Leirkarlarnir klappa og kóa undir í Valhöll

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins lét fundarmenn, á hádegisverðarfundi í Valhöll, klappa fyrir Geir H. Haarde. Það er engin nýlunda, og þarf engum að koma á óvart,  að í sölum Valhallar sé klappað og hrópað húrra fyrir mistæku liði og sérgæðingum, sem valdið hafa landi sínu ómældum skaða.

Bjarni sagði á fundinum að hann hefði áhyggjur af því að Landsdómsákæran á hendur Geir H. Haarde skapi það fordæmi að núverandi valdhafar og stjórnmálamenn framtíðarinnar verði ákærðir fyrir embættisafglöp.

Rétt eins og það ætti að vera sérstakt áhyggjuefni að þeir sæti ábyrgð, hafi þeir gerst, eða gerist, brotlegir við lög og embættisskyldur sínar!

Það eitt að Landsdómur hafi verið virkjaður í fyrsta sinn, ætti, dugi ekki annað, að vera stjórnmálamönnum það aðhald að þeir haldi sér innan þess ramma sem þeim er ætlað að vinna. Hvers vegna hefur formaður Sjálfstæðisflokksins slíkan beyg af því að það gangi eftir?

Bjarni segir Sjálfstæðismenn ekki ætla að taka þátt í þeim leðjuslag  sem hann segir stjórnmálin vera orðin, þess vegna eru Sjálfstæðismenn ekki brjálaðir yfir útkomunni, þess vegna hafa þeir ekki lagt fæð á þá þingmenn sem ekki kusu „rétt“ og þess vegna hóta þeir ekki að virða þá ekki viðlits og sér í lagi þess vegna, eru þeir ekki að láta að því liggja, að þeir muni hefna sín með Landsrétti, þegar þeir komast í aðstöðu til þess.

Hann er nú meiri leirkallinn þessi Bjarni.

Fréttin á Vísir.is.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Hann er bara svo andskoti lélegur leikari.

Hamarinn, 2.10.2010 kl. 15:14

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hver skrifar handritið?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.10.2010 kl. 16:03

3 identicon

Síðan eg fór að fylgjast með stjórnmálum, það var u.þ.b. 1970, hef eg aldrei, eða man ekki eftir því, séð annan eins loddara á Alþingi og Bjarna Ben 2.

Ef þjóðin kýs að þessi maður sé best til þess fallinn að leiða okkur fram um veg er þjóðinni vorkunn. 

Smári (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 16:44

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef þjóðin velur Bjarna til forystu, þá á hún hann sannarlega skilið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.10.2010 kl. 16:48

5 Smámynd: Hamarinn

Það vita allir hver handritshöfundurinn er. Fyrsti stafurinn í nafni hans er Davíð.

Hamarinn, 2.10.2010 kl. 17:30

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mig grunaði þetta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.10.2010 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.