Hvenær má og hvenær ekki?

Fráleitt og seint verð ég talin stuðningsmaður einræðisfanta á borð við Gaddafi Líbýueiganda. En stöldrum aðeins við og horfum til baka, hvað er að gerast í Líbýu?

Er ekki hafin bylting í Líbýu? Síðan hvenær hefur það verið talið óeðlilegt að yfirvöld í viðkomandi landi geri viðeigandi ráðstafanir til að bæla slíka uppreisn niður? Hvað myndu Frakkland, England, Bandaríkin eða Rússland gera í þannig uppákomu?

Er Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að segja að framvegis verði allar uppreisnir gegn ríkjandi stjórnvöldum bannaðar? Verða byltingar framvegis bannaðar, góðar byltingar jafnt sem slæmar?

Get ég treyst því, að hefji ég á morgun uppreisn gegn íslenskum stjórnvöldum, að NATO komi mér til hjálpar og banni íslensku lögreglunni að amast við uppreisninni, að viðlagðri refsingu? 


mbl.is Öryggisráðið heimilar loftárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Samála þér Axel Jóhann.  Á sama tíma eru stjórnvöld að murka tóruna úr óvopnuðum mótmælendum í Barein, Jemen og fleiri löndum án þess að öryggisráðið sjái nokkra ástæðu til að funda um málið.  Það virðist vera að þegar fólk mótmælir þá þurfi tvennt að koma til, til þess að örygissráðið skerist í leikin, olía og ábatasöm vopnasala.

Magnús Sigurðsson, 18.3.2011 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.