Er.....

.....það kirkjunnar að ákveða hvaða fjármagn hún tekur frá samfélaginu?

Er það kirkjunnar að ákveða að frekar skuli skorið niður í líkamlegri líkn en þeirri andlegu?

Eru þrír prestar, sem þjóna í sömu sókn með eina vikulega messu, sem starfskildu, best til þess fallnir að ákveða hvort skuli skorið niður hjá þeim eða öðrum ?  

Hverjir halda þeir eiginlega að þeir séu prestarnir, þessar afætur þjóðfélagsins?

 


mbl.is Skorið niður í rekstri kirkjunnar um 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Er það leigutakans í húsi að ákveða að hann ætli að greiða 9 % minna í leigu hér eftir vegna þess að það er erfitt í ári ? Og það einhliða án þess að spyrja húseigandann ?

Þetta gerði flugfreyjan og jarðfræðineminn við kirkjuna - þau tilkynntu um einhliða ákvörðun um lækkun á umsömdu leigugjaldi. Eins og þér er greinilega ekki kunnugt um þá er til samningur síðan 1907 sem var endursaminn fyrir einhverjum 13 árum á nýjan leik. þessi samningur er um að ríkið yfirtók gegn leigugjaldi sjöttu hverja jörð á Íslandi til fullra afnota.

Þessa einhliða ákvörðun hefði enginn húseigandi sætt sig við heldur krafist umsaminnar greiðslu auk fullra vísitölubóta án frekari refja. Flugfreyjan og jarðfræðineminn treysta á að þjóðkirkjan sýni þeim hinn vangann umyrðalaust við þetta óþokkabragð þeirra.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.11.2010 kl. 20:13

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er þjóðin þá leiguliði kirkjunnar, "hr". nafnlausa viðrini?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.11.2010 kl. 21:28

3 identicon

Hvaða bull er þetta í þér"predikari"Ertu að tala um þennan samning sem Þorsteinn Pálsson gerði upp á sitt einsdæmi.Algjörlega út úr korti enda hafði hann ekkert umboð til.Málið er að kirkjan á engar jarðir og hefur aldrei átt.Þarna er aðeins um gerfisamning að láta líta út fyrir að prestar séu ekki launaðir af ríkinu.Ef þú hugsar dæmið aðeins til enda þá er þetta Þjóðkirkja sem þjóðin á .allar eigur sem þessi þjóðkirkja þykist eiga á þjóðin í raun,líka "kirkjujarðir".Er ekki eitthvað sem heitir að vera ríki í ríkinu?

jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 21:31

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta innlegg Jósef

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.11.2010 kl. 21:46

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Sá einhvern henda þessu inn í dag.

Þessar lóðir sem Predikarinn talar um hafa fyrir löngu verið fullgreiddar, og voru að fullu greiddar þegar fyrstu samningar voru gerðir. En þar sem kirkjunni gekk ekkert betur að standa undir sér sjálf þar eftir frekar en áður, tók ríkið að sér að greiða laun preststéttarinnar.

En þessar lóðir sem kirkjan segist "eiga"... Hefur enginn velt því fyrir sér hvernig hún kom klónum á þessar jarðir? Það var a.m.k. ekki greitt fyrir þær fullt verð.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 13.11.2010 kl. 21:54

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kirkjan stal þessum jörðum, með því að hóta eigendum bannfæringu og vítisvist og öðrum álika skemmtilegum viðskiptatöfrum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.11.2010 kl. 21:58

7 identicon

Prédikarinn er bara vorkunnar verður aumingi sem ásamt JV getur ekki horfst í augun við sannleikann. Hann kemur alltaf með þetta helvítis bull um að kirkjan eigi fullt af jörðum og bla bla bla en þagnar alltaf þegar að farið er að tala um t.d hvernig kirkjan eignaðist þær.

Síðan var jú oft að deyjandi menn arfleiddu allar eigur sínar kirkjunni því eftir því sem presturinn hélt fram þá myndu þeir með því, bæta fyrir þær syndir sem þeir frömdu í lifanda lífi og fara til himnaríkis.

Iris (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 23:34

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Ja, það er helst á þeim að skilja að þeim finnist þeir vera í stöðu til að setja þjóðinni kostina..

hilmar jónsson, 14.11.2010 kl. 02:43

9 identicon

þarf þá tengdadóttir biskups að fara að mæta til vinnu

gisli (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 09:42

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já svo alvarlegt getur málið orðið, að hún þurfi þess.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2010 kl. 09:49

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er alveg ljóst við þá hjörð sem hér skrifar að hún hlustar ekki á rök né þinglýsta pappíra.

Það er rétt hjá Írisi að ég hef víða ætt þetta mál, en rangt hjá henni ef hún hefur fylgst með málinu að ég hafi þagnað þegar rætt er um hvernig eignarhaldið varð til. Ég vísa í mjög yfirgripsmiklar umræður þar um sem Írisi ætti að vera kunnugt um.

Í .eim umræðum hef ég einmitt óskað meðal annars eftir því að Hildiríðarsynir eins og þeir sem hér hafa skrifað, að þeir styðji mál sitt um illa fengnar eignir kirkjunnar - miðað við háreystina og fullvissu ykkar þá hlýtur að vera a hægt að nefna fáein dæmi af þusundum. En þá einmitt hefur ávallt borið við að Írisarnar/Hildiríðarsynirnir hafa þagað þunnu hljóði og hafa aldrei viljað styðja upphrópanir gögnum um meintan þjófnað.

Undarlegt að hrópa þjófur þjófur og sýna aldrei hverju eða hvernig stolið var. Nóg hlýtur að vera af dæmunum miðað við málflutninginn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.11.2010 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.