Gaf Sarah Palin skotleyfi á Gabrielle Giffords?
10.1.2011 | 19:57
Sarah Palin fyrrverandi varaforsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, sem varð helst þekkt fyrir augljósan greindarskort í kosningabaráttunni, hefur enn á ný undirstrikað að ekki er allt með felldu í heilabúi hennar. Sarah Pallin var ein af svokölluðu Teboðspartíi Repúblikanaflokksins, grúppu sem líklegast yrði víða flokkuð til Nasisma, hugmyndafræðilega séð.
Margir líta á frú Pallin sem sína vonarstjörnu sem frambjóðanda Repúblikanaflokksins gegn Obama í komandi forsetakosningum í nóvember 2012.
Þessi elskulega kona setti á heimasíðu sína kort af Bandaríkjunum, setti riffilsigti á þau fylki sem höfðu þingmenn sem hún taldi að þjóðin þyrfti að losa sig við. Eitt riffilsigtið af þremur á Arizona var eyrnamerkt Gabrielle Griffords, þing- konunni sem var skotin ásamt sex öðrum á dögunum.
Textinn á kortinu er: Við höfum skilgreint vandann. Hjálpið okkur að leysa hann.Svo er að sjá að þessi sjúki byssumaður hafi svarað kalli frú Palin. Palin fjarlægði riffilsigtin af Arizona í kjölfar árásarinnar og var svo ósvífin að votta aðstandendum þingkonunnar samúð sína.
En eftir standa öll hin riffilsigtin á heimasíðu tussunnar og bíða þess að einhverjir sækóar svari kalli hennar um nýtt morð!
Hún yrði þokkalegur forseti, tussan sú arna.
Sjáum hvað Gabrielle Griffords, þingkonan sem var skotin, hafði um þessa taktík Palin að segja:
Palin gagnrýnd fyrir þráðkross | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 12.1.2011 kl. 17:56 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er svo súrealískt fyrirbæri að mann hreinlega svimar.
Og þetta er slepjan sem Bjarni Ben, hrunflokkurinn og náhirðarlufsurnar hér á blogginu tilbiðja.
hilmar jónsson, 10.1.2011 kl. 20:16
Já, Bjarni Ben. er ansi tvöfaldur í roðinu og mikil blessun að hann er valdalaus, jafn viljugur og hann er til að skríða fyrir lögregluríkinu um leið og það hnykklar vöðvana.
Georg P Sveinbjörnsson, 10.1.2011 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.