Af eða á

Ef biðraðir fólks á Íslandi eftir matargjöfum og öðrum nauðsynjum eru ekki samstíga því sem gerist á hinum Norðurlöndunum þá þarf að gera annað af tvennu.

Það þarf að má burt þennan blett á Íslensku samfélagi - eða koma honum á, á hinum Norðurlöndunum, til að samræma framkvæmd Norræna velferðarmódelsins.

Spurningin er aðeins, hvor leiðin mönnum hugnast betur.


mbl.is Matargjafirnar einsdæmi á Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Afmá þennan smánarblett af Íslensku samfélagi! Þar verða bankarnir að koma til aðstoðar því að verknaður þeirra á ekki skylt við annað en mafíu!

Sigurður Haraldsson, 24.9.2010 kl. 07:46

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hún var mögnuð frásögn konunnar í Kastljósinu í gær af viðskiptum hennar við bankann, sem vildi frekar að hún færi á hausinn eða skipti um kennitölu svo bankinn tapaði öllu, en að liðka til svo hún gæti greitt skuldir sínar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.9.2010 kl. 08:35

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tímabært umræðuefni Axel.

"Ef við horfum til þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við!"

Hversu oft höfum við heyrt þessa gildishlöðnu ályktun frá íslenskum póliíkusum?

Förum við að sjá fréttamyndir af matargjöfum á Haiti og Íslandi samtímis á erlendum fréttastofum?

Árni Gunnarsson, 24.9.2010 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband