Nei, nei og aftur nei

 

Aldrei aftur æfingatól fyrir manndráp á Keflavíkurflugvöll, vopnuð eða óvopnuð!

Segjum NEI!


mbl.is Nærri samþykki með skilyrðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Þessar hugmyndir eru hreint út sagt fáránlegar. Hverjir eru á bak við þetta,... eru það Rússar,... eru það Kínverjar, ...eru það Þjóðverjar,... hverjir eru á bak við þetta,... Saudi-Arabar, Íranir, ? Hverjir eru þessir menn sem segjast vera sjálfir að koma þessu af stað ?

Á einhver að trúa því að einhverjir menn sem enginn þekkir geti snarað fram tugum eða hundruðum milljarða til þess að koma þessu af stað ? Og hverja á að þjálfa, hvaðan koma þeir og hver á að borga fyrir þá ? Það hafa engir hervélar nema þjóðríki, og hvaða þjóðríki getur ekki þjálfað sína menn í sínu landi ?

Svarið við þessu brjálæði er ÞVERT NEI. Það kemur ekki til greina,... það kemur ekki til mála undir nokkrum kringumstæðum að samþykkja þetta.

Svarið er NEI og aftur NEI og enn og aftur NEI:

Tryggvi Helgason, 31.8.2010 kl. 02:39

2 Smámynd: Sigurjón

Sælir.

Skrýtið hver viðbrögðin eru.  Nú þegar er ýmiskonar hernaðarbrölt hér á landi, t.d. loftrýmiseftirlit, heræfingar og fleira.  Hvað er svona rosalega tabú við þetta?

Tryggvi: Þér er í lófa lagið að sjá að það eru Hollendingar sem standa á bakvið þetta.  Þrátt fyrir Icesave, þá eru þeir ekki hernaðarlegir andstæðingar okkar...

Ef þetta skilar tekjum upp á tugi milljarða, þá er það ekki spurning að það á að taka þessu samkomulagi.

Sigurjón, 31.8.2010 kl. 04:57

3 Smámynd: Einar B  Bragason

Nei er nei og aftur nei, er það það er þú heyrir á þínu heimilli? prófaðu Já og sjáðu hvernig þér líður ! (á eftir)

Einar B Bragason , 31.8.2010 kl. 07:32

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Tryggvi og undirtektir

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.8.2010 kl. 10:36

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigurjón, er hernaðarbrölt til eftirbreytni og rök fyrir frekari hernaðarumsvifum?

Er einhver eðlismunur á hernaðarbrölti Hollendinga og Rússa, er annð af hinu góða en hitt af hinu illa?

Ert þú tilbúinn að stilla þjóðinni upp á næsta götuhorn í netsokkum, skiptir það þig engu máli hvernig tekna er aflað?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.8.2010 kl. 10:46

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki líst mér á þig sem uppalanda Einar, getir þú ekki sagt nei þegar það á við.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.8.2010 kl. 10:50

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Höfuðaðsetur E.C.A. fyrirtækisins er inni á lóð hollenskrar herstöðvar sem er ein helsta þjálfunarstöð konunglega flughersins. Fyrst hóta þeir okkur efnahagsþvingunum og nú á að senda hingað herþotur, hringir það ekki viðvörunarbjöllum?

Sigurjón: "Þrátt fyrir Icesave, þá eru þeir ekki hernaðarlegir andstæðingar okkar..."

Ahemm... mig langar að benda á þessa handbók frá bandaríska hernum:

Money as a Weapon System (MAAWS)

Guðmundur Ásgeirsson, 31.8.2010 kl. 13:36

8 Smámynd: Sigurjón

Pehe, rétt hjá þér Mummi að peningar geta nýtzt sem hernaðartól, en ég átti nú við svona ,,hardware"-andstæðingar.

Ég kalla það ekki hóruskap að við tökum milljarðatugi fyrir að leyfa tilvonandi hermönnum að æfa sig í flugi hér á landi.  Það má kalla þetta hernaðarbrölt, en það er að mínu viti orðum aukið.  Það er tekið skýrt fram að það verða engin vopn með í för og ég leyfi mér að efast um að hollenzk stjórnvöld ætli að nýta sér þetta í annarlegum tilgangi.  Ég sé engan mun á að leyfa Hollendingum að æfa sig hér eða Rússum.  Bara svo framarlega að við höfum e-a peninga upp úr þessu.

Ef efnahagsástandið hér væri betra, t.d. ef við værum farin að vinna olíu, þá þætti mér þetta ofaukið.  Mér finnst bara að við getum ekki í ljósi ástandsins hafnað svona gylliboði.  Því miður...

Sigurjón, 31.8.2010 kl. 14:18

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Til hvers er leikurinn gerður ef ekki í hernaðartilgangi, Sigurjón?

Það var mikið hlegið af svokölluðum gerviher Hitlers, pappa og krossviðarskriðdrekum sem Þjóðverjar notuðu til æfinga og þjálfunar hermanna og foringja.

En það hló enginn þegar Panzerarnir byrjuðu að renna af færiböndunum og þrautþjálfaðar sveitirnar stigu upp í þá og.......

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.8.2010 kl. 14:32

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í grunninn snýst þetta um afstöðu með eða á móti hernaði. Sé afstaðan á móti ættum við alls ekki að samþykkja þetta þó það sé peningur í boði, en sé maður fylgjandi hernaði að einhverju leyti er þetta góður bisness.

Setjum þetta í annað samhengi: Mér verður hugsað til þess að fyrir einhver áramótin voru til sölu flöskur af óáfengu "freyðivíni" í verslunum, sem voru skreyttar á sambærilegan hátt og morgunkornspakkar og markaðssetningin augljóslega miðuð að ungmennum sem vildu "vera memm" að skála fyrir nýja árinu. Mörgum þótti þetta óviðeigandi jafnvel þó drykkurinn sjálfur væri meinlaus, enda væri órökrétt að samþykkja slíkar "æfingar í unglingadrykkju" fyrst verknaðurinn sjálfur er óæskilegur.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.8.2010 kl. 14:55

11 Smámynd: Jón Svavarsson

ÞRÖNGSÝNI ! ÞRÖNGSÝNI ! ÞRÖNGSÝNI !

Það að kenna flug á Íslandi er eitt af því sem meðal annars flugvallaandstæðingar eru að gjöreyðileggja. Íslenskir flugmenn eru taldir meðal hæfustu í öllum heiminum og ástæðan er sú að þeir sem lagt hafa það fyrir sig að læra að fljúga gera það af miklum metnaði og við mjög erfiðar aðstæður, víðast annarstaðar í heiminum, til dæmis Ameríku og Evrópu, eru sjáldan veður eins og þau geta veið hér uppá hvern einasta dag og oft svo slæmt að alls ekki er hægt að fljúga. Það á að leyfa þetta strax og efla flugkennslu og aðbúnað til flugkennslu til mikilla muna og flytja inn nemendur í stórum stíl. Flugið er komið til að vera og allir vilja ferðast á öruggan máta og að standa í veginum fyrir þessu er tilgangslaust og bara til að draga úr atvinnutækifærum á Suðurnesjum.

Jón Svavarsson, 1.9.2010 kl. 01:20

12 Smámynd: Sigurjón

Axel: Að sjálfsögðu er þetta æfing hermanna, en það fer enginn hernaður fram hér, né vopnum beitt.  Holland (og reyndar flest lönd) heldur úti her sem þeir þurfa að þjálfa, úr því þeir eru með hann.  Ef þetta fer ekki fram hér, þá verður þetta gert annars staðar.  Okkar andstaða við hernað stoppar ekki aðrar þjóðir með her að þjálfa hann.

Sem svarar að hluta innleggi Mumma.  Ég er algjörlega á móti íslenzkum her.  Meira að segja finnst mér rangt að til séu íslenzkir friðargæzluliðar, þar sem þeir eru hermenn með þjálfun hermanna.  Ég er hins vegar ekki á móti því að aðrar þjóðir borgi okkur svimandi upphæðir fyrir að leigja þeim aðstöðu til að þjálfa sinn her.

Svo finnst mér dæmi ykkar beggja um pappaher Hitlers og gerviunglingadrykkju ekki góð dæmi fyrir ykkar málstað.  Algjörlega ósambærilegt við þetta.  Allt annar tíðarandi þar að auki.

Þar fyrir utan er alltaf hægt að reka þetta lið úr landi ef þeir færa sig upp á skaftið...

Sigurjón, 1.9.2010 kl. 05:16

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigurjón, af hverju geta menn ekki þjálfað sína hermenn heima hjá sér? Er verið að gera okkur greiða?

Það skiptir ekki máli þótt engum vopnum verði beitt hér á landi eða beinn hernaður, við verðum þátttakendur. Það er satt að ekki er líklegt að hernaðarbrölt hætti þó við verðum ekki þátttakendur, en það réttlætir ekki að við gerum líka það sem aðrir ættu ekki að gera.

Ég var með dæminu um gerviherinn að benda á að hægt er að þjálfa vopnaburð þrátt fyrir vopnleysi. Þannig er hugsunin að þetta verði hér, mér er það ekki geðfellt að hingað komi menn til að þjálfa sig í manndrápum, þó drápin sjálf fari ekki fram hér. 

Svíar gera sig breiða á mannréttindasviðinu, rísa upp á afturlappirnar fullir vandlætingar á drápum og átökum vítt og breitt. Sem er auðvitað helvítis hræsni og fals því þeir eru með stærstu vopnaútflytjendum í heimi og hafa í mörgum tilfellum framleitt vopnin sem notuð voru til manndrápanna sem fara svona "illa" í þá. Skítlegt eðli segi ég.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.9.2010 kl. 11:41

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Svavarsson, ertu að segja að almenn flugkennsla leggist af á Íslandi og hana sé ekki hægt að efla nema til komi þessi drápskennsla? Varstu að tala um þröngsýni?

Sú "almenna" skoðun að íslenskir flugmenn séu eitthvað spes er eins og önnur slík álit um að allt sé mest og best hér á landi, eingöngu bundin við Ísland og kallast þjóðernisrembingur. Áttum við ekki t.a.m. mestu fjármálasnillinga í heimi um tíma?

Það koma hingað flugvélar til að æfa lendingar og flugtök í slæmum veðrum, hafa gert og munu gera framvegis sem hingað til, alveg óháð þessu Hollenska apparati.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.9.2010 kl. 11:55

15 Smámynd: Sigurjón

Það þýðir ekkert að spyrja mig hvers vegna þeir geta ekki þjálfað þá heima fyrir.  Þeir verða að svara til um það.  Líklegt þykir mér að hér séu kjöraðstæður, bæði stór flugvöllur sem byggður var af bandaríska hernum og sviptingar í veðri.

Ég veit ekki hvort verið sé að gera okkur e-n sérstakan greiða, en þetta eru viðskipti.  Við þurfum á viðskiptum að halda núna.  Þó þau séu máski ekki í samræmi við prinsipp manna...

Sigurjón, 1.9.2010 kl. 17:18

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hygg að þeir sem búa við brautarendana í Keflavík viti hversvegna þetta drasl er ekki vel séð erlendis. Farþegaflugvélar eru hljóðlausar í samanburði við þessi tól.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.9.2010 kl. 17:47

17 Smámynd: Sigurjón

Það er reyndar furðulegt að skipuleggja byggð rétt við flugvöll.  Maður finnur fyrir því hér í mið-vesturbænum þegar flugvélarnar koma til lendingar í Vatnsmýrinni.

Sigurjón, 1.9.2010 kl. 18:16

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála því. Svo snýst umræðan við, byggðin er ekki of nálægt vellinum heldur völlurinn of nálæt byggðinni eins og gerðist í sambandi við Áburðaverksmiðjuna í Gufunesi, byggðinni var troðið alveg ofaní verksmiðjuna svo var eins og menn vöknuðu við vondan draum, þá hét það allt í einu að stórhættuleg verksmiðjan væri komin of nálægt byggðinni og þyrfti að víkja.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.9.2010 kl. 18:22

19 Smámynd: Sigurjón

Já, þú varst sumsé á móti byggðinni í Gufunesi?  Ég er á móti byggðinni á Reykjanesi, því hún er fyrir flugvellinum.

Sigurjón, 2.9.2010 kl. 03:36

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei þú misskilur mig Sigurjón ég var ekki á móti byggðinni sem slíkri. Ég var aðeins að segja hvernig hlutirnir snúast stundum og orsök verður afleiðing og öfugt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.9.2010 kl. 09:07

21 Smámynd: Sigurjón

Já, þú meinar það.

Sigurjón, 2.9.2010 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.