Af hverju þarf Tiger að ganga vel?

Það dylst engum að Tiger Woods er meðal bestu kylfinga heims, þótt honum gangi illa þessa dagana vegna persónulegra vandamála.  En það virðist einu gilda hvort honum gengur vel eða illa, fréttamenn falla aftur og aftur í þá gildru að láta allar fréttir frá golfmótum snúast um Tiger, jafnvel þó hann taki ekki þátt í viðkomandi móti.

Það var nýlega á annarri hvorri sjónvarpsstöðinni frétt um eitthvert golfmót þar sem Tiger var meðal keppenda. Öll fréttin snérist um Tiger og frammistöðu hans þrátt fyrir afleitt gengi og hann lenti í einhverju af neðstu sætunum. Með fréttinni voru sýnd  3 eða 4 högg,  sem öll voru Tigers.

Svo var þess getið í blá endann og eins og það væri algert aukaatriði, hver sigraði á mótinu. Þessi frétt á mbl.is er undir sömu sökina seld.


mbl.is Woods þarf að enda í einu af 50 efstu sætunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband