Bítill skýtur sig í fótinn

the_beatles_cartoonPaul McCartney grænmetisæta og fyrrum bítill, vill ekki að myndir af honum eða Bítlunum hangi uppi þar sem menn leggja sér kjöt til munns.

Hann vill þá væntanlega ekki að kjötætur og aðrir álíka villimenn kaupi tónlistina hans, það er vandalaust að verða við því.


mbl.is Enga Bítla á McDonald's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er kjöt í Mcdonalds ?

David (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 10:02

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég veit það satt að segja ekki, en bítillinn virðist telja að svo sé.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2010 kl. 10:23

3 Smámynd: Jens Guð

  Fréttin í Mogganum er pínulítið ónákvæm.  Afstaða Pauls snýst ekki beinlínis um það að mynd af Bítlunum hangi uppi á stað þar sem fólk snæðir kjöt.

  Fæðingarborg Bítlanna,  Líverpool,  er túristaborg.  Þangað streyma aðdáendur Bítlanna frá öllum heimshornum í pílagrímsferð.  Flestir staðir í Liverpool sem tengjast Bítlunum á einhvern hátt gera út á Bítlana.

  Bítlarnir tengdust aldrei McDonalds í Liverpool á neinn hátt.  Enginn Bítlanna hefur stigið fæti inn á McDonalds í Liverpool.  Þar fyrir utan var Lennon eini bítillinn sem borðaði kjöt.  En ekki hamborgara.

  Paul telur því að McDonalds í Liverpool hafi dregið upp ranga og falsaða mynd af Bítlunum með því að merkja staðinn með ljósmynd af Bítlunum.  Ímynd sem í huga Pauls er neikvæð. 

  Paul er virkur félagi í PETA og hefur tekið þátt í baráttu gegn vondri meðferð McDonalds á dýrum og starfsfólki.  Paul er andvígur þeirri pólitík sem auðhringar á borð við McDonalds standa fyrir,  svo sem að neita starfsfólki um að vera í verkalýðsfélagi.

  Paul ætlar ekki að eltast við McDonalds staði utan Liverpool né ótal aðra matsölustaði er skreyta sig með ljósmyndum af Bítlunum og selja kjöt. 

  Reyndar efast ég um að margir kjötveitingastaðir hafi mynd af frægustu grænmetisætum dægurmenningarinnar uppi á vegg hjá sér.  Ég held að myndin af Lennon sem er í settinu hjá Popppunkti sé úr safni Hard Rock Café.       

Jens Guð, 15.7.2010 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.