Mulningur #43 Það eru fleiri en Pólverjar sem fara léttir til fótanna upp á jökul.

Skagstrendingur hf. bauð af miklum höfðingsskap öllu sínu starfsfólki í 11 daga ferð til Þýskalands og Austurríkis '86 minnir mig. Ekið var í tveim rútum frá Lux suður til Freiburg í Þýskalandi, dvalið þar í tvær nætur. Þaðan var ekið suður til Austurríkis.

Í Austurríki  var dvalið við Zell am See og þaðan fór hluti af hópnum upp á Kitzsteinhorn sem er 3204m. Lagt var upp frá Kaprun. Þegar við komum í miðasöluna horfði stúlkan í miðasölunni á okkur með spurn í augum þegar hún sá hve léttklædd við vorum. Hún hallaði sér fram og horfði  á skóbúnaðinn, svo hló hún. Við karlmennirnir vorum í léttum strigaskóm en konurnar flestar berfættar í bandaskóm. Þetta voru Íslendingar á leið upp á Jökul.

Fyrst var farið með lest gegnum göng upp í mitt fjallið. Það var þessi sama lest sem brann í göngunum fyrir nokkrum árum og banaði einhverjum tugum manna. Skíðasvæði var þar sem lestin kom út úr göngunum. Þaðan var farið með strengjakláfi upp í 3029 m hæð inn beint inn á veitingarstað sem hangir þar nánast utan í fjallinu. Þaðan mátti svo ganga út á jökulinn. Útsýnið þaðan var stórkostlegt.

Engum varð meint af þrátt fyrir glæfralegan klæðnað.

 

Jöklaferðina má skoða hér.   Fleiri myndir úr sömu ferð og öðrum boðsferðum Skagstrendings hér og hér.


mbl.is Í fjallgöngu á strigaskóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loksins kemur skemmtilegt blogg um fréttir. Hvernig stendur á því að fleiri geta ekki sagt skemmtilegar sögur í kringum fréttir? Já hví ekki.

Gaman að þér.

Helgi Guðm. (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband