Misheppnuð sjálfshjálpartilraun

Bjarni Benediktsson leggur fram þessa vantrausttillögu í trausti þess að öll stjórnarandstaðan skili fullu húsi og Atli, Lilja og jafnvel Ásmundur og Guðfríður snúist á sveif með stjórnarandstöðunni. Bjarni, sem getur ekki einu sinni lesið sinn eigin flokk rétt og fékk aðeins 20 til 25% kjósenda Sjálfstæðisflokksins á sveif með sér í Icesave málinu, ætti ekki að reyna að spá í hvernig fólk í öðrum flokkum hugsar. Er Bjarni búinn að tryggja sér stuðning allra þingmanna Sjálfstæðisflokksins?

Atli og Lilja ganga ekki lengra í andstöðunni en að sitja hjá, því þótt þau hafi sagt sig úr þingflokki VG, þá er það þeim fráleitt  geðfeld hugsun að stuðla að valdatöku Íhaldsins og Framsóknar. Ásmundur og Guðfríður munu að sama skapi ekki bergðast.

Næsta ólíklegt verður að teljast að Framsóknarflokkurinn skili fullu húsi með þessari tillögu. Framsókn, hvað sem öllu rausi formannsins líður, leggur ekki í kosningar núna þegar afhroð blasir við í skoðanakönnunum. Hugmyndir einstakra þingmanna flokksins að ganga til liðs við stjórnina sanna það.

Hvað Hreyfingin gerir fer eftir því hve vænt þeim þykir um þingsætin sín, því standi þau að vantrausti og svo ólíklega færi að hún verði samþykkt með kosningum í kjölfarið, þá hafa þau þar með lokið sínum þingmannsferli. Skoðanakannanir benda allar til þess að Hreyfingin verði ekki fjölnota flokkur. Ég held að það fari of vel um þau á þinginu til að þau hætti á það.

Bjarni veit manna best að það fjarar hratt undan honum sem formanni og þessi vantrausttillaga hans er örvæntingarfull tilraun hans að snúa þeirri þróun við. En þessi sjálfshjálpartilraun hans er dæmd til að mistakast. 


mbl.is Styðja vantrausttillöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Þá er þetta á hreinu og óþarfi fyrir þingið að vera að eyða tíma í þetta rugl. þú sendir bara forseta alþingis þessa grein og málið dautt. Væri að vísu sterkara ef þú gætir verið aðeins ákveðnari og nákvæmari um ýmis óvissuatriði sem þú nefnir hér hér svo sem hvað hinir og þessirþingmenn muni gera við atkvæði sitt.

Það er annars skemmtilegt að sjá það hér að þú telur aðeins 25-30% sjalla hafa stutt Bjarna í Icesave málinu en hingað til hafa sjallar annars verið taldir hjarðdýr sem fylgi forystunni í blindni. Eitthvað er þá hjörðin að tvístrast. Veit kanski á gott..... eða slæmt?

Svo er það bara dúllan hún Sif, hana hefur alltaf langað í stól síðan henni var vikið úr honum hérna um árið.

Viðar Friðgeirsson, 12.4.2011 kl. 23:28

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki heldur þú í alvöru að vantraustið verði samþykkt Viðar?

Ég tel eða held ekkert um stuðning Sjalla við Bjarna í Icesave umfram það sem kom fram í könnunum og fréttum. En ég er sammála þér að það er skemmtilegt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.4.2011 kl. 00:07

3 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Nei Axel, ég geri mér engar vonir um að þessi tillaga bjarna verði samþykkt, til þess er ekki nægt hugrekki þeirra sem úrslitum ráða auk þess sem sumir eru kanski að gæla við setuna sjálfa frekar en hvað er alþingi og þjoðinni fyrir bestu. Þjóðin hefur reyndar aldrei verið þessari stjórn hugnanleg eða hvað henni er fyrir bestu. Manstu ISG í Háskólabíó. "Þið eruð ekki þjóðin"

 Hvað varðar þá um vatnið sem vínið rauða teyga?

 Hvað varðar þá um fólkið sem jörðina eiga?

Viðar Friðgeirsson, 13.4.2011 kl. 00:26

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég skil ekki þessa tengingu þína á klaufalegum ummælum Ingibjargar Sólrúnar við núverandi stjórn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.4.2011 kl. 00:37

5 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Jú sjáðu, hún var þá málsvari Samfó og það virðist bara ekkert hafa breyst þar á bæ hvað þetta varðar þó komið hafi nýr málsvari. Þetta virðist bara vera stefnumál að fólkið í landinu sé ekki þjóðin svona eins og þegar talað er um"samfélag þjóðanna" þar á bæ þá er átt við ESB.

Viðar Friðgeirsson, 13.4.2011 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband