Ný nálgun – einlægur friðarvilji eða síonismi á nýjum belgjum?

Hvað gæti hugsanlega verið ný nálgun í friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafsins? Mér dettur aðeins eitt í hug sem gæti verið ný nálgun frá því sem verið hefur reglan í þessum heimshluta.

Það er að herraþjóðin, árásar- og hernámsaðilinn Ísrael láti af  stöðugum þjófnaði og landnámi á landi Palestínumanna og skili aftur því landi sem þegar hefur verið mulið undir „Stór Ísrael.“ - draum síonista. Það væri ný nálgun og eina raunhæfa skrefið sem Ísraelsmenn geta tekið,  viljishort_news_16934 þeir í einlægni frið.

En reynslan segir að í lok friðarumræðnanna, þegar friður virðist í höfn,  komi eins og ætíð áður tilkynning um nýjar landnemabyggðir Ísraela á landi Palestínu.

Búmm og allir komnir á byrjunarreitinn aftur að því undanskildu að stofnuð hefur verið enn ein landnemabyggðin á stolnu landi.

Minni á skoðanakönnun hér til vinstri, vinsamlegast taktu þátt.

 

mbl.is Nýrrar nálgunar þörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Friður þarna? Aldrei. Það vill hann enginn!

Björn Birgisson, 5.9.2010 kl. 22:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það virðist ansi djúpt á friði. Þó er greinilegt að vilji til friðar hefur vaxið meðal Palestínumanna, Ísrael hinsvegar hagnast á ófriði, á meðan geta þeir smátt og smátt sneitt niður og innlimað Palestínskt land.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.9.2010 kl. 22:57

3 identicon

Kannski þurfa múslimar nýja nálgun, t.d. með því að kasta trúnni og hætta að ráðast á ísraelsmenn og hóta að útrýma þeim. Alveg merkilegt hvað fólk á erfitt með að sjá hlutina eins og þeir eru, hvað eftir annað hafa múslimar ráðist að Ísrael, en fólk (öllu frekar vinstrimenn) vill kenna Ísraelsmönnum um. Áróðursvél múslima virkar vel.

Brynjar (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 09:55

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er gleiðilegt að þú skulir ekki eiga í neinu basli með að sjá hlutina eins og þeir "eru" Brynjar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.9.2010 kl. 10:04

5 identicon

Svo lengi sem menn á þessu slóðum eru með 2 af helstu stríðstólum mannkyns; Biblía og kóran

doctore (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband