Stjórnarskrárnauðgarar

Það er heilmikið til í þessu hjá Sigurði enda vart við öðru að búast hjá þeim vísa manni. Það sem er helst við þetta að athuga og skrítið að Sigurður skuli ekki nefna, er að flestar breytingar sem hafa verið gerðar á stjórnarskránni í áföngum fram að þessu hafa verið gerðar án nokkurrar umræðu utan Alþingis.

Samkvæmt 79.  gr. stjórnarskrárinnar skal rjúfa Alþingi þegar eftir samþykkt tillögu um breytingu á stjórnarskránni og boða til kosninga. Samþykki nýtt þing að loknum kosningum breytingarnar öðlast þær  gildi.

Andi þessa ákvæðis er augljós, það hlýtur að hafa verið hugsunin með samþykkt á tvennum þingum og kosningum á milli að breytingatillagan yrði lögð fyrir þjóðina og Alþingiskosningarnar snérust um hana að hluta eða öllu leyti.

Þannig var að málum staðið við fyrstu breytinguna sem gerð var á stjórnarskránni á lýðveldistímanum, en 1959 voru tvennar kosningar gagngert vegna kjördæmabreytinga  í samræmi við anda stjórnarskrárinnar.    

Síðan hefur fimm sinnum verið gerð breyting á stjórnarskránni og virðast flokkarnir hafa, að því er virðist verið sammála um að skauta fram hjá þessum anda stjórnarskráarinnar og lauma breytingum í gegn án þess að kosið væri um þær sem slíkar.

Það er gert þannig að breytingartillagan er síðasta mál sem er samþykkt er á Alþingi fyrir hefðbundnar kosningar og tillagan síðan samþykkt af þeim sömu flokkum að loknum kosningum án þess að stjórnarskrárbreytingarnar hafi fengið nokkra sérstaka umræðu í kosningabaráttunni.

Þannig hefur stjórnmálapakkið fótum troðið og nauðgað stjórnarskránni hvenær sem það hefur séð sér hag í því og þjóðin látið það viðgangast.


mbl.is Engin þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband