Stundum er betra að láta satt kyrrt liggja

Eins og við var að búast hófst upp hefðbundinn grátkór þegar Brasilíueiturlyfjasmyglarinn var handtekinn, eins alltaf gerist þegar íslendingar eru nappaðir við glæpastarfsemi erlendis og þurfa að gera sér að góðu gistiaðstöðu sem ekki mun samboðin íslenskum glæpamönnum.

Með útkomu þessarar bókar hefst önnur umferð á þeirri tilraun að taka þennan eitursmyglara  í tölu dýrlinga. Ef marka má viðtalið við höfund bókarinnar  í Kastljósinu í gær er rauði þráður bókarinnar sú þjáning og raun sem fangavistin var manninum og þá ekki hvað síst fjölskyldu hans.

Það er ekki ætlun mín  að gera lítið úr þjáningum og angist ættingja mannsins og ég hef fulla samúð með þeim, en það er eins og það vilji gleymast að fórnarlömb eitursmyglarans eiga líka fjölskyldur, ættingja og vini.

Eitursmyglarinn viðurkennir, að sögn, í bókinni að þetta hafi ekki verið frumraun hans að bera eitur í íslensk ungmenni.  Það kom ekki fram í Kastljósinu, hvort  þjáningum og fjörbroti fórnarlamba smyglarans væri líka gerð skil í bókinni,  svo ekki sé talað um angist og örvinglan ættingja þeirra.

  


mbl.is Viðurkennir kókaínsmygl hingað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góð færsla Axel..

Góðan daginn:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 18.11.2010 kl. 07:48

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já góðan daginn Silla.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.11.2010 kl. 07:55

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir þetta hjá þér Axel Jóhann, þakka þér fyrir.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.11.2010 kl. 09:04

4 Smámynd: Adeline

Já margt til í því sem þú segir, en mér fannst samt ágætt að sjá aðeins um þetta -hvernig hans aðstæður eru, mér fannst athyglisvert hve lítið (ef rétt er) ísl.stjórnvöld hafa gert fyrir hann á þessum tíma miðað við þá aðstoð eða athygli fangar af öðrum vestrænum þjóðum hafa fengið.

Adeline, 18.11.2010 kl. 09:54

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið og undirtektir Hrólfur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.11.2010 kl. 12:15

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta er aldeilis frábært hjá þér. Maður er á nokkuð langri ævi búinn að upplifa afleyðingar eiturlyfja á ungdóminn í landinu, bæði skylda og óskylda.

 Ég er sammála því að ættingjar svona manns eiga virkilega um sárt að binda vegna þessa, en hann á enga samúð skilið. Þessir menn hugsa ekki aldeilis um neitt slíkt þegar þeir eru vísvitandi að flækja unga krakka í netið hjá sér. Látum hann bara svitna og kólna á víxl þarna í grjótinu.

Bergljót Gunnarsdóttir, 18.11.2010 kl. 12:37

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Adeline, það hefur alltaf verið ljóst að aðstæður fanga eru mjög mismunandi eftir löndum. Mér finnst það standa þeim næst, sem eiturlyfjasmygl stunda, að hafa áhyggjur af því hvað bíður þeirra, verði þeir nappaðir, frekar en mín og þín.

Það er ágætt ef þessi ólánsmaður hefur komið lífi sínu á rétta braut, en ef hann er að kalla eftir fyrirgefningu samfélagsins þá á hann hana ekki skilið meðan hann kýs að halda því leyndu hver fjármagnaði og átti eitrið og gera þeim djöfli kleift, með þögninni, að stunda áfram sína iðu óáreittur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.11.2010 kl. 12:40

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er sammála því Bergljót, að maðurinn vann sjálfur fyrir sínu hlutskipti og hann fær enga samúð hjá mér. Eins og ég sagði í svarinu hérna á undan þá ætti hann að láta það vera að vonast efir samúð á meðan hann heldur hlífðarskyldi yfir höfuðpaurnum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.11.2010 kl. 12:49

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Góð færsla.

hilmar jónsson, 18.11.2010 kl. 18:07

10 Smámynd: Björn Birgisson

Ég kvitta hér. Takk.

Björn Birgisson, 18.11.2010 kl. 19:08

11 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það er kannski rangt af mér, en ég hef alltaf átt bágt með það að finna samúð með íslendingum sem hafa þurft að sitja af sér dóm erlendis vegna eiturlyfjasmygls.

Ég er ekki fylgjandi pyntinga eða bágri aðstöðu fanga, en enn síður er ég fylgjandi niðurstöðunni, hefði eiturlyfjasmyglaranum tekist áætlunarverk sitt.

Sjálfri finnst mér allt í lagi að þessir peyjar fái bara að sitja af sér þar sem þeir eru teknir. Skil ekki hver lexían yrði, fengju þeir að koma heim og sitja af sér á kvíabryggju, þrátt fyrir að þeir komi ekki hreint til dyra og bendi á þá sem eru æðri sér í þessum bransa.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 18.11.2010 kl. 20:32

12 identicon

Og væla sig alhvítan aftur - eitthvað svoleiðis segir í einum gömlum söngtexta eftir Bubba Mortens.

Jóhannes (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 22:09

13 Smámynd: Kommentarinn

"Það er ekki ætlun mín að gera lítið úr þjáningum og angist ættingja mannsins og ég hef fulla samúð með þeim, en það er eins og það vilji gleymast að fórnarlömb eitursmyglarans eiga líka fjölskyldur, ættingja og vini."

"Ég er sammála því Bergljót, að maðurinn vann sjálfur fyrir sínu hlutskipti og hann fær enga samúð hjá mér."

Með þessum rökum og hugarfari er þá nokkuð frekar ástæða til að vorkenna "fórnarlömbum smyglarans" eða ættingjum? Unnu þau ekki alveg eins sjálf fyrir sínu hlutskipti?

Kommentarinn, 19.11.2010 kl. 00:18

14 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Hvaða endemis sjálfsupphafning er hér í gangi? Að sjálfsögðu eiga öll fórnarlömb eiturlyfja samúð skilda fyrir að lenda í klónum á fíkniefnadjöflinum. Það þarf að hjálpa þessu fólki, ekki kasta því út á gaddinn. Hverslags hugsunarháttur er þetta eiginlega?

Hörður Sigurðsson Diego, 19.11.2010 kl. 05:38

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gerir þú ekki greinarmun á neytanda og innflytjanda Hörður? Eða erum við að misskilja hvorn annan?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.11.2010 kl. 07:14

16 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Langflestir "innflytjendur" eru forfallnir neytendur þannig að það er enginn munur. Sá sem rætt er um hér var mikill fíkill.

Hörður Sigurðsson Diego, 19.11.2010 kl. 07:45

17 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Og er enn.

Hörður Sigurðsson Diego, 19.11.2010 kl. 07:45

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég leyfi mér að efast um að burðarmennirnir séu yfirleitt forfallnir neytendur, en gott að nota það sem afsökun. Ég efast um að þeir sem fjármagna þetta taki þá áhættu að láta skjálfandi dóphausa flytja þessi "verðmæti" fyrir sig, myndir þú gera það Hörður?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.11.2010 kl. 07:52

19 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Það eru ekki allir dóphausar skjálfandi, Axel. Langflest burðardýr eru forfallnir neytendur eiturlyfja. Þess vegna taka þau sénsinn.

Hörður Sigurðsson Diego, 19.11.2010 kl. 08:17

20 Smámynd: Kommentarinn

Hörður klárar hérna punktinn sem ég vildi koma á framfæri. Ég held það sé gríðarlega sjaldgæft að burðardýr séu ekki neytendur sjálfir. Flestir "dóphausar" eru bara venjulegt fólk sem sést ekkert endilega utaná að séu "dóphausar". Þetta er svona svipað og að það eru ekki allir alkóhólistar rónar.

Kommentarinn, 19.11.2010 kl. 08:47

21 Smámynd: Kommentarinn

Varðandi athugasemd mína að ofan með að burðardýr séu yfirleitt neytendur þá var ég svona að hugsa um okkar heimshluta. Það er hinsvegar gríðarlega mikið af Afrísku fólki sem flytur inn fíkniefni til Evrópu og svo rómansk-amerískt fólk sem flytur efnin inn til Bandaríkjanna. Þetta fólk þarf ekkert endilega að vera neytendur en eiga yfirleitt um sárt að binda t.d. vegna fátæktar og eru gjarnan nörruð útí þetta án þess endilega að vita hvað býr að baki.

Mér dettur líka í hug skemmtileg bíómynd tengt þessu efni:

http://www.imdb.com/title/tt0390221/

Kommentarinn, 19.11.2010 kl. 10:05

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

...og þér finnst eðlilegt Hörður að fyrirgefa þeim innflutning efnanna í börnin okkar ef þeir eru neytendur sjálfir?  Svo ekki sé talað um að neita að upplýsa hver gerði hann út, svo sá andskoti geti haldið áfram innflutninginum með nýjum mannskap, þú fyrirgefur, en þar sem mér er málið skylt, þá er mér fyrirmunað að gera það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.11.2010 kl. 12:17

23 Smámynd: Egill

afnema hegningar við eiturlyfjaeign og notkun.

þetta stríð á hendur eiturlyfja hefur ekki skilað neinu nema meira ofbeldi, meiri hörku í þessum geira og gríðalegum kostnað á ríkisbudduna.

ef einhver heldur að þetta sé útí hött að vilja skoða þennan möguleika, þá bið ég viðkomandi að skoða rannsókn sem CATO gerði á áhrif þess að eiturlyf voru decriminalized (vantar gott íslenskt orð fyrir þetta ef einhver veit um takk fyrir), áður en hann svarar.

Egill, 19.11.2010 kl. 12:20

24 Smámynd: Egill

vantar að þetta var gert í Portúgal.

Egill, 19.11.2010 kl. 12:22

25 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Axel, ég var ekkert að tala um að fyrirgefa. Ég var að tala um að þessir innflytjendur væru jafnmiklir fíklar og aðrir sem ánetjast eiturlyfjum og þeim bæri frekar að hjálpa en kasta út á gaddinn. Það er ekki þeim að kenna að markaðurinn skuli vera til.

Hörður Sigurðsson Diego, 19.11.2010 kl. 14:00

26 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hörður, eins og þú hefur sett þetta upp, lítur þetta svona út.

Skuli maður keyra fullur (með því skilyrði að hann sé alkóhólisti) og bana öðrum manni með því athæfi, þá skal honum fyrirvaralaust fyrirgefið ef hinn maðurinn hafi líka verið fullur/alkóhólisti.

Það er enginn að segja að ekki eigi að hjálpa mönnum sem þurfa hjálp. En það á ekki að gefa þeim neina sérstaka vorkunn fyrir að þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna, hvort sem þessar gjörðir voru án eða undir áhrifum vímugjafa.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.11.2010 kl. 15:37

27 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ingibjörg, það er algjörlega útí hött að bera saman mann sem drepur annan mann beint og fíkil sem reynir að smygla fíkniefnum innvortis.

Ég setti þetta ekkert þannig upp og minntist ekkert á fyrirgefningu. Ég var að gagnrýna sjálfsupphafningu fólks á kostnað fíkils.

Hörður Sigurðsson Diego, 19.11.2010 kl. 16:53

28 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það er bara alls ekki út í hött Hörður. En hinsvegar að vera gera lítið úr því að maður flytur inn fíkniefni í massavís (sem er svo selt á markaði sem beinir sér að nýjum og ungum viðskiptavinum) bara vegna þess að innflytjandinn á svo bágt, útaf sinni fíkn, er algerlega út í hött.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.11.2010 kl. 19:34

29 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ég var ekki að gera lítið úr neinu. Vinsamlega hættu að leggja mér til hugsanir, orð og tilgang Ingibjörg. Ég var að gagnrýna fólk sem fordæmir án þekkingar og lyftir sjálfu sér upp á kostnað annarra eins og bæði greinarhöfundur og allir sem tóku undir með honum gerðu hér fyrir ofan.

Hörður Sigurðsson Diego, 19.11.2010 kl. 19:44

30 Smámynd: Kommentarinn

Lélegt dæmi Ingibjörg. Að drepe einhvern beint er ekki það sama og að gera eitthvað sem kann að leiða til þess að einhver drepi sig er ekki sambærilegt. Ef ég ætlaði að koma með lélegt dæmi einu leveli langsóttara þá myndi ég leggja fulla manninn að jöfnu við einhvern sem kaupir íþróttaskó hjá fyrirtæki sem þrælar börnum til dauða í verksmiðju í asíu.

Svo er ég líka sammála Agli hérna að ofan. Það yrði hagsælasta leiðin. Í núverandi kerfi erum við bara að framleiða glæpamenn á færiböndum. Svo berjumst við við ofbeldið sem kerfið skapar með meira ofbeldi.

Kommentarinn, 20.11.2010 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband