Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Nýjustu færslurnar
Nýjustu albúmin
Eldri færslur
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Ekki að undra, að ekki sé áfrýjað.
16.7.2010 | 16:11
Það er sannarlega vel sloppið að fá aðeins 6 mánaða dóm fyrir manndráp og þar af fjóra skilorðsbundna.
En þess ber líka að gæta að það að verða mannsbani er flestum ævilangur dómur og þungur kross að bera.
Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:14 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Mínir tenglar
- MYNDAALBÚM Ljósmyndir síðuhafa
- Skagaströnd Heimasíða Sveitarfélagsins Skagaströnd
- Húnahornið Fréttavefur Húnvetninga
- LJÓSMYNDASAFN SKAGASTRANDAR
Heimsóknir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- axelma
- beggo3
- emilssonw
- snjolfur
- saemi7
- asthildurcesil
- thorsteinnhgunnarsson
- jensgud
- reykur
- joningic
- nafar
- bofs
- olijon
- gthg
- olafurjonsson
- kristjangudmundsson
- mosi
- josefsmari
- hlf
- johanneliasson
- svarthamar
- heidarbaer
- thruman
- ludvikjuliusson
- stefanjul
- axelaxelsson
- svanurg
- viggojorgens
- rlingr
- boggi
- fosterinn
- arikuld
- trj
- kliddi
- kristbjorn20
- ksh
- helgigunnars
- maggib
- prakkarinn
- hecademus
- skari60
- gudjul
- jonsnae
- krissiblo
- aztec
- kristjan9
- gisgis
- komediuleikhusid
- flinston
- muggi69
- gorgeir
- keh
- arnorbld
- gullilitli
- skarfur
- sveinne
- zerogirl
- finni
- kaffi
- taraji
- keli
- gretarmar
- zeriaph
- fun
- seinars
- hordurj
- esgesg
- jonhalldor
- icekeiko
- kjarri
- siggisig
- bjornbondi99
- gullaeinars
- gustichef
- gusg
- raftanna
- himmalingur
- baldher
- minos
- huldumenn
- valli57
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Axel,
við skulum ekki fullyrða um hugarástand hins sakfellda. Hann greinilega var ökufantur af grófustu gerð, sem segir okkur að hugarfar hans er ekki eins og okkar flestra. Til er fólk sem fremur hina verstu glæpi og sefur samt eins og ungabörn. En þetta er sannarlega vel sloppið.
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 16:56
Þessa setningu þoli ég ekki lengur: "manndráp af gáleysi" þetta er hreinlega MANNDRÁP punktur
Finnur Bárðarson, 16.7.2010 kl. 17:20
Sammála þér Finnur þetta var ekki af gáleysi.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.7.2010 kl. 18:15
Hvernig getur það ekki verið af gáleysi ef maðurinn er ofurölvi?
Með því að segja að þetta sé ekki af gáleysi ertu þá að segja að sá seki hafi ætlað að keyra á manninn og drepa hann?
Ingi (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 18:33
"Af gáleysi" held ég að flestir túlki atburð eða slys sem verður af því að viðkomandi hafði ekki athyglina hjá sér eða var nógu vakandi yfir því sem hann var að gera.
Það má svo deila um það hvort ofsaakstur með eða án áfengis falli undir þá skilgreiningu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.7.2010 kl. 19:18
Maður sem ítrekað ekur bíl ofurölvi og án prófs er kominn langt út fyrir að valda slysi þegar eitthvað kemur fyrir. Það er hreinlega forhertur glæpamaður sem vísvitandi leggur samferðamenn sína í lífshættu í hvert sinn sem hann sest undir stýri. Það er ekki manndráp af gáleysi.
Dagný (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 22:15
Axel: Það er mikill munur á að aka ofsakstri undir áhrifum eða edrú. Því ef þú ert edrú þá ert þú fullfær um að vega og meta aðstæður sem eru framundann og átt að geta metið hættur á vegi.
Þótt hann aki ítrekað undir áhrifum þýðir það ekki að hann ætli sér að drepa einhvern.
Þetta flokkast ekki undir manndráp því hann var undir áhrifum áfengis og algjörlega vanhæfur um að vega og meta aðstæður.
Ingi (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 23:01
Hvaða gáleysi sýndi maðurinn með því að vera drekka áfengi.
Var kannski einhver sem að píndi það ofan í hann.
Hann er fyrir það fyrsta vanhæfur um að nota áfengi.
Það er ákvörðun hvers og eins að hella ofan í sig áfengi og það gerir viðkomandi ekki minna sakhæfan fyrir vikið.
Lögin segja að EKKI megi aka undir áhrifum áfengis svo að það eitt er klárlega lögbrot. Það má heldur ekki aka of hratt svo að það er líka lögbrot.
Sá sem að ítrekað hefur brotið lög hlýtur að vera með einbeittan brotavilja og miðað við það sem að hér er verið að ræða þá hefði greinilega þurft að fangelsa gerandann eða koma honum í þurrk til að koma í veg fyrir þetta slys og í þessu tilfelli andlát.
Hvernig er það réttlætanlegt að þá sem að neytir áfengis og brýtur af sér t.d. viðkomandi skjóti mann eða limlesti á annan hátt geti borið því við að hann hafi ekki vitað hvað hann var að gera ?
Hann hlýtur að hafa vitað hvað hann var að láta ofan í sig og ef að það veldur því að hann missi öll tengsl við raunveruleikan þá ætti hann alls ekki að drekka áfengi.
"Það er mín skoðun" að þeir sem að neyta áfengis og brjóta svo af sér eiga ALDREI að fá vægari dóma heldur en þeir sem að eru edrú.
Þeir ættu heldur að fá þyngri dóma ef eitthvað er.
Þorgils Björgvinsson (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 23:29
Ingi, þau fjöldamörgu slys sem beinlínis má rekja til ofsa- og glæfraaksturs þótt áfengi hafi ekki verið með í spilinu reka þetta bull þitt þversum ofan í þig aftur. Auk þess fyrra áfengi og önnur vímuefni menn aldrei ábyrgð.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.7.2010 kl. 00:49
Ekki mistúlka mig og halda að ég sé sammála þessum dómi, því ég er það alls ekki. Þetta er of vel sloppið finnst mér.
Ég er bara að reyna benda á afhverju þetta flokkast undir manndráp af gáleysi en ekki Manndráp.
Axel: Ég sagði aldrei og meinti aldrei að fíkniefni eða áfengi komi þér undan ábyrgð á neinn hátt. Bara að þú er meðvitaður um hvað þú ert að gera þegar þú ert með rökhugsunina rétta. Og hún er ekki rétt þegar þú ert undir áhrifum frá vímuefnum.
''Hvernig er það réttlætanlegt að þá sem að neytir áfengis og brýtur af sér t.d. viðkomandi skjóti mann eða limlesti á annan hátt geti borið því við að hann hafi ekki vitað hvað hann var að gera ?
Hann hlýtur að hafa vitað hvað hann var að láta ofan í sig og ef að það veldur því að hann missi öll tengsl við raunveruleikan þá ætti hann alls ekki að drekka áfengi.''
Því ef þú tekur upp byssu , miðar á aðila og tekur í gikkinn þá veistu alveg hvað þú ert að gera, Það tekur enginn óvart upp byssu,miðar á þig og lætur vaða.(fyrir utan að þurfa mjög líklega að hlaða byssuna,það eitt og sér segir að þetta sé tilraun til manndráps)
Eins ef þú limlestir mann, það tekur enginn upp sverð,sveðju ,eða annað eggvopn,sveiflar henni að þér með þeim afleiðingum að hann limlestir þig óvart.
Sá ákærði var örugglega fullvitaður um hættuna sem hann var að koma sér og öðrum í þegar hann ákvað að setast uppí bíl og keyra.
En byssa eða eggvopn er allt annar flokkur heldur en keyra á annan bíl.
Því hann keyrir óvart á bílinn,sem verður því valdandi að maður lætur lífið. Hann settist ekki uppí bílinn með þeirri hugsun að hann ætlaði að reyna drepa einhvern á meðan hin dæmin eru gerð viljandi.
Ingi (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 12:33
.
.
Ég get ekki túlkað þessa setningu nema á einn veg Ingi.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.7.2010 kl. 12:59
Það neyddi enginn áfengið ofan í hann. Hann valdi sjálfur að setjast undir stýri, próflaus og fullur.
Það að hann hafi verið undir áhrifum er engin afsökun, heldur gerir atvikið þeim mun verra. Er nokkuð viss um að hann hafi séð a.m.k. eina af tugum þeirra forvarnarauglýsingum sem settar hafa verið í fjölmiðla.
Hvers konar rök eru það, að gera það refsivert að keyra undir áhrifum, en um leið og þú drepur einhvern, þá er það afsökun?
Eigum við þá ekki að milda dóma yfir nauðgurum, séu þeir undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis?
Svolítið kjánalegt að banna eitthvað en láta tilganginn snúast uppí andhverfu sína þegar mest á reynir.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 17.7.2010 kl. 15:48
Það hefði átt að vera búið að taka bílinn af honum fyrir löngu síðan og setja hann í brotajárn. Þeir gera það í Bretlandi. Þeir sem eru t.d. teknir ölvaðir undir stýri í annað sinn eða próflausir missa bílinn samstundis í brotajárn, sama hvað bíllinn er dýr eða nýlegur.
Þeir ættu að gera það hér líka. Og tveggja mánaða fangelsi sem þessi fær (þegar losnar klefi) er brandari. Ég ætla ekki að skrifa hér hvað mér finnst refsing þessa ökufants og morðingja ætti að vera, einhver gæti hneykslazt.
Vendetta, 17.7.2010 kl. 19:29
Þetta með brotajárnið er fyrirtaks hugmynd.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.7.2010 kl. 21:45
Já, og það er ekki beðið eftir dómsúrskurði, heldur kemur dráttarbíllinn meðan löggan er að skrifa sektarmiðann, sækir bílinn meðan bílstjórinn horfir á skælandi og fer með hann í bílapressuna. Þetta var sýnt í heimildamynd á Sky fyrr á þessu ári.
Vendetta, 17.7.2010 kl. 22:24
Þessi morðingi slapp billega.
Klíkan sér um sína.
http://www.thefreelibrary.com/'ONE+HIT+,+A+DEADLY+HIT%3B+Girlfriend+tells+death+trial+how+jealous...-a0136622666
http://malefnin.com/ib/lofiversion/index.php/t78398.html
http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060323/FRETTIR01/60323057&SearchID=73257968606342
Ragnar (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 01:45
Hvaða klíka Ragnar?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.7.2010 kl. 02:24
Já, það er óskiljanlegt, að svona drápsmaður eins og Scott Ramsay þurfi bara að sitja inni í þrjá mánuði fyrir að verða saklausum manni að bana. Það þarf greinilega að breyta lögum hér á landi. Ætli það hafi spilað in í að bæði morðinginn og fórnarlamb hans voru útlendingar? Og dómurunum hafi þess vegna ekki fundizt það skipta miklu máli? Ef svo er, þá er ástandið slæmt.
Annars hefur mér alltaf fundizt morðdómar upp á 16 ár (laus eftir 2/3, þ.e. rúmlega tíu og hálft ár í gangelsi) allt of vægir. Í samanburði fékk einn sakborningur 10 ára dóm , sem hafði ekki gert neinum mein, en verið með til að framleiða efni, sem hugsanlega gæti verið notað til framleiðslu á öðru efni, sem hugsanlega gæti verið notað til að framleiða amfetamín. Þetta sýnir, að líf saklausra manna og kvenna eru lítils metin hér á landi.
Að Scott Ramsay ber fyrir sig fylleríi ætti ekki að verða honum til refsilækkunar. Á Hrauninu sitja nokkrir morðingjar sem hafa fengið 16 ára dóm. A.m.k. einn af þeim framdi morð í eiturlyfjavímu og man ekki einu sinni eftir að hafa framið það. Hann drap kunningja sinn vegna þess að þeir fóru að rífast. Hver er þá munurinn á því morði og morðinu sem Scott Ramsay framdi í áfengisvímu út af rifrildi? Hægt hefði verið að dæma Ramsay í margra ára fangelsi, ef dómararnir hefðu ekki sleikt sér upp við hann. Ég vil geta þess, að refsilækkun vegna atriða á borð við skýlausa játningu og iðrun eins og Ramsay fékk að gjöf, stendur alls ekki öllum sakborningum til boða, einungis sumum útvöldum, allt eftir hentisemi dómaranna.
Vendetta, 18.7.2010 kl. 13:05
Það læðist að manni "staðfestur" grunur að gerður sé mannamunur við uppkvaðningu dóma. Hrópandi ósamræmi er í dómum milli málaflokka eins og þú bendir á Vendetta.
Þetta er aðferðin þurfi maður að kála einhverjum. Þá er best að gera það fyrir opnum tjöldum, hella sig fullan, berja kjálkann á viðkomandi upp í heila, "alveg óvart."
Tveir til þrír mánuðir á Hrauninu, málið leyst og allir ánægðir og nánast löglegt.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.7.2010 kl. 17:21
Þetta er mest allt saksóknaranum að þakka að þessi dómur var svona mildur
Notandi (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 16:47
Auðvitað á hann sinn þátt. Ég minnist þess ekki að dómur hafi nokkurn tíma orðið þyngri en sem nam kröfu saksóknara. Held raunar að lög leyfi það ekki.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.7.2010 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.