Öflugar umbætur, eða þannig

Eftir mótmæli í Óman undanfarnar vikur, og kröftugar kröfur íbúana um umbætur á stjórnarfari landsins, veitti Qaboos bin Said Al Said   soldáninn í Óman, þingi landsins í dag löggjafarrétt og vald til að setja reglugerðir. Ekkert minna! En líklega á sá gamli síðasta orðið eftir sem áður.

oman-QaboosHvert ætli hafi verið hlutverk hinna 84 þingmanna fram að þessu, hafi þeir ekki haft vald til að setja svo mikið sem reglugerðir, hvað þá lög? Sennilega var þeirra hlutverk það eitt að hrópa „mikill er Allah“ einum munni í hvert skipti sem soldáninn opnaði munninn og lokaði honum aftur.

Auk þessa hefur soldáninn gert víðtækar umbætur í höllinni og skipt út 12 af 29 blævængja þjónum sínum.

Lýðræði eins og við þekkjum það á almennt langt í land í hinum Íslömsku mið-austurlöndum, hvað sem líður okkar væntingum. Og eitt er víst, við höfum nákvæmlega ekkert um það að segja.  


mbl.is Breytingar á stjórnarfari í Óman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Axel Jóhann; jafnan !

Fyrir mér; hefir Qaboos Sodán virkað, sem fremur hógvær og lítillátur leiðtogi, þar eystra. Hefir hann verið; í ágætum tengslum, við einn bræðra minna, þar um slóðir,, Ahmadjinadjad Persíu (Írans) forseta, og hvergi borið skugga á, þeirra samskipti.

Ýmsir annmarkar; kunna að vera á stjórnarháttum, þar; í Múskat borg, höfuðstað þeirra Ómana, en hjálpi þeim allir  Heilagir, tækju þeir upp viðlíka ''lýðræði'', sem við Íslendingar búum við - og höfum gert, allt of lengi, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum,sem æfinlega /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 14:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innleggið Óskar. Hvenær heldur þú að það renni upp fyrir Bandaríkjamönnum að það sé gersamlega vonlaust að troða vestrænum gildum upp á þennan heimshluta?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.3.2011 kl. 15:27

3 identicon

Heill á ný; Axel Jóhann !

Mjög seint; munu Bandaríkjamenn kveikja, á sínum Halogen perum, svo dugi.

Uppskafningurinn; Barack Obama, er eins og hver önnur strengja brúða, í höndum Pentagon og CIA - fyrir nú utan hann, með lengri viðveru, eða þá, skemmri. Eiga þeir; sér ekki væntingar miklar, til Söruh Pálínar (Palin) kerlingar, vestur í Alaska - hver; ku sjá inn um eldhúsgluggana, í sumarbústað Pútíns, á Kyrrahafsströnd Rússlands - líkt og; inn um stofu glugga Kim jongs- Il, í Norður Kóreu, heiman frá sér ?

Að minnsta kosti vona ég; að fornvinur minn, Jón Valur Jensson, muni vera búinn, að sjá við vélum Pálínar kerlingar. Hann var; ekki svo lítið, hrifinn af hennar framgöngu, hér um árið.

En; kannski, eiga Bandaríkjamenn ekki, öllu frekari gáfnaljós, en þau Obama og Pálínu kerlingu, í sínum fórum. Þá; er það þeim, hið mesta vorkunnarmál, Axel Jóhann. 

Ekki; amalegir valkostir, Bandarísku Heimsvaldasinnanna, Axel minn, svo sem.

Með; ekki lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.