Hvað á barnið að heita?

Fyrirsögnin á þessari frétt er afskaplega ósmekkleg og það er blaðamanninum til vansa að kalla börnin nasista, þótt þau hafi verið óheppin með foreldra.

Það þarf  ekki að velta því lengi fyrir sér að óhjákvæmilega muni  slíkar nafngiftir sem frá greinir í fréttinni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þessi börn þegar fram í sækir. Mörg sorgleg dæmi eru um að börn hafi liðið fyrir nafngift sína, verið lögð í einelti og höfð að háði og spotti langt fram eftir aldri.

Það er því mikilvægt að foreldrar vandi val nafna og hagsmunir barnsins séu ætíð hafðir að leiðarljósi en ekki stundarhrifning forelda á einhverjum undarlegum fyrirbrigðum. Þó hægt sé að fá nöfnum breytt er nafngjöf að öllu jöfnu ævilöng gjörð.

Mannanafnanefnd er undarlegt fyrirbrigði  en virðist af tíðni funda nefndarinnar gegna afar mikilvægu hlutverki í Íslensku samfélagi. Nefndin fundar upp undir 30 sinnum á ári og jafnvel  5 sinnum í mánuði og 23. desember er ekki of heilagur fyrir fundi liggi mikið við.

Ekki eru allir úrskurðir nefndarinnar auðskildir venjulegu fólki. Mörgum auðskildum og góðum nöfnum er synjað formsins vegna því þau uppfylla ekki ströngustu beygingarreglur eða rithátt,  en að samaskapi er mörgum undarlegum nöfnum og jafnvel orðskrípum  snarað  á mannanafnaskrá fyrir það eitt að beygjast og ritast „rétt“.

Það verður ekki séð í fljótu bragði að mannanafnanefnd sé sú brjóstvörn Íslenskum mannanöfnum sem henni kann í upphafi að hafa verið ætlað.  Hvað ætli það kosti á ári að ákveða hvort hið hljómfagra og mikilfenglega mannsnafn  Adolf sé skrifað með o eða ó-i, svo dæmi sé tekið? 


mbl.is Foreldrar nasistabarna sviptir forræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Eins og þú segir er Adolf hljómfagurt og mikilfenglegt nafn en stundum geta menn valdið miklum skaða með gjörðum sínum, einn drullusokkur sem bar þetta nafn dugði til að flestir foreldrar hugsa sig um tvisvar áður en þeir gefa sonum sínum þetta nafn hvað þá að nota eftirnafnið líka eins og þessir vitleysingar sem fréttin fjallar um gerðu.

http://en.wikipedia.org/wiki/Adolf

Og ég er sammála þér að úrskurðir mannanafnanefndar eru oft býsna einkennilegir.

Einar Steinsson, 6.8.2010 kl. 09:23

2 Smámynd: Davíð Oddsson

Fréttamanninum til varnar, þá kallar hann börnin "nasistabörn" en ekki nastista. Skv. mínum skilningi þýðir það frekar börn nasista eða þeim tengd á einhvern hátt, frekar en að þau séu nasistar endilega sjálf. Kannski hefði samt mátt orða þetta betur - eða allavega öðruvísi :)

Ég þér hjartanlega sammála með þessa mannanafnanefnd hins vegar. Það fyrirbæri vildi ég aldrei sjá og er langt því frá sáttur við að þurfa að borga fyrir svona rugl.

Davíð Oddsson, 6.8.2010 kl. 09:50

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Davíð, það verður að líta á það hvernig þetta er orðað. Það er talað um foreldra nasistabarna, sem voru sviptir forræði.

Það verður ekki orðað öllu skýrar að börnin eru nasistar og foreldrar þeirra hafi verið sviptir forræði yfir þeim.

Nær hefði verið á Moggavísu að segja "Nasistaforeldrar sviptir forræði yfir börnum sínum". Þá hefði ekki verið vafi á hverjir væru nasistarnir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.8.2010 kl. 10:25

4 Smámynd: Davíð Oddsson

Ég skal alveg kaupa það að þetta er klúðurslega orðað :)

Það er hins vegar ekki rangt orðað skv. mínum skilningi. Prófum t.d. að setja orðið hestur í staðinn fyrir nasisti. Þá fáum við "Foreldrar hestabarna...". Í því tilviki værum við væntanlega ekki að velta því fyrir okkur hvort börnin væru hestar :)

Þessar vangaveltur breyta þó ekki því að þessir foreldrar eru klikk :D

Davíð Oddsson, 6.8.2010 kl. 14:54

5 identicon

Talandi um mannanefndarnefnd þá var nafn mitt Hallur bannað útaf þeir tengdu það við orðið "Hallærislegt".

En ég er sammála því að mbl klúðraði þessari frétt aftur

Hallur (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 15:14

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað segir þú, var Hallur bannað!?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.8.2010 kl. 16:41

7 Smámynd: Davíð Oddsson

Ef eitthvað er hallærislegt, þá er það þessi "blessaða" mannanafnanefnd

Ef þú ert ekki að grínast með þetta Hallur, þá er það náttúrulega ekkert annað en stórkostleg afglöp í störfum nefndarinnar, sem réttlætir það eitt og sér að leggja hana niður.

Davíð Oddsson, 7.8.2010 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband