Hin viljuga þjóð, Ísland

Um þessar mundir eru liðin 7 ár og 7 mánuðir frá upphafi „Operation Iraqi Freedom“  sem var vinnuheitið yfir innrásina í Írak.  Í innrásinni fóru Bandaríkin og Bretland í brjósti fylkingar bandalags viljugra þjóða, eins og það var kallað. Markmiðið var að steypa  Saddam Hussein  og hans ógnarstjórn og eyða öllum gjöreyðingarvopnunum sem CIA staðhæfði hann byggi yfir. Saddam fannst að lokum en engin gereyðingarvopnin, enda voru þau  ekki til.

Stjórn hersveita hinna viljugu þjóða á hernumdu Írak hefur verið ein samfelld hörmungarsaga frá upphafi til þessa dags. Þó stríðið stæði aðeins formlega séð frá 20. mars 2003 til 1. maí  sama ár, þá er öllum ljóst að stríðinu er fráleitt lokið því sjálfsmorðsárásir, hermdarverk og  launmorð hafa verið daglegt brauð ásamt  allsherjar stjórnleysi. Slíkt ástand verður aldrei kallað annað en borgarastyrjöld.

Það er yndislegt að sjá Nick Clegg, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands koma gersamlega af fjöllum um atburðarásina í Írak og heyra hve brugðið honum er. Það er engu líkara en hann hafi aldrei heyrt á Írak minnst fyrr, kannski er það svo.

Wikileaks hefur birt tæplega 400.000 bandarískar leyniskýrslur um Íraksstríðið. Veltum þessu aðeins fyrir okkur. Til að fylla þennan fjölda hafa verið skrifaðar 150 leyniskýrslur á degi hverjum, að meðaltali, um atburði sem nauðsynlegt þótti að leynt færi.

Það er ólíklegt að skýrslurnar sem lekið hefur verið til Wikileaks séu nema brot af öllum þeim skýrslum sem skrifaðar hafa verið um miður fallega háttsemi herja hinna viljugra þjóða í Írak svo ekki sé talað um allar þær misfellur sem aldrei rata inn á skýrslur. Menn hljóta að spyrja sig í ljósi þessa hvort herjunum hafi yfir höfuð gefist tími til góðra verka.

Ísland, þökk sé Davíð Oddsyni og Halldór Ásgrímssyni, ber sína ábyrgð, sem ein hinna viljugu þjóða, á þeim glæpum sem framin hafa verið af innrásarherjunum í Írak.


mbl.is Ótrúlega alvarlegar skýrslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Halldór ber ábyrð, tók af þér réttinn, að mega róa til fiskjar á litlum bát,

og mega fénýta aflann!!

Aðalsteinn Agnarsson, 24.10.2010 kl. 13:26

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hefur þú athugað hvort þú getir fengið kvóta í Írak Aðalsteinn? Þú gætir höfðað til kunningsskapar við Halldór, þeir þekkja hann þar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2010 kl. 13:38

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Spor Dóra liggja víða, Axel minn.

Aðalsteinn Agnarsson, 24.10.2010 kl. 13:59

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Það hlýtur að vera krafa frá þjóðinni að Halldór og Davíð standi skil á þessum einræðistilburðum sínum gagnvart dómstólum.

hilmar jónsson, 24.10.2010 kl. 14:27

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það var  skýrt tekið fram þegar við gengum í NATO að Ísland mun aldrei lýsa yfir stríði né fara með ófriði á hendur nokkurri þjóð.

Það hindraði ekki þessa herra að taka þessa ákvörðun, sem telst fyrnd samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð, sem er einkennilegt því morð og samsæri um morð fyrnast aldrei.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2010 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband