Að banna sjálfan sig

Jóhann G. Jóhannsson tónlistarmaður er farinn í magnaða fýlu því honum finnst sinn hlutur fyrir borð borinn á Bylgjunni.

Hann hefur því ákveðið að banna alfarið flutning á sjálfum sér og sínum tónsmíðum á Bylgjunni. Hann vill allt eða ekkert!

Og nú eigum við, almenningur, sjálfsagt að bresta í grát.

Ég hef ákveðið að taka Jóhann á orðinu og fjarlægja tónlistina hans úr plötustaflanum og pakka niður í kassa.


mbl.is Bannar Bylgjunni að spila lög sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju er ekki Jóhanni bara sama, hlýtur að vera peningadrifin fýla.  Hver hlustar á Bylgjuna?  Þetta er bara drasl.  Gervihresst og mis vel gefið fólk að reyna að tala gáfulega.  Maður verður barasta þunglindur af því að hlusta á þetta, úff.  Mér finnst nú skársti hlutinn af Bylgunni vera tónlistin, þó hún sé oft mjög leiðinleg.  Sammála Jóhanni með ofspilun, það hefur náttúrulega verið mein á þessu útvarpi sem 365 haugurinn stendur fyrir.  Ég hlusta aldrei ótilneyddur á þetta.

Frikki (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 14:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er sjálfur enginn sérstakur aðdáandi Bylgjunnar. En Eigendur Bylgjunnar hljóta að ráða sjálfir sinni dagskrá og hvaða tónlist er flutt og hvort hún er "ofspiluð eða vanspiluð". Þeir hljóta að hanna dagskránna þannig að hún hafi hlustun, án hlustunar fá þeir ekki auglýsingar og þá er sjálfhætt.

Ég hygg að Jóhann hefði ekki farið í fýlu, væri hans tónlist ofspiluð á Bylgjunni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.2.2011 kl. 15:10

3 identicon

Það er hverjum höfundi hugverka ( þ.á.m. tónlist ) frjálst að leyfa, nú eða banna notkun á sínum verkum. Tónlistarráð Beyglunnar hefur löngum verið þyrnir í augum margra tónlistarmanna og lagahöfunda. Þekkt eru dæmi þess að hljómsveit hafi "fengið" tónlist sína spilaða á stöðinni gegn því að leika frítt í brúðkaupsveislu meðlims þessa svokallaða tónlistarráðs. Hin geðþekka sveit Milljónamæringarnir voru sendir með eitthvert lagið út af fundi tónlistarráðs með þeim orðum að það vantaði "lúppu" (einhversskonar teknóafbrigði) í það. og þannig má lengi telja. Ef fólk vill gersamlega láta sjóða niður í eyrun á sér þá stillir það á Beygluna, RÚV hefur þó alla tíð gefið flestum, ef ekki öllum færi á að koma sínu efni á framfæri og eiga mikið hrós skilið fyrir það. 365 hafa líklega ekki nema 30 - 40 lög á hverri stöð og spila þau gersamlega í hengla. Ef þið eruð ósammála því prófið þá að hlusta á einhverja stöð innan þeirra vébanda í heilan dag.

Jóhann G. er einfaldlega að framkvæma það sem aðrir hafa ekki haft kjark til að gera áður þó full ástða væri til. Svona mikilmennsku-rugl á náttúrulega ekki að líðast.

Ingi V. (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 16:28

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir sem ekki geta hlustað á Bylgjuna, eiga bara að stilla á aðra stöð, einfaldara verður það varla.

Nei það er ekki ásættanlegt  að mati sjálfskipaðra tónlistarmógúa sem þykjast vita upp á margklofið tussuhár hvernig þroskaður tónlistarsmekkur manna á að vera og vilja því taka völdin af eigendum Bylgjunnar og segja þeim fyrir um hvað skuli spilað á stöðinni og hvað ekki og það jafnvel þó mógúlarnir sjálfir hlusti ekki á stöðina, auðvitað af einskærri umhyggju fyrir hlustendum stöðvarinnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.2.2011 kl. 16:48

5 identicon

Alveg eins og 365 miðlar ráða hvaða tónlist þeir spila, þá ræður JGJ hvort þeir spila hans tónlist.  Áður fyrr var það spurning hver var útgefandi,  en ég er ekki svo viss um að það gildi eins sterkt í dag,  því að í þá daga var nánast ekkert spilað af tónlist sem var ekki var frá Skífunni.

Kristinn (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 17:09

6 identicon

Því miður eru það hvorki gömul sannindi né ný hversu lélegur og leiðinlegur tónlistarflutningur Bylgjunnar er. Þeir hafa eingöngu spilað það sem eigendum hverju sinn i hæfir og það er þeirra réttur og val. Eigandinn á þetta og ræður þessu sjálfur. Við getum skipt um stöð það er okkar val eins og það er val JGJ að banna flutning á sínum hugverkum, hann á þessi verk og ræður hvar og hvenær þau eru flutt. Hvort sem það er gert af einhverjum þeim hvötum sem hér að ofan eru nefnd eða ekki. Þegar að ég hlustaði á þessa stöð þá var það akkúrat það að eingöngu Skífutónlist var spiluð og ofur leiðinlegir útvarpsmenn sem urðu til þess að ég skipti um stöð fyrir fullt og allt. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 20:16

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Að sögn Pálma Guðmundssonar framkvæmdastjóra dagskrársviðs 365 miðla hefur Jóhann G.  leigt höfundarréttinn að sínum lögum til Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF), sem bylgjan sé með samning við og því geti hún spilað lögin hans áfram. 

Ef þetta er rétt, þá sé ég ekki að Jóhann  G. fórni sjálfur nokkru í þessum vindmyllubardaga sínum en láti STEF taka skellinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.2.2011 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband