Metfjöldi við „múrinn“

Mikið hlýtur almenningur að vera ánægður að heyra ráðherrana úttala sig um stórhuga áform ríkisstjórnarinnar að standa vörð um atvinnulífið, að standa vörð um velferðarkerfið, að standa vörð um afkomu heimilanna og segja, að verja þurfi þetta og hitt, að styrkja þurfi þetta og hitt, tryggja þurfi þetta og hitt og gera þurfi allt sem hægt er að gera í þessu málefninu og hinu.  

Engan þarf að undra að eftir alla þessa stífu og lýjandi varðstöðu um hag þegnana sé stjórnin svo aðframkomin af þreytu og verkkvíða að hún komi sér seint og illa að verki. En það er ekki doðanum fyrir að fara hjá ráðherrum, sumum hverjum, þegar verkefnið er að hindra eða drepa á dreif öllum hugmyndum um orkufreka starfsemi. Þá skortir ekki skerpuna og útsjónasemina, jafnvel þykir ekki tiltökumál að fara á svig við lög til að fullnægja mannfjandsamlegri hugmyndafræðinni út í ystu æsar.

En þó ríkisstjórnin sé slöpp þá er hún þó hátíð samanborið við liðónýta og hlandslappa stjórnarandstöðuna, sem hefur ekki annað til málana að leggja en lýðskrum og upphrópanir í fyrirsagna stíl.

-------

Það er afleitt og sorglegt að druslumenni skuli fela sig á bakvið heiðvirða mótmælendur til að koma fram skítlegu ofbeldisóeðli sínu. Að kasta golfkúlum eða grjóti í fólk getur haft hinar alvarlegustu afleiðingar. Hvers á lögreglan að gjalda að hún skuli verða skotspónn þessa saursekkja. Lögreglan er aðeins að sinna sinni skyldu, lögreglumenn eru, rétt eins og við hin, fórnarlömb aðstæðna. Þeir sem svona haga sér eru ekki komnir til að mótmæla ástandinu, þeir eru komnir til að skapa ástand. 


mbl.is Metfjöldi á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég var þarna og tók ekki eftir ofbeldi, þó vissulega hafi ég séð ýmis matvæli fljúga. En miðað við fjöldann (6-8000 manns) fór þetta rosalega vel fram. Sambærilega stór útihátíð um verslumannahelgi hefði haft í för með sér hversu margar líkamsárásir og nauðganir?

Guðmundur Ásgeirsson, 5.10.2010 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband