Mulningur #61

Hannes fékk páfagauk í afmælisgjöf en komst fljótt að því að gaukurinn var með afbrigðum skapvondur og orðljótur. Hannes gerði allt sem honum datt í hug til að venja fuglinn af þessum ósið, hann var sjálfur ekkert nema kurteisin og við fuglinn og spilaði hugljúfar ballöður fyrir hann og reyndi með því að sýna honum gott fordæmi. En ekkert gekk upp.

Hannes prófaði að skamma fuglinn, sem svaraði honum aðeins fullum hálsi. Hann hristi búrið en gaukurinn varð bara enn skapverri og orðljótari við það. Hannes vissi nú ekki sitt rjúkandi ráð og í örvæntingu sinni tók hann fuglinn og setti hann í frystikistuna.

Mad-Green-ParrotÍ smá stund heyrðust ógurleg læti úr kistunni, fuglinn sparkaði, gargaði og bölvaði -- en skyndilega datt á dúnalogn og ekki eitt einasta hljóð heyrðist í drjúgan tíma. Hannes óttaðist  að hann hefði skaðað fuglinn og opnaði kistuna í hasti. Páfagaukurinn var hins vegar hinn spakasti og steig upp á útrétta hönd Hannesar og sagði:

"Að undanförnu hefur hegðun mín og orðbragð ekki verið til eftirbreytni og sennilegast hef ég móðgað þig. Ég mun þegar í stað taka mig rækilega á og breyta þessari hegðan minni. Mér þykir verulega leitt hvernig ég hef látið og bið þig innilega fyrirgefningar."

Hannes varð orðlaus af undrun og var um það bil að stama upp spurningu, hvað hefði valdið hugafarsbreytingu gauksa,  þegar páfagaukurinn hélt áfram:

"Bara svona fyrir forvitnisakir, án þess að ég ætli að gera mál úr því, hvað gerði kjúklingurinn í frystikistunni eiginlega af sér?"

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Þrælgóður!

Björn Birgisson, 16.3.2011 kl. 16:17

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Vinkona mín átti páfagauk sem þau á heimilinu kölluðu Bútsí. Þetta var selskapspáfagaukur, en hann lærið fjótt aða tala eftir að fjölskyldan lagðist á eitt að kenna honum.

Svo gerðist það að Bútsí þagnaði og virtist ákaflega leiður, steinþegjandi og neitaði alfarið koma út úr búrinu dögum saman.

Hann verður að fá kærustu sagði fjölsk.faðirinn, dreif sig af stað með það sama og innan stundar fann hann glæsilega dömu handa Bútsí.

Fuglinn lifnaði allur við, og gaf frá sér mikið blísturshljóð og dansaði nánast í kringum dömuna. Eftir miknn forleik hoppaði vinurinn á bak og undi sér vel, en atgangurinn var svo mikill að hann datt af baki og lenti á gólfi búrsins. Það stóð hann smástund, hristi sig síðan, og sagði svo hátt og hvellt, Bútsí bjáni.

Bergljót Gunnarsdóttir, 16.3.2011 kl. 18:12

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessi var góður Bergljót!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2011 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.