Ein skitin áminning og málið dautt?

Áminning var allt og sumt sem heilbrigðisnefnd Suðurlands taldi viðeigandi þrátt fyrir að umrætt fyrirtækið hafi áður orðið uppvíst að sama hátterni.

Að dæla saur og seyru ofaní vatnsverndarsvæði er eitthvað sem á ekki að vera hægt að leysa með  óó,  úps, afsakið!  

Frá mínum bæjardyrum séð hefðu starfsmenn fyrirtækisins allt eins getað farið inn í bústaðina á svæðinu og gert þarfir sínar í beint í drykki og mat bústaðareigenda.  

Sóðarnir hefðu að líkum getað róað heilbrigðisnefnd Suðurlands að loknu verki með því að segja um leið og þeir kláruðu að renna upp;  Úps afsakið!

 
mbl.is Saurmengað vatn á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, þetta mál er með ólíkindum ógeðslegt og auðvitað á að svipta þetta fyrirtæki starfsleyfi og dæma það til hárra sekta. Sem verður kannski gert, því sumarhúsafólkið í grenndinni hyggst kæra þetta framferði.

Ég velti fyrir mér hvers vegna fyrirtækið lét starfsmenn sína gera þetta nú, sem að líkindum oft áður. Er verið að spara sér akstur á réttan losunarstað?

Björn Birgisson, 19.8.2010 kl. 18:46

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fyrirtækið er að stytta sér leið Björn, ekki vafi. Það verður ekki grófara en þetta,  að dæla upp úr rotþrónum og losa það svo út í umhverfið við hliðina á þeim. Og eins og þú segir Björn að líkum ekki í fyrsta sinn sem það er gert.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.8.2010 kl. 19:21

3 identicon

Er sammála ykkur um að svipta ætti fyrirtæki starfsleyfi með því sama. Ekkert "second chance" hérna. Það var ekkert "óvart" við þetta.

Jónatan (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 21:18

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er með öllu óskiljanlegur gjörningur, hvað eru menn að hugsa.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2010 kl. 21:19

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skítlegt eðli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.8.2010 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.