Þetta fer óðum batnandi.

Það útilokað að hafa nokkra samúð með nautabönunum sem „falla“ um þessar mundir  hver af öðrum fyrir hornum fórnarnauta sinna. Það eina sorglega væri ef þeir næðu sér nægjanlega til að taka aftur upp fyrri iðju.

Meðfylgjandi myndband er ekki fyrir viðkvæma.  Nautið bjargaði ekki lífi sínu með sigri sínum, það var fyrirfram dæmt til dauða, hvernig sem allt veltist. En nautið náði jafntefli.

 
mbl.is Enn einn nautabaninn slasast í ati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

það er ekki spurning hvor er dýrið.

Mann-skepnan er hættulegasta skepnan á þessari jarðarkringlu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.8.2010 kl. 21:00

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er eitt að veiða og drepa dýr sér til matar en kvelja dýr sér til gamans svo ekki sé talað um að hafa af því atvinnu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.8.2010 kl. 21:23

3 Smámynd: Gunnlaugur H Gunnlaugsson

Sammála bádun hér ad ofan, ad kalla thetta íthrótt!!!!! ENDA ERUM VID BÚIN AD BANNA AT HÉR Í CATALÚNYU og vei fyrir thví, nautid á ALDREI möguleika!!!

Gunnlaugur H Gunnlaugsson, 22.8.2010 kl. 21:32

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nautið getur í besta falli náð jafntefli Gunnlaugur. Verði nautabanaódámurinn fyrir meiðslum kemur her manns inn á sviðið til að bjarga honum. Nautið býr ekki við þann lúxus.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.8.2010 kl. 21:48

5 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Einmitt. Nautið tapar alltaf, líka þegar því tekst að ráða niðurlögum andstæðings síns. Verst hve fáir nautabanar drepast við þessa ógeðslegu „iðju" sína. Já, ég meina það !!

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 22.8.2010 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.