Hver er munurinn á kóngi og fanga?

Sænska söngkonan Camilla Hedmark segir í blaðaviðtali að hún og Karl Gústaf, Svíakonungur hafi átt í ástarsambandi um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Þau hafi jafnframt látið sig dreyma um að stinga af saman til eyðieyjar í Suðurhöfum þar sem þau gætu búið saman í friði og lifað á kókoshnetum.

Það er ekki vafi að svona uppljóstranir hneyksla margan „eðalista“ manninn og konuna, en af hverju? Hvernig geta einhverjir gert þá kröfu að fólki sé gert að fæðist inn í þá hörmung að þurfa að lifa efir formúlum, í ástlausum hjónaböndum, rígbundið þvers og kruss af „protocol“ seremonium til þess eins að þjóna taumlausi gerviþörf almúgans eftir tildruð og snobbi?

Það kann að vera spennandi og draumórakennd tilhugsun margra að vera kóngur eða drottning, en það hlutskipti getur aldrei verið annað en frelsissvipting í mestu alvöru þess orðs.

Það er engin furða þó Sænski kóngurinn hafi látið sig dreyma um frelsi frá sínu hlutskipti. Hann er örugglega fylgjandi því að Svíþjóð verði lýðveldi, en má sennilega ekki láta það uppi.  


mbl.is Vildu stinga af til Suðurhafseyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það afsakar ekkert framhjáhald. Það hafa nú aðrir konungar afsalað sér krúnunni áður og hafði hann alveg kost á því þótt erfitt væri.

. (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 01:31

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Framhjáhald er fyrst og fremst málefni viðkomandi hjóna ekki satt?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2010 kl. 03:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.