Oss er í dag píslarvottur fæddur

Krafa þjóðfélagsins var að stjórnmálamenn yrðu látnir axla ábyrgð á andvaraleysi og sofandahætti þeirra í aðdraganda hrunsins. Núna hefur það gerst með þeirri ákvörðun að ákæra Geir H. Haarde fyrir Landsdómi, þótt meiri reisn hefði gjarnan mátt vera yfir öllu ferlinu og afgreiðslu Alþingis.

CrusifictionÞað er ljóst að atkvæða- greiðslan á Alþingi var að einhverju eða öllu leiti pólitísk hjá öllum flokkum, þótt pólitík nokkurra þingmanna Samfylkingar- innar hafi hlotið mesta athygli.

Það er algerlega horft framhjá þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn lagði til 16 atkvæði til að koma í veg fyrir ákærur á hendur Árna Matt, Ingibjörgu Sólrúnu og Björgvin G, því er það undarlegt að sjá Sjálfstæðismenn kenna Samfylkingunni einni um þá hörmung. Þeir geta sjálfum sér um kennt.

Fyrir sakir klúðursins á Alþingi þá er Geir Haarde í augum almennings að breytast úr sakamanni í píslarvott, þar sem hann hangir á krossi sínum á Galgopahæðinni, með auða krossa til beggja handa.


mbl.is Þorgerður Katrín: Pólitísk réttarhöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Brandari ársins; Þarna eru 4 flokkar að matreiða Geir í dóminn sem aldrei verður.

Þetta er ekkert nema leiksýning íslenskar mafíósa;

Eina von almennings er að gera byltingu, ef við gerum það ekki þá höfum við tekið þá ákvörðun að við séum aumingjar með hor og slef, og eigum ekkert gott skilið.

Þannig er þetta bara; Face it

doctore (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 11:36

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú segir nokkuð doctore!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 11:38

3 identicon

Mér finnst þetta vera augljós flétta, það þarf ekki nema að skoða hverjir kusu hvað... þá kemur fléttan í ljós; augljós.


doctore (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 12:07

4 Smámynd: GAZZI11

Þetta fer beint í ælupokann:

„Stundum er hollt að rifja upp hvers vegna maður fór að hafa afskipti á pólitík. Í mínu tilviki var það ekki síst vegna þess að ég vildi standa vörð um þjóðfélag og stjórnkerfi er byggðist á gildum á borð við lýðræði og réttlæti. Á þessum árum var það ekki sjálfgefið í okkar heimshluta þótt það sé það í dag"

GAZZI11, 29.9.2010 kl. 12:39

5 Smámynd: corvus corax

Sammála doctore, þetta er skrípafarsi af vitlausasta tagi.

corvus corax, 29.9.2010 kl. 12:49

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú fyrirgefur GAZZI11, en ég er gersamlega úti á þekju yfir þessari tilvitnun þinni, vonandi skýrir þú málið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 13:14

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

corvus corax, það viriðst augljóst, að sé hægt að klúðra málum á Alþingi, þá gerist það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.