Stjórnarskrárnauđgarar

Ţađ er heilmikiđ til í ţessu hjá Sigurđi enda vart viđ öđru ađ búast hjá ţeim vísa manni. Ţađ sem er helst viđ ţetta ađ athuga og skrítiđ ađ Sigurđur skuli ekki nefna, er ađ flestar breytingar sem hafa veriđ gerđar á stjórnarskránni í áföngum fram ađ ţessu hafa veriđ gerđar án nokkurrar umrćđu utan Alţingis.

Samkvćmt 79.  gr. stjórnarskrárinnar skal rjúfa Alţingi ţegar eftir samţykkt tillögu um breytingu á stjórnarskránni og bođa til kosninga. Samţykki nýtt ţing ađ loknum kosningum breytingarnar öđlast ţćr  gildi.

Andi ţessa ákvćđis er augljós, ţađ hlýtur ađ hafa veriđ hugsunin međ samţykkt á tvennum ţingum og kosningum á milli ađ breytingatillagan yrđi lögđ fyrir ţjóđina og Alţingiskosningarnar snérust um hana ađ hluta eđa öllu leyti.

Ţannig var ađ málum stađiđ viđ fyrstu breytinguna sem gerđ var á stjórnarskránni á lýđveldistímanum, en 1959 voru tvennar kosningar gagngert vegna kjördćmabreytinga  í samrćmi viđ anda stjórnarskrárinnar.    

Síđan hefur fimm sinnum veriđ gerđ breyting á stjórnarskránni og virđast flokkarnir hafa, ađ ţví er virđist veriđ sammála um ađ skauta fram hjá ţessum anda stjórnarskráarinnar og lauma breytingum í gegn án ţess ađ kosiđ vćri um ţćr sem slíkar.

Ţađ er gert ţannig ađ breytingartillagan er síđasta mál sem er samţykkt er á Alţingi fyrir hefđbundnar kosningar og tillagan síđan samţykkt af ţeim sömu flokkum ađ loknum kosningum án ţess ađ stjórnarskrárbreytingarnar hafi fengiđ nokkra sérstaka umrćđu í kosningabaráttunni.

Ţannig hefur stjórnmálapakkiđ fótum trođiđ og nauđgađ stjórnarskránni hvenćr sem ţađ hefur séđ sér hag í ţví og ţjóđin látiđ ţađ viđgangast.


mbl.is Engin ţörf á heildarendurskođun stjórnarskrár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband