd: Jón Valur Jensson

"REFSINGU" kallar einn innleggjari hér sjálfan sig og hvetur m.a. til þess, að menn sniðgangi vörur frá Debenhams! En Debenhams er reyndar eitt fyrirtækjanna í eigu Haga, sem auglýsa grimmt í Fréttablaðinu (97%!) og helzt ekki í Morgunblaðinu (3%)! og heldur ekki í Sjónvarpi Rúv (3%) eða Skjá einum (2%), heldur nánast alfarið í Stöð 2 og öðrum sjónvarpsmiðlum í eigu 365. Sjá nánar hér: Misnotkun peningavalds útrásarvíkings: Jóns Ásgeirs!

PS: Tek fram, að ég rétlæti engin ofbeldisverk gegn íslenzkum pólitíkusum, hversu slæmir sem mönnum kann að finnast þeir.

Jón Valur Jensson, 13.7.2010 kl. 12:59

65 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hygg Jón Valur, að flestir séu sammála mér í því hve ósmekklegt það er af þér að ryðjast inn á bloggið mitt með athugasemdir þvers og kruss þegar þú á sama tíma meinar mér aðgang með athugasemdir á þínu bloggi.

"Það sem þú vilt að aðrir gjöri yður skalt þú þeim og gjöra."

Það virðist sem ég, þrátt fyrir allt standi ögn nær Drottins orði en þú Jón. Það getur varla verið nóg að segjast í orðinu ganga á Guðs vegum og fylgja Jesú en hafna því á borði. Ég er viss um að Guð sér í gegnum það. Hvað sagði hann um sauðina Jón?

Haltu þig frá mínu bloggi eða opnaðu á mig á þínu!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.7.2010 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.