Ég er í vanda, ég þarf hjálp!

jafnrettiÞað verður kosið til stjórn- lagaþingsins eftir slétta viku og kominn tími til að undirbúa sig aðeins.

Ég settist því niður með kynningarblaðið um frambjóð- endur og þegar ég hafði þvælst fram og aftur um blaðið, hafði ég myndað hóp 25 manna og kvenna sem ég taldi að mest erindi eiga á þingið og stæðu næst  þeim hugmyndum sem ég hef sjálfur um stjórnarskránna og tilgang þingsins.

Ég var býsna ánægður með unnið verk þar til ég áttaði mig á kynjaskiptingu kandídatanna minna. Mér brá heldur betur í brún þegar ég sá að mér hafði orðið illilega á í messunni og þverbrotið jafnréttishugsjónir samtímans, því á blaðinu voru nöfn 16 kvenna og 9 karla.

Nú stend ég frammi fyrir erfiðri ákvörðun, í mér togast á, skynsemin annarsvegar og útgefin jafnréttisformúla hinsvegar.

Á ég að láta listann minn standa og hundsa með öllu kynjajöfnunarkröfur samfélagsins,  EÐA á ég að henda út af listanum mínum 4 til 5 hæfum konum fyrir jafn marga minna hæfa karla til að þjóna steingeldri kynjajöfnunarkröfu?

Hvort er líklegra til að þjóna landinu okkar betur, kynjajöfnun eða mannkostir og hvort er líklegra til að skila okkur meira réttlæti og jöfnuði, veit það einhver?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Axel minn, jafnan !

Bezti kostur þinn; er að HUNZA sýndar kosningarnar, sjálfar.

Þessi dúsa; sem óráðssíu Stjórnarráðssetarnir stungu upp í hina sjálfumglöðu og leiðinlegu Guðrúnu Pétursdóttur (frænku Björns Bjarnasonar og Bjarna benediktssonar (yngra)), var til þess ætluð, að slá ryki einu, í augu íslenzks almennings.

Sá er verkurinn; Axel minn.

Með kveðjum góðum, vestur yfir fjallgarð /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 18:18

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef aldrei hundsað kosningar Óskar, tel þær minn æðsta rétt og skyldu, en auður seðill er líka atkvæði.

Hvernig verður heimasetan túlkuð í þetta sinn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.11.2010 kl. 18:25

3 identicon

Heill á ný; Axel minn !

Jah; haf þú mín ráð. Annars; get ég vart leiðbeint þér, að nokkru.

En; almennt. Kosningar; eftir fall Lýðveldisins, Haustið 2008, þjóna þær nokkrum tilgangi, hvort eð er ?

Með; ekki lakari kveðjum, en þeim fyrri /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 18:29

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eru kosningar hér eftir marklitlar, Óskar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.11.2010 kl. 18:37

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég er algerlega lost í þessu stjórnlagaþings dæmi.

En annars, er ekki bara fínt að hafa konurnar í meirihluta ?

Sjálfur var ég að pæla í hvernig strategíu maður ætti að nota: td bara ungt fólk ? bara eldra og reynslumeira fólk ? skipta til helminga ? ..Vá eða taka bara sigtið á Jón Val , Ástþór Pétur Gunnlaugs og kompaní og taka góða dýfu í klikkuninni....Jam..sá á völina......

hilmar jónsson, 20.11.2010 kl. 19:02

6 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Já; Axel minn. Svona; áþekkar sýndar lýðræðinu, hjá Mugabe gamla, suður í Zimbabwe - og öðrum, áþekkum honum, sýnist mér.

Með; þeð sömu kveðjum, sem fyrri /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 19:27

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hallast frekar að konum, en ég sé ekki betur en femínistaformúlan meini mér það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.11.2010 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband