Ameríski draumurinn

Það vantar ekki að Bandaríkjamenn hafi lausnirnar á takteinum til „úrbóta“  á helstu þjóðarskömm og ómenningu þess annars ágæta samfélags.

ameríski draumurinnÞað virðist einu gilda hversu hryllilegar og ógnvekjandi fréttir berast af reglubundnum byssubardögum og fjölda- morðum í skólum og víðar, lausn á vandanum er alltaf ein og sú sama, að fjölga byssum í umferð og rýmka heimildir til vopnaburðar.

Það er afar ólíklegt að það hefði bjargað þingkonunni Gabrielle Giffords, nema síður væri,  þótt hún hefði haft byssur í hulstrum á báðum mjöðmum og krosslagt skotbelti yfir brjóstin. Hefði hún náð að rífa upp hólkana, hefði kúlunum „í umferð“ aðeins fjölgað með auknu mannfalli.

Það stefnir allt í það að villta vestrið verði endurvakið með öllum sínum „rómans“.

  


mbl.is Þingmenn vilja ganga með byssur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 15.3.2011 kl. 11:36

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta myndskeið Ásdís.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.3.2011 kl. 12:19

3 identicon

Flestir myndu fagna því að fá lágu glæpatíðni villta vestursins aftur.

Karl (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 12:38

4 Smámynd: Björn Birgisson

Segja Kanarnir ekki alltaf að byssur drepi ekki, það geri bara sá sem á vopninu heldur.

Björn Birgisson, 15.3.2011 kl. 13:12

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Lágu glæpatíðni villta vestursins Karl? Ég hlýt að taka þessu sem gríni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.3.2011 kl. 13:29

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jú Björn,  byssur drepa ekki heldur höndin sem á henni heldur segja kanarnir, en þeir hafa ekki enn áttað sig á að vopnlaus hendi drepur ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.3.2011 kl. 13:45

7 identicon

Alls ekki.

Ég mæli með því að lesa frekar sögubækur um villta vestrið en að nota kvikmyndir og teiknimyndablöð sem heimildir. 

Sem dæmi: 

  • In Abilene, Ellsworth, Wichita, Dodge City, and Caldwell, for the years from 1870 to 1885, there were only 45 total homicides.  This equates to a rate of approximately 1 murder per 100,000 residents per year.
  • In Abilene, supposedly one of the wildest of the cow towns, not a single person was killed in 1869 or 1870.

Sama sagan er með fræg illmenni og skotbardaga sem hafa verið ýkt með tímanum.

Að trúa þessum sögum er eins og að trúa að það hafi verið allt morandi í draugum og skrímslum á Íslandi síðastliðin 1000 ár.

Alveg rétt Björn. Ég veit ekki til þess að nokkur byssa hafi tekið ákvörðun um að drepa nokkuð.

Fólk hefur verið drepið með skrúfjárnum, tannburstum, ríkisstjórnum ofl. Ekki sé ég mikið talað um að banna þá hluti.

Síðast þegar ég athugaði þá var fólk líka drepið áður en skotvopnið var fundið upp. Mannkynið hefði varla náð svo langt ef steinaldarmennirnir hefðu tekið sig saman og bannað eggvopn og kylfur.

Karl (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 13:52

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Karl, hér er talað um morð, manndráp margskonar, hvað þá mannvíg í "sjálfsvörn" voru ekki flokkuð til morða.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.3.2011 kl. 14:09

9 identicon

Er mannvíg í sjálfsvörn glæpur eða ósiðlegt?

Var þá mikið að gera í sjálfsvarnarmorðum? Sé ekki hvernig það borgaði sig þá að vera glæpamaður. Ég væri til í að sjá þessar tölur um að fólk hafi verið að drepa hvort annað á fullu löglega. Þetta er allt þjóðsaga.

Karl (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband