Ótrúlegt flug 243 Aloha Airlines

Í þessari frétt mbl.is segir frá Boeing 737-300 flugvél Southwest Airlines, þar sem stykki rifnaði úr þaki flugvélarinnar á flugi. Lending tókst vel og aðeins urðu lítilsháttar meiðsl.

Hér eru hinsvegar myndskeið úr þáttaröðinni Air Crash Investigation um ótrúlegt flug 243, sem var innanlandsflug á Hawaii 1981 á vegum  flugfélagsins Aloha Airlines, þar sem flugvélin var líka Boeing 737.

Hér er sagt frá atviki af allt annarri stærðargráðu, en um getur í fréttinni,  stór hluti af búk flugvélarinnar sópaðist í burtu en flugmönnunum tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að lenda vélinni, sem hékk saman á bláþræði í bókstaflegum skilningi.

Sjón er sögu ríkari.

    
mbl.is 80 farþegavélar kyrrsettar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Satt Axel en það verður erfitt að toppa flug 243 Aloha Airlines, það var bara kraftaverk að vélin skuli hafa haldst saman og geta lent en í þessu slysi fórst ein manneskja sem var flugfreyja.

Þetta gerðist reyndar árið 1988.

Friðrik Friðriksson, 3.4.2011 kl. 15:23

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, satt er það Friðrik, það er kraftaverk að einungis skuli hafa orðið eitt banaslys í þessum ósköpum. Allir voru með beltin spennt, nema auðvitað flugfreyjan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.4.2011 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband