Hin viljuga ţjóđ, Ísland

Um ţessar mundir eru liđin 7 ár og 7 mánuđir frá upphafi „Operation Iraqi Freedom“  sem var vinnuheitiđ yfir innrásina í Írak.  Í innrásinni fóru Bandaríkin og Bretland í brjósti fylkingar bandalags viljugra ţjóđa, eins og ţađ var kallađ. Markmiđiđ var ađ steypa  Saddam Hussein  og hans ógnarstjórn og eyđa öllum gjöreyđingarvopnunum sem CIA stađhćfđi hann byggi yfir. Saddam fannst ađ lokum en engin gereyđingarvopnin, enda voru ţau  ekki til.

Stjórn hersveita hinna viljugu ţjóđa á hernumdu Írak hefur veriđ ein samfelld hörmungarsaga frá upphafi til ţessa dags. Ţó stríđiđ stćđi ađeins formlega séđ frá 20. mars 2003 til 1. maí  sama ár, ţá er öllum ljóst ađ stríđinu er fráleitt lokiđ ţví sjálfsmorđsárásir, hermdarverk og  launmorđ hafa veriđ daglegt brauđ ásamt  allsherjar stjórnleysi. Slíkt ástand verđur aldrei kallađ annađ en borgarastyrjöld.

Ţađ er yndislegt ađ sjá Nick Clegg, ađstođarforsćtisráđherra Bretlands koma gersamlega af fjöllum um atburđarásina í Írak og heyra hve brugđiđ honum er. Ţađ er engu líkara en hann hafi aldrei heyrt á Írak minnst fyrr, kannski er ţađ svo.

Wikileaks hefur birt tćplega 400.000 bandarískar leyniskýrslur um Íraksstríđiđ. Veltum ţessu ađeins fyrir okkur. Til ađ fylla ţennan fjölda hafa veriđ skrifađar 150 leyniskýrslur á degi hverjum, ađ međaltali, um atburđi sem nauđsynlegt ţótti ađ leynt fćri.

Ţađ er ólíklegt ađ skýrslurnar sem lekiđ hefur veriđ til Wikileaks séu nema brot af öllum ţeim skýrslum sem skrifađar hafa veriđ um miđur fallega háttsemi herja hinna viljugra ţjóđa í Írak svo ekki sé talađ um allar ţćr misfellur sem aldrei rata inn á skýrslur. Menn hljóta ađ spyrja sig í ljósi ţessa hvort herjunum hafi yfir höfuđ gefist tími til góđra verka.

Ísland, ţökk sé Davíđ Oddsyni og Halldór Ásgrímssyni, ber sína ábyrgđ, sem ein hinna viljugu ţjóđa, á ţeim glćpum sem framin hafa veriđ af innrásarherjunum í Írak.


mbl.is Ótrúlega alvarlegar skýrslur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ađalsteinn Agnarsson

Halldór ber ábyrđ, tók af ţér réttinn, ađ mega róa til fiskjar á litlum bát,

og mega fénýta aflann!!

Ađalsteinn Agnarsson, 24.10.2010 kl. 13:26

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hefur ţú athugađ hvort ţú getir fengiđ kvóta í Írak Ađalsteinn? Ţú gćtir höfđađ til kunningsskapar viđ Halldór, ţeir ţekkja hann ţar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2010 kl. 13:38

3 Smámynd: Ađalsteinn Agnarsson

Spor Dóra liggja víđa, Axel minn.

Ađalsteinn Agnarsson, 24.10.2010 kl. 13:59

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Ţađ hlýtur ađ vera krafa frá ţjóđinni ađ Halldór og Davíđ standi skil á ţessum einrćđistilburđum sínum gagnvart dómstólum.

hilmar jónsson, 24.10.2010 kl. 14:27

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ţađ var  skýrt tekiđ fram ţegar viđ gengum í NATO ađ Ísland mun aldrei lýsa yfir stríđi né fara međ ófriđi á hendur nokkurri ţjóđ.

Ţađ hindrađi ekki ţessa herra ađ taka ţessa ákvörđun, sem telst fyrnd samkvćmt lögum um ráđherraábyrgđ, sem er einkennilegt ţví morđ og samsćri um morđ fyrnast aldrei.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2010 kl. 15:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband