„Litli símamaðurinn“ er aðal óvinurinn

latuff_war_crimesNú skal tekið á honum stóra sínum í Pentagon og tekið til hendinni. Ekki til að bæta vinnubrögðin og reyna að fækka mistökum og „glæpum“ hersins.  Nei allt kapp er lagt á að finna þann sem lak upplýsingunum í fjölmiðla.

 

Haukarnir í Pentagon hafa sagt að þeim sé fyrirmunað að skilja hvernig einhverjum detti í hug að leka upplýsingum sem kunni að draga úr stuðningi almennings við stríðs- reksturinn!

Stríðsglæpir, morð á óbreyttum borgurum og fleira í þeim dúr skipta þessi ómenni ekki máli, aðalatriðið er að ekki fréttist af þeim.

Því er brýnast að finna „litla símamanninn“ og þegar hann finnst kemur hefðbundin tilkynning „The Case is Closed“. 

Fram kemur í skjölunum að Bandaríkjamenn viti hvar Osoma Bin Laden sé að finna, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, það kemur mér ekki á óvart.


mbl.is Pentagon leitar að heimildarmanni Wikileaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þessu.

En samt sem áður eru það uppreisnarmennirnir (talíbanarnir) sem ráðast á og drepa óbreytta borgara nánast dag hvern.

Þeir líka beina vopnum sínum að þeim, á meðan herinn reynir eins og hann getur að vernda óbreytta borgara.

En auðvitað eru svartir sauðir á milli. En ný stefna er í gangi í afghanistan þar sem nýjar aðferðir eru notaðar sem eiga að verða til þess að mannfall óbreyttra borgara verði sem minnst. En það hefur ó móti orðið til þess að hermenn bandamanna eru í meiri hættu og hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli eftir að þessar nýju aðferðir voru teknar í gagnið.

Þrátt fyrir þetta vona ég að friður komist á. En á meðan hryðjuverkamenn talibana ráðast að afghanska hernum og lögreglu, sem og óbreyttum borgurum daglega. Hefur Bandaríski herinn ekki getað dregið herlið sitt til baka að fullu, þótt viljinn sé fyrir hendi.

Virkilega dapurlegt mál alltsaman.

Eddi (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.