Við getum launað Bretum og Hollendingum lambið gráa með því að samþykkja Icesave, því þeir munu aldrei sjá eina einustu krónu, samkvæmt áræðanlegum heimildum.

Það er gæfa okkar Jarðarbúa að eiga alltaf nóg af sjálfskipuðum „umboðsmönnum“ Guðs, sem beintengdir eru við almættið, okkur hinum fákænu til leiðbeiningar hvernig lífi okkar verður best hagað. Við Íslendingar eigum heimsmet í þessum málaflokki  eins og öðrum, miðað við höfðatölu auðvitað.

Á stokk hefur stigið Amerísk Guðsgjafaþula af þessu tagi, útvarpspredikarinn Harlold Camping, sá er ekki af verri endanum, hann á og rekur stórann söfnuð með áhangendum um allan heim.  Camping þessi , sem hefur gaman að leika sér með tölur og þá aðallega með $ merki fyrir framan, hefur reiknað út að heimsendir verði 21. maí n.k. kl. 14 að íslenskum tíma. 

Nú kunna einhverjir að tengja þetta við samþykkt Icesave samningsins, sem þá verður frágengið, en svo er ekki,  því þetta tengist krossfestingu Krists og engu öðru. Kristur var eins og allir vita krossfestur  allnokkru fyrir tíma Icesave eða nánar tiltekið 1. apríl 0033 kl. 14 að íslenskum tíma.

Dagsetningu heimsendis  fékk Camping út með því að margfalda saman heilögu tölurnar þrjár, 5, 10 og 17 og það tvisvar. Slíkt hefði auðvitað engum dottið í að gera nema með guðlegri forsjá. Þá fékk hann út  töluna 722.500,- og þann 21. maí n.k. – kl 14 – verða liðnir akkúrat 722.500 dagar frá krossfestingu Krists. Þegar þetta hefur verið opinberað liggur þetta ljóst fyrir og öllum auðskilið, einfaldara og eðlilegra verður það vart.

Við getum, í ljósi þessa staðreynda, launað Bretum og Hollendingum lambið gráa, samþykkt Icesave vitandi að þeir munu aldrei sjá krónu. Það verður gaman að sjá á þeim svipinn.

Það er þó einn fyrirvari sem vert er að hafa í huga í atkvæðagreiðslunni 9. apríl n.k., sem er að Harold þessi Camping hefur áður spáð heimsendi, sem kom og fór án þess að nokkur yrði hans var.

En til að hafa vaðið fyrir neðan mig þá ætla ég að vera búinn að vaska upp og fara með Bangsa í hádegisgöngutúrinn fyrir kl. 2 þann 21. maí, ef.....

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Ætli maður skreppi þá ekki í golf fyrir hádegi þennan örlagaríka dag!

Björn Birgisson, 27.3.2011 kl. 16:56

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki slæm hugmynd.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2011 kl. 16:57

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Æi,æi, svo er sagt að fjármálaráðherrann ætli að afhenda UK 26 milljarða þann 10. apríl n.k. upp í Icesavevextina.

Getum við ekki stoppað það af og notað aurinn til þess að landslýður fái almennilega erfidrykkju - svona rétt á meðan hann hefur heilsu til þess að njóta veitinganna?

Kolbrún Hilmars, 27.3.2011 kl. 17:54

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er það ekki bara ein hryllingssagan til að hræða litlu börnin?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2011 kl. 18:30

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jú auðvitað væri betra að nota aurinn í gott lokahóf!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2011 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.