Hvenær nær vitleysan hámarki?

Hvaða helvítis fíflagangur er þetta?  Hvaða lausn er fólgin í bréfasendingum á  milli umboðsmanns skuldara og ráðherra?  Það er nákvæmlega sama hve mörg bréf þeir skrifa hvor öðrum, löng eða stutt, bleik eða blá, það verður aldrei sátt í þjóðfélaginu um þessa skipan mála.

Á meðan Runólfur Ágústsson skipar embætti umboðsmanns skuldara mun aldrei nást sá trúnaður og það traust sem nauðsynlegt er eigi þetta embætti að vera trúverðugt sem slíkt.

Félagsmálaráðherra stendur frammi fyrir því að meta út frá hagsmunum þjóðarinnar hvort sé mikilvægara að vinur ráðherrans sitji í þessu  embætti eða að embættið njóti trausts og trúnaðar almennings.

Flóknara er það nú ekki, völin og kvölin er ráðherrans, hann væntanlega stendur eða fellur með henni.

En Runólfur getur stolið senunni og haft nokkra sæmd af, með því að segja sig frá embættinu og spara þannig leiðinlega og óþarfa umræðu um þetta leiðindamál sem verður þeim einum  til skaða sem embættið á að þjóna.

 
mbl.is Svarar ráðherra á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

siðblindan er algjör - hér er ekkert gefið eftir til að komast í "feitt" embætti ekki neitt - annars er ég sammála þér Axel

Jón Snæbjörnsson, 3.8.2010 kl. 16:31

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Runólfur á engan leik betri en segja sig frá embættinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.8.2010 kl. 16:56

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Verður ekki niðurstaðan eftirfarandi :

Árni Páll: Eftir ítarlegt samtal mitt við samflokksfólk og Runólf höfum við komist að þeirri niðurstöðu að eðlilegt sé að Runólfur dragi starfsumsókn sína til baka, þannig að sátt og friður muni um hana skapast.

So far so good..mun þó ekki breyta þeirri staðreynd, að Árni ætti að finna sér annað starf við hæfi.

hilmar jónsson, 3.8.2010 kl. 18:24

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er líkleg niðurstaða Hilmar, þá getur Árni, á lygnum sjó, snúið sér að næsta klúðri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.8.2010 kl. 18:33

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Sagði ég ekki ?

hilmar jónsson, 3.8.2010 kl. 20:14

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Undarleg fannst mér aðferðafræðin hjá ráðherra, hringja og biðja Runólf að víkja en senda honum síðan bréf og biðja um gögn með umsókninni. Nema að Runólfur hafi gefið Árna afsvar í símtalinu að hann viki.

Það er líka undarleg eftirá skíring að ekki hafi þótt ástæða til að kanna fjármálaferil verðandi  umboðsmanns skuldara. Það er svipað og dagheimili hefði engan áhuga á að vita hvort umsækjendur um dagvistunarstörf ættu sér vafasama forsögu varðandi börn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.8.2010 kl. 20:29

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta mál er með ólíkindum frá upphafi til enda.

Árni hlýtur að þurfa standa skil á því..

hilmar jónsson, 3.8.2010 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband