Var samið um að stinga sannleikanum undir stól?

Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael muni ekki vinna með neinni rannsóknarnefnd sem hafi annað að markmiði en leggja blessun sína yfir árás Ísraels á skipalestina til Gaza, í lok maí síðastliðins, og hvítþvo þá af öllum ásökunum.

Ísraelsmenn hafna því alfarið að hermenn sem tóku þátt í árásinni verði yfirheyrðir og vísa til leynisamkomulags um að rannsóknin leiði ekkert það fram sem skaðað geti Ísrael, en Ban Ki-moon aðalritari SÞ kannast ekki við slíkt samkomulag.

Hvað er betur til þess fallið, til að leyna sannleikanum, en sleppa því að yfirheyra þá sem voru á vettvangi og gleggst vita hvað gerðist? Efast t.a.m. nokkur um að Benjamín Netanyahu hafi sagt nokkuð annað en hreinan sannleikann þegar hann bar vitni fyrir nefndinni?

Ísraelsstjórn hefur enn og aftur grímulaust opinberað að þeir kæra sig ekki um að hafa sannleikann og réttlætið í sínu farteski. Og svo má alltaf, ef um allt þrýtur, vísa í 4 þúsund ára gamalt samkomulag sem þeir gerðu við Guð.


mbl.is Vilja ekki að hermenn verði yfirheyrðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mætti alveg fara droppa eins og einni A-bomb á þetta júðahyski, klára verkið eitt skipti fyrir öll.

Dolli (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 10:05

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvaða lausn væri það Dolli, að taka upp þeirra vinnubrögð?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2010 kl. 10:10

3 Smámynd: Egill

já hvaða hvaða ... ég meina , ekki eru múslima ofstækistrúarmenn týpurnar sem færu að smygla vopnum yfir landamæri til að halda áfram hryðjuverkum!

eða bíddu, eru kannski tvær hliðar á málinu og hlutirnir ekki svona einfaldir?

NEI , ísraelsmenn eru vondu kallarnir , allir sem einn, menn konur og börn.

og palestínumenn eru saklaus fórnarlömb, allir sem einn, menn konur og börn.

gáfur sumra eru svolítið fubar finnst manni þegar kemur að fréttum frá þessum heimshluta.

Egill, 10.8.2010 kl. 11:13

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var ég að segja það egill? Þú sérð auðvitað engan milliveg þarna, ef það er ekki hvítt þá er það svart?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2010 kl. 11:16

5 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Það gæti verið útaf einfaldri öryggisástæðu. 

Býst við að margir þarna fyrir botni miðjarðarhafs vilji hermennina feiga, ef nöfn þeirra verða birt er voðinn vís.

Arngrímur Stefánsson, 10.8.2010 kl. 12:12

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er hægðarleikur fyrir rannsóknarnefndina að halda nöfnum vitna fyrir sig Arngrímur. Enda held ég að vandamálið sé ekki hverjir þeir eru heldur hvað þeir hafa að segja.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2010 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.