Virkilega sjúkt

Þegar Browning M1911 handbyssan hefur fengið þann virðingarsess að vera opinber byssa Utah fylkis þarf hún þá ekki að vera til á hverju heimili og minnst ein á mann?

Hvað kemur  næst hjá þeim í Utha, fylkismorðinginn eða fylkisnauðgarinn?

 


mbl.is Utah velur ríkisskotvopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þeir klikka ekki í Utah.  Ég var í skóla í BNA og einn kennarinn var frá Utah, með einkanúmerið UTAH I á bílnum sínum.  Þegar þú sérð það í baksýnisspeglinum sérðu I HATU. ;)

Þetta var kvenkyns kennari, mamma hennar gaf henni númerið og þær höfðu ekki hugmynd um þetta.

Lúðvík Júlíusson, 19.3.2011 kl. 15:38

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

 Eru þeir ekki bara snarklikkaðir upp til hópa þarna fyrir vestan Atlantshafið?, það sem þeim dettur í hug ríður ekki við einteyming. Þó vitað sé að Bandaríkin eigi marga gáfaða og góða, til góða, virðist þessi harka í samskiptum og óþolinmæði lygasögu líkust.

Þegar samfélag hegðar sér svona byrja unglingar að skjóta kennara sína, skólafélaga og jafnvel foreldra.Svo verða allir óskaplega hissa og virðast ekki skilja neitt í neinu! "So help me God" eins og þeim er svo tamt að segja sjálfum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 19.3.2011 kl. 20:14

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fyndin saga og sorgleg í senn,  Lúðvík

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2011 kl. 13:54

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er undarlegt, Bergljót að ekki þarf annað en nefna orðið kommúnismi upphátt til að setja Bandaríkjamenn gersamlega á hliðina, á sama tíma  daðra þeir við enn verri öfgar - til hægri.

Harður Fasismi er staðreynd í Repúblikanaflokknum. Demókrataflokkurinn, "vinstriflokkurinn í Bandaríkjunum", er líka hægriflokkur t.a.m. er  Sjálfstæðisflokkurinn íslenski er að mestu leiti vinstra megin við hann.

Því lengra sem menn eru til hægri, þar vestra, því nær telja þeir sig standa Guði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2011 kl. 14:11

5 identicon

Bara svo ég skilji þetta rétt; þið eruð dauðhrædd við verkfæri og eruð að kalla þá sem nota það brjálaða?

Karl (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 20:47

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hvaða verkfæri? Það er mikill munur á verkfærum og drápstólum, ef þú hefur ekki séð það.

Bergljót Gunnarsdóttir, 20.3.2011 kl. 20:59

7 identicon

Verkfærið M1911. Ég veit ekki til þess að það hafi sjálft tekið upp á því að drepa nokkurn frekar en skrúfjárn, hamar eða veiðihnífur. Keyrir þú nokkuð í vinnuna á drápstólinu sem þeir kalla bíl?

Karl (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 21:06

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það er ekki brjálað fólk sem notar venjuleg verkfæri í daglegu lífi. En að taka upp byssur með þeim eina ásetningi að drepa er allt annar hlutur. Þetta eru undarlegir útúrsnúningar hjá þér, svo ekki sé meira sagt.

Ég vona að Íslendingar taki aldrei upp á því að leyfa almenna byssueign inni á heimilum, fólki sem kann ekkert með þær að fara. Auk þess sem ég vona að það komi aldrei að því að við þurfum að verja okkur hvert fyrir öðru.

Bergljót Gunnarsdóttir, 20.3.2011 kl. 22:08

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bílar eru ekki hannaðir til manndrápa Karl, þótt þeir geti orðið fólki að bana. Hinsvegar eru flestar byssur hannaðar og framleiddar í þeim eina tilgangi að drepa fólk. Það er aumkunarvert að þykjast ekki sjá það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2011 kl. 22:40

10 identicon

Ég er nokkuð viss um að brjálað fólk hafi flest notað verkfæri á einhverjum tímapunkti ævi sinnar. Er s.s. fólk sem notar byssur brjálað? Gera byssurnar fólk að morðingjum? Hvers konar fólk er það sem er ekki hægt að treysta með byssu? Er hægt að treysta því yfir höfuð? Sjálfur hef ég margoft notað byssu, en aldrei myrt manneskju. Svo má nefna það að það deyr ekki einhver í hvert skipti sem byssa er tekin upp. Þetta er undarleg hræðsla hjá þér og mörgum öðrum, og sorglegt vantraust sem þið berið til annarra manneskja.

Hver segir til um hver er hæfur eða óhæfur til að fara með byssu? Eru skriffinnar ríkisins búnir einhverjum mætti til að dæma um það betur en hver og einn einstaklingur? Hvað meinarðu með síðustu setningunni þinni? Vegna þess að þú hefur aldrei lent í slæmri stöðu þá getur það ekki gerst að annað fólk lendi í henni? Hver eru þessi 'við'? Þau eru ófá morðin og líkamsárásirnar sem hefðu getað farið betur hefðu fórnarlömbin getað varið sig almennilega.

Axel: Byssur eru hannaðar til þess að koma málmi á ákveðinn stað með miklum hraða. Þær eru öryggistól. Er bara hægt að drepa fólk? Hvað með önnur dýr? Eða gera gat á pappaspjald? Þarf maður að drepa fólk í hvert skipti sem maður dregur upp byssu? Í mörgum tilfellum hefur fólki tekist að koma sér frá múgi með því að draga upp byssu og ekki hleypa af skoti. Hvað er að því að verja sig eins vel og maður getur? Er þá ekki eitthvað að því að nota bílbelti? loftpúða? Þess má geta að í Bandaríkjunum deyr árlega fleira fólk af bílum en byssum.

Ef ég labbaði hvert sem er, væri þá í lagi fyrir mig að berjast fyrir banni á bílum, þar sem ég nota þá ekki?

Karl (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 23:04

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Æi greyið mitt láttu ekki eins og kjáni Karl, auðvitað er hægt að drepa fólk með ólíklegustu hlutum, líka úr leiðindum eins og þú ert að reyna hérna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2011 kl. 23:35

12 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Vá. Á ég að hringja á vælubílinn? Eða er hann hættur að fara heim til þín, Karl?

Held það sé ívið algengara að fólk versli sér byssur frekar en skrúfjárn eða naglaklippur, þegar ætlunin er að verða einhverjum að bana. A.m.k. hef ég ekki heyrt um neinar klíkur sem ganga um með snyrtiveski eða verkfæratöskur, í þeim tilgangi að verða "óvininum" að bana.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 20.3.2011 kl. 23:39

13 identicon

Vælubílinn? Þessi er nýr og alls ekki ofnotaður. Hvernig er það sem ég er að segja væl? Það er ekki ég sem væli af hræðslu við byssur.

Rétt, fólk hefur verið drepið með ýmsum hlutum og að banna byssur heldur fólki ekki frá því að drepa. Að leyfa byssur lætur fólk heldur ekki drepa. Eina sem það gerir er að gera löghlýðnum borgurum kleift að verja sig.

Karl (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 23:48

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Verja sig fyrir öllum hinum byssunum eða þeim sem gera árás á þig með ískáp í annarri hendi og bíl í hinni?  Börn sem komast í vopnin, bana sér eða öðrum börnum, hverju eru þau að verjast?

Þeir sem storma inn í búðir og banka með byssur á vopni eru þeir að verja sig fyrir ofríki afgreiðslumananna eða gjaldkerana? Þeir sem skjóta fólk á götum úti, í skólum,  fyrir hverju eru þeir að verja sig, heimsku?

Gegn heimsku eru byssur algerlega gagnslausar, það verður jafnvel þú að viðurkenna Karl.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2011 kl. 00:14

15 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Gerir það löghlýðnum borgurum kleyft að verja sig? Það var og!

Ertu sumsé að segja mér, að skjóti einhver á þig, þá muni byssan í buxnastrengnum þínum reisa upp einhversskonar aflsvið í kringum þig, sem beinir byssukúlum í aðra átt?

Eða koma allar byssur með +20 telekenesis, sem gerir það að verkum að hugur þinn verður svo sterkur að þú getur brotið byssukúluna upp í frumeindir áður en hún kemur að þér?

Að líkja þessu við "drápstól" á við skrúfjárn, bíla og saltkringlur, er einungis móðgun við greind þína, og annarra. Jújú, þú getur alveg drepið mann og annan með auðveldustu hlutum. En eins og var bent á hér fyrir ofan, þá eru þessir hlutir ekki framleiddir með það í huga að þeir skuli notaðir til drápa, heldur einungis til þæginda og hagkvæmda.

Þess vegna hefur mér hefur alltaf þótt það einkar athyglisvert, að byssu-unnendur virðast svo sannfærðir um ágæti byssunnar, að þeir leyfa sér að líta algjörlega framhjá þeirri staðreynd að þær eru framleiddar með þeim eina tilgangi að bana fólki. Þetta er ekki lífgjafi.

Þetta eru engin leikföng. Um leið og þú ert farinn að "verja" þig með þessu, þá ert þú með því sama orðinn morðingi. Þetta er ekki Star Trek. Þú stillir tólið ekki á "rota" og svo vaknar viðkomandi bara í góðu lagi seinna meir með smá höfuðverk. Að vera skotinn með byssu veldur í það minnsta alvarlegum sárum.

Bandaríkjamenn eru líka fyrir löngu síðan farnir að finna fyrir því, að byssur valda meiri vandamálum en þeir leysa. Samt lemja þeir höfðinu alltaf í steininn, og vilja leysa vandamálið með rót vandans. En slíkt verður seint talið gáfulegt.

Svo hefur mér alltaf fundist frasinn, "Guns don't kill people. People kill people." fremur hvimleiður.  Þetta er svipað og að segja að það var kakan sem drap manninn, ekki eitrið í henni.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 21.3.2011 kl. 00:30

16 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Karl sestu bara niður og hugsaðu málið. Ég trúi ekki öðru en þú sjáir hversu hversu rakalausar og kjánalegar þessar röksemdafærslur þínar eru. Annars myndi ég bara hreinlega halda að þú þyrftir hjálp.

Bergljót Gunnarsdóttir, 21.3.2011 kl. 01:05

17 identicon

Ekki vernda sig fyrir hinum byssunum. Hversu oft þarf að taka það fram að byssur eru ekki lífverur sem taka meðvitaðar ákvarðanir? Vertu ekki svona barnalegur Axel, heldurðu að það sé ekki til fólki í heiminum sem vill manni illt, reynir að stela af manni o.s.frv. ? Byssur eru góð vörn gegn þeim, sama hvaða vopn þeir kjósa að nota.
Hlaut að koma að því að einhver minnist á að "banna þetta fyrir börnin". Er það s.s. rétt að banna fólki að nota vöru vegna þess að óábyrgir foreldrar eða forráðamenn hafa leyft börnunum sínum að leika sér með hana?

Það veit hver maður að glæpamönnum er sama um vopnalög og eiga eða bera sjálfir vopn.
Hvað eiga löghlýðnir borgarar að gera? Hvað er að því að bjóða upp á möguleikann að jafna leikinn? Það sést reglulega hvernig fer fyrir venjulegu fólki í átökum við glæpamenn.

Meiri vitleysan í þér Ingibjörg. Þú ert búin að setja upp þetta líkan af einni ákveðinni og ýktri aðstæðu, og hæðist að löngun og rétti fólks til þess að verja sjálft sig út frá þeim forsendum.
Ég vill koma með svipaðar forsendur gegn bílbeltum; Hvað heldurðu að bílbelti bjargi þér þegar þú klessir á 180 km/h á steypuvegg? Þú verður kássa sama hvað, svo það er algjörlega tilgangslaust að nota bílbelti.

Það eru mörg dæmi þar sem fólki hefur tekist að bjarga sér með hjálp byssu, og því meiri undirbúningur því betra. Vel æfður vopnaður einstaklingur á mun betri möguleika í þessari stöðu þinni þar sem einhver byrjar að skjóta á þig allt í einu. Hann hefur möguleika til að skjóta þennan einstakling og passa að hann drepi hvorki sig né neinn annan. Óvopnaður einstaklingur væri hjálparlaus.
Ef einhver brýst inn til manns um miðja nótt gæti byssa komið sér vel, og einnig ef maður verður vitni af ofbeldisverki. 

Það er einmitt móðgun við greind ykkar og almenna rökhugsun og skynsemi að halda að byssur, sem eru jú tól, séu sjálfgefið slæmar bara vegna þess að þið kallið þær ljóta nafninu "drápstól".
Þú getur spurt þig hvort byssan var hönnuð til þess að drepa eða til þess að aðrir dræpu þig ekki.

Byssur eru jú lífgjafar. Fólk hefur drepið hvort annað alveg frá upphafi. Með tilkomu byssunnar skipti ekki máli hver þú varst, þú fékkst möguleikann til að verja þig gegn hverjum sem er.

Enn og aftur, þá er byssa ekki notuð í hvert skipti sem hún er dregin upp. Það er áætlað (ómögulegt að vita svonalagað með nákvæmni samt) að fyrir hvert skipti sem einhver skýtur annan í sjálfsvörn hafi hann dregið vopnið sitt 5 - 7 sinnum áður án þess að nota það.
Þú sérð s.s. engan mun á því að drepa í sjálfsvörn og morði. Það get ég ekki hjálpað þér með.

Ég hef ekki tekið eftir því að Bandaríkjamenn séu farnir að finna fyrir neinu slæmu varðandi byssur. Hvert fylkið á fætur öðru slakar byssulögin sín og morðtíðnin hefur farið lækkandi í nokkurn tíma.

Ég fatta ekki síðustu líkinguna þína. Í þessari stöðu myndi frekar passa: Eitrið drap ekki, það var manneskjan sem setti það í kökuna.

Bergljót, sestu aðeins niður og hugsaðu: "Af hverju er ég hrædd við dauðan hlut? Held ég virkilega að fólkið í kringum mig breytist í morðingja við nærveru þessa hlutar?" Ef þú svarar seinni hlutanum játandi þá mæli ég með að þú komir þér í betri félagsskap.
Værirðu til í að útskýra nánar: "Annars myndi ég bara hreinlega halda að þú þyrftir hjálp." ? Hjálp við hverju? Er það lífsbætandi að vera á móti byssum?

Karl (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 10:53

18 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Útúrsnúningar og bull koma þér ekkert Karl.

Bergljót Gunnarsdóttir, 21.3.2011 kl. 11:10

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Enn súrnar grauturinn!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2011 kl. 11:37

20 identicon

Langt síðan ég hef séð svona sterka röksemdafærslu.

Karl (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 17:34

21 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það þarf ekki mörg orð!

Bergljót Gunnarsdóttir, 21.3.2011 kl. 19:28

22 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Bergljót Gunnarsdóttir, 21.3.2011 kl. 19:29

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 

Það róar taugarnar Karl  að vita að kisa er ekki varnarlaus, ein heima! 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2011 kl. 21:54

24 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Bergljót Gunnarsdóttir, 21.3.2011 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband