Hver vakti Björninn af værum vetrardvalanum?

Birnir sem vaktir eru af værum vetrardvalanum, óvænt og fyrir tímann hafa allt á hornum sér, viðskotaillir og afundnir.  Björninn  Bjarnason er engin undantekning á því. Björn þessi er raunar alltaf svo stirður og fúll í skapi að engu er líkara en hann sé ætíð nývaknaður, árið um kring.

Eins og annarra fýlu bangsa er siður þá ræðst Björninn á þann sem hann telur liggja best  við höggi, fjármálaráðherrann. Nærtækara væri fyrir Björn að beina fýlu sinni og fúkyrðum að formanni sínum, sem samþykkti Icesave III á Alþingi og mælir með því, eins og Steingrímur, að þjóðin geri slíkt hið sama. Bjarni Ben formaður Sjálfstæðisflokksins leggur þá, ekki síður en Steingrímur Sigfússon, blessun sína yfir þessa forkastanlegu stjórnarhætti.

Það er draumur bjarnarins að Sjálfstæðisflokkurinn komist sem fyrst til valda aftur. Það kæmi þá í hlut Bjarna Ben að festa í sessi þess nýju og forkastanlegu stjórnarhætti um leið og þeir félagar hjálpast svo að við að endurreisa  „heilbrigt og ábyrgt“ bankakerfi, eins og var á Íslandi fyrir hrun, eins og Björninn lætur sig dreyma um í nýlegri bloggfærslu.

Með því að segja já við Icesave er löppunum ekki aðeins kippt undan heilbrigðri bankastarfsemi og ábyrgð bankastjórnenda gerð að engu heldur einnig lagður steinn í götu framfara með opnum og heilbrigðum stjórnarháttum.  

"......og ábyrgð bankastjórnenda..." !  Tókuð þið eftir því?

 
mbl.is Forkastanlegir stjórnarhættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.