Vertíđin er hafin
20.3.2011 | 18:26
Ţá er fermingarvertíđ prestanna hafin. Árlegar fermingar eru prestunum í fjölmennum sóknum sem heilög vertíđ, Guđsgjöf nánast! Ţađ er bitur reynsla margra ađ ţessir ríkisstarfsmenn, ţjónar kirkjunnar, hreyfi vart legg né liđ í ţágu safnađarbarna sinna, nema fá fyrir ţađ sérstaklega greitt. Ţó er ţađ vafalaust misjafnt eins og prestarnir eru margir.
250 börn fermast í Grafavogskirkju ţetta áriđ ađ sögn eins prestsins í ţeirri sókn. Gjaldtaka fyrir hvert fermingarbarn er samkvćmt gjaldskrá Innanríkisráđuneytisins fyrir aukaverk presta, kr. 9.300,- sem gerir 2.325.000,- í fermingabónus fyrir ţá kirkju eina, ţetta áriđ, ţá eru önnur prestverk ótalin í ţeirri sókn.
Ég ćtla ađ leyfa mér ađ efast um ađ ţessi opinbera gjaldskrá ráđuneytisins sé alfariđ ráđandi viđ gerđ reikninga. Nýlega heyrđi ég í útvarpi frásögn manns sem fékk reikning fyrir útför náins ćttingja. Ţar var, auk annarra ţátta, rukkađ sérstaklega 8000,- kr fyrir akstur prestsins í sambandi viđ jarđaförina. Ţetta var ţrátt fyrir ađ reikningsgreiđandinn hefđi sjálfur sótt prestinn og ekiđ honum heim ađ athöfninni lokinni. Ţegar hann spurđist fyrir hverju ţetta sćtti var svariđ ađ um stađlađan reikning vćri ađ rćđa!
Hvađ ćtli margir syrgjendur greiđi slíka stađlađa reikninga án athugasemda?
Hvađ ćtli stórt hlutfall af ţessum aukagreiđslum til presta rati inn á skattaskýrslur? Hvađ ćtli margir gefi skattinum upp ţessar aukagreiđslur, sem ég held ađ séu oftar en ekki reikningslaus viđskipti.
![]() |
Fermt í Grafarvogskirkju |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Facebook
Athugasemdir
Sćll, stađreyndin er nú sú ađ ćttingjar greiđa ekkert fyrir útfarir. Sú greiđsla kemur úr sjóđum kirkjugarđanna. Ţannig ađ ţetta er tćpast rétt hjá ţér.
Kv. Ólafur Jóhann
Ólafur Jóhann (IP-tala skráđ) 20.3.2011 kl. 21:53
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.