Þarf frekari vitnanna við?

siggi g guðjónsEf Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar segir hann saklausan, þá þarf ekki frekari vitnanna við. Enda hefur Sigurður ekki lagt í vana sinn að verja einhverja skúrka til að koma þeim undan réttvísinni.

Og það sem meira er um vert þá veit Siggi hver er sekur og liggur ekki á því. Það er að sjálfsögðu ekki karlinn í brúnni, skjólstæðingur hans, sem ber ábyrgð á strandi bankans heldur einhver hásetaræfill sem hafði ekkert með siglinguna að gera.

Ef vammlausir lögfræðingar eins og Sigurður G. Guðjónsson geta ekki lyft þjóðarandanum upp á hærra plan með réttsýni sinni og yfirlýsingum, á þessum síðustu og verstu tímum, er vandséð hverjum takist það. 


mbl.is Engin skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hann var rosalega sannfærandi hann Sigurður. Eftir að hafa hlustað á hann er ég á því að allir séu sekir nema Sigurjón...

hilmar jónsson, 14.1.2011 kl. 18:25

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hafa víða blikað tár á hvarmi yfir þessu ranglæti öllu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.1.2011 kl. 18:38

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er erfitt að toppa þessa færslu Axel :)

Finnur Bárðarson, 14.1.2011 kl. 18:42

4 identicon

Og þó það væri rétt  að Gunnar hefði fundið þetta upp. Er það afsökun fyrir  misgjörðim Sigurjóns ? Að lokum óska ég landsmönnum til hamningju með ávöxtun af bankareikningum sem þeir fengu um áramót. Vona að þeir séu ánægðir með þessa rausn

Öreiginn (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 19:17

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurði finnst það "mjög sérstakt" að meintur hönnuður einhvers kerfis skuli hafa kært annan mann fyrir að misnota það sama kerfi í ólögmætum tilgangi.

En með samskonar röksemdafærslu mætti segja að ef ég finn upp kúbein, þá væri það "mjög sérstakt" ef ég myndi kæra einhvern annan fyrir að stela téðu kúbeini og nota það til að fremja innbrot.

Þetta er augljóslega rökleysa, í raun væri afar eðlilegt að ég myndi kæra þjófinn, en jafnframt láta öðrum eftir málsmeðferðinna fyrst ég er tengdur kúbeininu. Þetta virðist vera keimlíkt því ferli sem einmitt er í gangi.

Ég hef ekki heyrt verri rökleysu af hálfu lögmanns frá því að lögmaður SP-Fjármögnunar túlkaði fyrir mér hugtakið "samningsfrelsi" á þann veg að samningar sem fela í sér lögbrot sé ekki bara löglegir heldur líka bindandi. Með öðrum orðum að ef A gerir samning við B um að fremja rán, þá sé B skylt að efna samninginn jafnvel þó að ránið sé lögbrot.

Ég legg til að þegar Kreppusafnið verður opnað í fyllingu tímans, þá verði þar stofnuð sérstök deild fyrir rökleysur, rangtúlkanir, útúrsnúninga, hreinar lygar og ýmsa aðra dellu sem hrotið hefur af vörum hinna ýmsu lögfræðinga, hagfræðinga, viðskiptafræðinga, annara sérfræðinga og ekki síst stjórnmálamanna sem hafa tjáð sig um einhver mál tengd fjármálahruninu.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.1.2011 kl. 20:45

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þeir eru margir viðbjóðslegir, siðblindir og ófyrirleitnir lagatæknarnir en ég held samt að fáir komist með tærnar þar sem Sigurður G. Guðjónsson hefur hælana hvað það varðar.

Guðmundur Pétursson, 15.1.2011 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband