Jæja góðir hálsar, svona er þetta á Íslandi, Íslandi hinu góða!

Nær allir dómar sem um áratuga skeið hafa fallið í svona málum hafa vakið undrun og hneykslan fyrir þær sakir hve dólgslega vægir þeir hafa verið. En núna tekur steininn úr.

Stúlkan segir að maðurinn hafi haft „samfarir“ við hana nánast daglega frá því að hún var 13 ára til tvítugs.

Í dómsorði segir m.a.:

Í héraðsdómi segir, að maðurinn eigi sér engar málsbætur og hann hafi brotið gróflega og ítrekað gegn ungri stúlku á viðkvæmu aldurs- og þroskaskeiði hennar.  Hafi honum mátt vera ljóst hversu alvarlegar afleiðingar atferli hans hlaut að hafa fyrir líf og sálarheill stúlkunnar.  Þá segir dómurinn ljóst, að háttsemi af þessu tagi sé almennt til þess fallin að valda þeim, sem fyrir verður, margvíslegum sálrænum erfiðleikum. Í greinargerð sálfræðings komi fram að sú hafi orðið reyndin að því er stúlkuna varðar og samskiptin við manninn hafi haft alvarleg og víðtæk áhrif á hana.

Fritzlingurinn, er aðeins dæmdur fyrir misnotkun í þann tíma sem stúlkan var undir lögaldri eða fjögur ár. Leikum okkur aðeins að tölum,  „nauðgun“ nær daglega = 300 sinnum á ári, -  í fjögur ár = 1200 sinnum!

Tveggja ára dómur og 1200 þúsund í fébætur,  það gerir fangelsi í rúmlega ½ dag og 1000 króna bætur fyrir hverja misnotkun. Auðvitað verður svona aldrei metið til fjár eða fullu réttlæti náð með dómi, en þetta er fáránlegt.

Ég sé ekki betur en hluti af dómsorðum snúist í höndum dómarana og eigi við þá sjálfa ekki síður en fórnarlambið,  því þeir eiga sér engar málsbætur fyrir dóminn og með honum hafa þeir gróflega og illa brotið gegn stúlkunni á viðkvæmum tíma í lífi hennar. Dómurunum ætti að vera ljóst hversu alvarlegar afleiðingar dómur þeirra hlýtur að hafa fyrir líf og sálarheill stúlkunnar. Því dómur af þessu tagi er almennt til þess fallin að valda fórnarlambinu margvíslegum sálrænum erfiðleikum.

Sem betur fer dæmdu þessir dómarar ekki í máli Josef Fritzl hins Austurríska, hann væri þá frjáls maður í dag!

   


mbl.is Tældi unga stúlku með gjöfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Sammála - flott færsla.

Haraldur Hansson, 23.9.2010 kl. 20:14

2 Smámynd: hilmar  jónsson

*****

hilmar jónsson, 23.9.2010 kl. 20:28

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitin drengir og undirtektir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.9.2010 kl. 21:15

4 identicon

 Ég fæ ekki séð að hún hafi sínt minstu mótspirnu enda er hann ekki kærður firir nauðgun heldur einfaldlega að eiga kinmök við ólögráða einstakling eftir 202 gr. almennra hegningarlaga og hún hljómar svo

202. gr. [Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en [15 ára],1) skal sæta fangelsi [ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum].1) …2) [Lækka má refsingu eða láta hana falla niður, ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi.]1)
[Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt að [6 árum].1)]2)
Hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir [barn]1) [yngra en 18 ára]2) til samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum.]3

Róbert (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 23:36

5 identicon

Ég vil benda þér á að maðurinn var ekki einu sinni sakaður um nauðgun. (194. gr. alm hegingarlaga = max 16 ára fangelsi)

Hann var ákærður fyrir 3. mgr. 202 gr. (max 4 ára fangelsi)

Hér er ekki við saksóknara að sakast; hann ákærir eins og mál liggja fyrir í hvert sinni. Hér hefur réttilega talið mestar vinningslíkur á að ákæra fyrir brot á 202 gr.

Það er löggjafinn sem þarf að snýta 202. greininni uppí 16 ár. Ákærði hefði þá fengið 8 ára fangelsi miðað við gefnar forsendur í þessu máli.

Á hinn bóginn er afrek út af fyrir sig að viðkomandi skyldi yfirhöfuð vera ákærður og hvað þá sakfelldur. 90% af málum sem ríkissaksóknari fær, eru felld niður - af einfaldri ástæðu: þau eru ekki nógu líkleg til sakfellis. Og ekki er við ákæruvaldið að sakast. Það verður að hlýða lögum um sakamál. Sönnunarfærslukröfur eru mjög strangar.

Þá vaknar spurningin; á að minnka kröfurnar?

Pétur (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 23:37

6 identicon

Já einmitt - Róbert hefur verið að hugsa það sama og ég...

Held að hann kunni nú meira í stafsetningu en hann vill vera láta hm Róbert..

Pétur (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 23:39

7 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það vantar í hann "Y" litninginn.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 24.9.2010 kl. 01:29

8 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Hmm... ef hann "tælir hana með gjöfum" eins og segir í lögunum, til samræðis við sig 1200 sinnum og fær helming refsingar hvað ætli hann þurfi að hafa gert til að fullnýta refsirammann? Lögin gera ekki greinarmun á 3 og 13 ára barni og við getum fullyrt að þau hafi ekki verið á sama aldri eða þroskastigi ...engar málsbætur... hann HLÝTUR skv. dómnum að hafa haft einhverjar málsbætur eða hann hefði fengið eitthvað aðeins meira, eða hvað? Var dommeren í góðu skapi bara?

Rúnar Þór Þórarinsson, 24.9.2010 kl. 05:53

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Róbert og Pétur, samkvæmt 202gr. almennra hegningarlaga sem hljóðar svo:

[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en [15 ára],1) skal sæta fangelsi [ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum].1) …2) [Lækka má refsingu eða láta hana falla niður, ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi.]1)
[Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt að [6 árum].1)]2)
Hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir [barn]1) [yngra en 18 ára]2) til samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum.]3)

þá hafði hann samræði við barnið á annað ár meðan það var yngra en 15 ára, sem varðar fangelsi í allt að 16 ár. Þið eruð að segja að þeim aldri hafi verið sleppt og aðeins dæmt fyrir aldurinn 15 til 18!!? Og skyldi það ekki vera ámælisvert, hverjum sem um er að kenna?

Dómurinn rekur í löngu máli alvarleika brotsins en virðist svo ekki fara eftir eigin rökstuðningi þegar refsing er ákveðin. 

Sönnunarbyrðin er rík, satt er það en aðeins tvennt er til, sekt eða sakleysi, ekkert er þar á milli, maðurinn var fundinn sekur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.9.2010 kl. 06:41

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að það vanti meira en það í karlinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.9.2010 kl. 06:44

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega, Rúnar Þór.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.9.2010 kl. 06:45

12 Smámynd: Páll Jónsson

Axel: Það er nýlega tilkomið að lágmarksaldur til að stunda kynmök sé 15 ár, var 14.

Ef saksóknari hefur ekki talið líklegt að hægt væri að sanna brot gegn henni fyrir 14 ára aldur þá var í raun ekkert eftir til að kæra fyrir en að tæla ungmenni til kynmaka með því að múta honum og nýta sér reynsluleysi hans.. 

Og ef þið viljið setja refsirammann við því upp í 16 ára fangelsi þá hef ég ekkert við ykkur að segja. Það er hrein sturlun. 

Varðandi vannýtingu refsirammans er nú varla sérstaklega við þennan dómara að sakast heldur dómahefð á þessu sviði, hann verður að fylgja fordæmi fyrri dóma. 

Páll Jónsson, 24.9.2010 kl. 09:20

13 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Hæ Palli. Áttu dóttur? Láttu okkur kallana vita þegar hún er orðin klár í nokkur þúsund neglingar en hún verður samt að vera í barnaskóla ennþá. Hver er ekki til í að taka áhættuna á 2 árum í skiptum fyrir margra ára kynferðislega þjónkun? Það er hvort sem er ekki nema 1/10 líkur á sakfellingu og ekki til klefar til að læsa okkur gömlu kallana inni. Svo er líka sjaldan tekið mark á þeim áhrifum sem svona hefur á líf hennar - Fíkniefnamisnotkun, óöryggi, sjálfsásökun og þar fram eftir götunum. Endilega láttu okkur vita þegar stelpan er skriðin upp úr sjötta bekk og við mætum með eitthvað glingur. Sjáum svo hversu kokhraustur þú verður þá pabbinn.

Annars vil ég ekki vera ósanngjarn - Dómarinn fer eftir lagarammanum. Hinsvegar er hann fjandi vannýttur og vantar varaákvæði sé ekki til fangelsi. Sektir gætu t.d. tífaldast geti fangelsisvist ekki hafist um leið og dómur hefur verið upp kveðinn.

Rúnar Þór Þórarinsson, 24.9.2010 kl. 13:57

14 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

PS. Mikið var ógeðslegt að skrifa þetta.

Rúnar Þór Þórarinsson, 24.9.2010 kl. 13:58

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, Rúnar Þór, það hefur áreiðanlega verið ógeðslegt að skrifa þetta. Það var líka ógeðslegt að lesa það og flest það sem varðar þetta mál.

Kannski verður bara ekki hjá því komist að hver og einn sem stendur frammi fyrir því hlutskipti að vernda börn sín og gæta þeirra fyrir þeim hættum sem alltaf eru til staðar og alltaf hafa verið til staðar geri þetta mál upp á nákvæmlega þeim forsendum sem þú vísar til.

Það gæti kannski forðað einhverju vondu slysi og óbætanlegu.

Árni Gunnarsson, 24.9.2010 kl. 14:53

16 identicon

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 19:17

17 identicon

Takk fyrir umræðuna Axel, hjartanlega sammála þér. Góður Rúnar !!

Þrúður (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 20:20

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nú erum við að tala saman DoctorE

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.9.2010 kl. 20:40

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það Þrúður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.9.2010 kl. 20:43

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessi lestur tekur á Rúnar, og stundum þurfa menn að reyna á eigin skinni til að fá á þeim skilning.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.9.2010 kl. 20:50

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það lætur nærri Árni

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.9.2010 kl. 20:52

22 identicon

Er Pétur nokkuð á útvarpi Sögu ?

Neih og Pall Jóns mættur á svæðið

Svartur á hvað Palli ?

Yngvi eða Ingvi Yngibjörg ?

Krímer (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 22:44

23 identicon

Ástæðan fyrir þessum lágu dómum er sú að það hefur myndast svokölluð dómshefð fyrir því. Rökstuðningurinn er sá að fólk eigi að vita hverju það megi búast við þegar það brýtur lögin, sem er sjálfsagt í sjálfu sér.

En í gamla daga, þ.e. fyrir örfáum áratugum, þá var ekki litið á svona mál sem einhver stórmál og var því refsingin aldrei mikil. Dómar nútímans eru því takmarkaðir samkvæmt hugmyndum um misnotkun frá tímum þegar afleiðingar kynferðislegrar misnotkunar voru ekki jafn vel þekktar.

Eina leiðin til að laga þetta, eftir því sem ég fæ best séð, er með því að finna út einhverja lagalega leið til þess að afnema dómsfordæmi. Ég veit ekki til þess að það sé hægt með lögum, eða með því að hækka refsiramma, og því gæti þetta verið ENN EINN veigamikill og óþolandi galli við íslenskt réttarfar.

Allavega, vandinn er í hnotskurn sá að dómarnir voru svo lágir í gömlu málunum, þegar þetta þótti ekkert stórmál. Lausnin? Ég veit ekki. Það verður einhvern veginn að vera hægt að úrelda dómshefðir.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 23:16

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta ágæta innlegg Helgi. Ég held að ekki þurfi nema meðvitaða ákvörðun dómstóla að nýta betur þann refsiramma sem þeim er gefið að fara eftir í þessum málaflokki. Það gerðist t.a.m. í fíkniefnadómum á tiltölulega skömmum tíma.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.9.2010 kl. 08:47

25 Smámynd: Páll Jónsson

Rúnar Þór: 6 bekk? Glingur? Hvern andskotann áttu eiginlega við?

Ég er viss um að það létti af pirringi hjá þér að skrifa þetta en það var ekki mikið vit í því.

Páll Jónsson, 25.9.2010 kl. 17:35

26 Smámynd: Páll Jónsson

Mér þykir helvíti hart að vera sakaður um að verja þetta kvikindi sem framdi verknaðinn. Sá sem ég var að verja var dómarinn sem Axel réðst að á býsna helvíti fyrirlitlegan hátt. 

Páll Jónsson, 25.9.2010 kl. 23:41

27 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér þykir leitt Páll, að hafa misboðið þér með þessari djöfullegu og ósvífnu árás á dómarana.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.9.2010 kl. 12:40

28 Smámynd: Páll Jónsson

Þú gerðir nú helst lítið úr sjálfum þér. Ef maður veit ekki hvernig hlutirnir virka þá er til lítils að vera að kvarta og kveina yfir þeim.

Páll Jónsson, 26.9.2010 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband