Höfuðlausnar kveðskapur Bjarna - beint í mark!

"Höfuðlausn Bjarna Benediktssonar" kallaði Margrét Tryggvadóttir þessa léttúðlegu vantrausttillögu Bjarna, sem væri tilraun hans að leysa sitt eigið höfuð af höggstokknum.

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hvað harðast hefur gjammað gegn ríkisstjórninni  sagði að tillaga Sjálfstæðisflokksins um vantraust á ríkisstjórnina væri veikburða og ótrúverðug í ljósi þess að flestir þingmenn flokksins hefðu greitt atkvæði með Icesave-lögunum!

Þó ég sé ekki VG maður, get ég ekki annað en dáðst af Steingrími J. Sigfússyni. Honum mælist alltaf sérlega vel, samt betur núna en oft áður. Hann skaut Bjarna og alla hans halarófu í kaf.

Atli Gíslason, ætlar að skipa sér,  með atkvæði sínu, aftur sæti í áhrifalausri stjórnarandstöðu, verði hann á annað borð valinn til þingsetu í komandi kosningum,komi til þeirra sem ég stór efa, satt að segja.

Megin inntak þeirra Sjálfstæðismanna sem talað hafa í umræðunum á Alþingi er að þingið njóti ekki trausts, því verði að boða til kosninga. Þeir segja þá um leið að þeir njóti ekki trausts. En þeir ætla ótrauðir að bjóða sig aftur fram fullir trausts þess að eftir þingrof muni þeir aftur njóta trausts þrátt fyrir eigin gjaldfellingu á trausti þingsins. Þvílíkir dásemdar fábjánar!


mbl.is Veikburða vantrauststillaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Steingrímur er klár, en því miður á kolrangri braut. Ég veit ekki hvort hann er svona klár sjálfum sér til framdráttar í dag. Honum mælist alltaf svo vel, að ef þú vissir ekki hvernig ástanið er, myndir þá halda að þarna færi bjargvættur landsins. Því miður er það langt frá því rétt að mínu mati.

Lítum til baka og sjáum hvernig hann hefur unnið vinnuna sína, nánast eingöngu í þagu Icesave kröfuhafa, og inngöngu í ESB.

En guð forði okkur frá "styrkri stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks"

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.4.2011 kl. 20:29

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að ekki sjálfur Guð, af öllum þeim mætti sem honum er af sumum ætlað að hafa, megni ekki einu sinni að hindra samruna Íhalds og Framsóknar, ætli þeir sér slíkt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.4.2011 kl. 22:55

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

því miður er fátt manna innan Flokkana sem hægt er að treista til að fera með ábyrgð á þingi.En til kosninga þarf að boða.þó að ég hafi og er Stuðningsmsður Sjálfstflokksins þá þarf að ormahreinsa rækilega.

Vilhjálmur Stefánsson, 13.4.2011 kl. 23:22

4 identicon

Ég skil ekki þetta tal hjá mönnum að það þurfi að fara að boða til kosninga á þing. Það er bara alls ekki tímabært að leggja á þá leið á þessum tíma.

Þeir sem hrópa þetta á þingi í dag eru ekki að gera mikið annað en að reyna að koma sjálfum sér og sýnum eigin hagsmunum áfram og ekki mikið að hugsa um hag þjóðarinnar eins og þeir vilja meina. Það er allavega mitt álit að stjórnarandstaðan tali skítugu tali beint úr rassgatinu á sjálfu sér því þeir eru ekki mikið að einbeita sér að því að koma hlutunum í rétt horf og verða að liði heldur aðeins að vera fyrir og tefja allt.

Þessir sömu menn komu okkur á þann stað sem við erum á í dag eftir langa setu á þingi og benda svo á þá ríkisstjórn sem situr nú við stjórn að þeir beri á þessu ábyrgð. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur þurft að moka í gegnum skítahrúguna sem forverar hennar skildu eftir og hefur gert það nokkuð vel að mínu mati.

Það var nokkuð augljóst að þegar hrunið varð 2008 að það þurfti að skipta um ríkisstjórn, ef boðað yrði til kosninga nú í dag færum við aftur á byrjunarreit því sú ríkisstjórn sem tæki við þyrfit að taka næstu tvö árin í það að koma sér fyrir og komast inn í þau mál sem taka þarf á, ég er ekki að sjá hvernig það sé okkur í hag.

Hallgrímur Þór Axelsson (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 01:25

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Einmitt, Hallgrímur!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.4.2011 kl. 17:25

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Langbest að láta þau klára þetta úr því sem komið, við höfum ekkert skárra. Ég hef á tilfinningunni að vont þurfi ekki að versna lengur, þ.e. fyrir utan þessar fáránlegu ESB hugmyndir þeirra  

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.4.2011 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.