Er betri stjórnarandstaðan í skógi en stjórnin í hendi?

Ásmundur Daði ætlar ekki að virða stjórnarsáttmálann, sem hann gekkst svo glaður inn á til að komast í stjórnarliðið.

En nú er Mundi Daði fallinn í fýlu og lætur sig dreyma um að betri séu tveir fuglar í skógi en einn í hendi.

En hætt er við að þegar Mundi hann vaknar aftur af draumi sínum þá hafi hann hvorugan fuglinn í skóginum, því síður þann í hendi, en skuldi íhaldinu alla þrjá.

  


mbl.is Styður ekki lengur ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bætist þá við í Besservesser-ættina. Farnist þér vel.

Nói (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 20:37

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hver þá?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.4.2011 kl. 21:01

3 identicon

Breytir thvi ekkert ad johanna og steingrimur eru ekki sammåla thjodinni sinni og velja bara ut frå hvad theim finnst best. Thau thurfa ad fara af thingi.

Dagur (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 21:52

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

En megnið af Sjálfstæðisflokknum sem kaus "gegn þjóðinni", á að endurnýja umboð þeirra?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.4.2011 kl. 22:52

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel Jóhann. Þú getur ekki einu sinni lært nafnið á drengnum, hvað þá að þú getir rökstutt það sem þú ert að segja með réttlátum og sönnum rökum?

 Ertu búinn að gleyma að VG setti fyrirvara við umsóknina um stjórnarsáttmálan, að þeir væru eiðsvarnir til að vinna eftir sinni sannfæringu að því sem þjóðinni væri fyrir bestu að þeirra mati? Og hvers vegna gekk SF að þeim skilmálum? Það má alveg eins spyrja að því?

 Rökin eru þau sömu fyrir hvorutveggja! En rökræður virðast hreinlega vera á bannorða-lista hjá ESB-siðuðum og þróuðum umræðu-gæðingum? Má bara engum detta í hug að vera ósammála þessu fólki ef eðlileg og réttlát rök eru fyrir skoðuninni? Lítið lærir sá sem ekki hlustar á ólíkra manna skoðanir og rök.

 Sá sem einungis hæðist að þeim sem er ósammála og færa rök fyrir skoðun sinni, er með mikilmennsku eða minnimáttarkennd. Það virðist eiga við nokkra ESB-siðaða! Það getur verið erfitt að lynda við þannig öfgafólk til lengdar.

 Hvernig getur þú sagt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi kosið gegn þjóðinni? Hvað veist þú um hvað þjóðinni fannst? Auðvitað átti Sjálfstæðisflokkurinn ekkert með að heimta endurnýjun með heilan haug af bankaræningja-vinum og afskriftarslóðann á forréttindum umfram þjóðina, ég er sammála því, en ætlar þú virkilega að kenna Ásmundi Einari um það hvaðan tillagan kom? Átti hann þess vegna að kjósa gegn sinni sannfæringu þegar hann er eiðsvarinn til að kjósa samkvæmt sinni sannfæringu?

 Eru það svona Davíðs-Halldórs hrossakaup sem fólki finnst að eigi að bæta pólitíkina og réttlætið? Hvernig getur þá nokkuð skánað hér á Íslandi eða í samskiptum þjóða yfirleitt?

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.4.2011 kl. 01:55

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er rétt hjá þér Anna að ég rangfærði nafn Ásmundar Einars Daðasonar og bið ég hann forláts á því.

Nei, ég er ekki búinn að gleyma þeim fyrirvara sem einstaka þingmenn VG settu um umsóknina að ESB.

Ég vil taka það fram Anna að ég er enginn sérstakur ESB aðdáandi. Ég taldi þó rétt að sækja um og sjá hvað kæmi út úr umsókninni og taka þá upplýsta ákvörðun þegar málið verður lagt fyrir þjóðina. Það er alveg klárt af minni hálfu að ef við höldum ekki fullu forræði yfir sjávarútveginum, verður mitt atkvæði NEI.

Fyrirvari VG þingmannanna var, ef ég man rétt, að þeir myndu ekki samþykkja inngöngu, þó þeir hafi sett kíkinn fyrir blinda augað hvað umsóknina varðaði. En það hefur nákvæmlega ekkert breyst frá því umsóknin var send, hún er í sínu ferli og langt í niðurstöðuna, viðræður hafa ekki einu sinni hafist enn, samt hafa þeir gjammað eins og smáhundar frá fyrsta degi. Það ætti að segja nokkuð um það hvar skortir á heillindin.

-Gegn þjóðinni- í innleggi nr. 4 er innan gæsalappa.  Það kom fram í skoðanakönnun að einungis 25% kjósenda Sjálfstæðisflokksins styddu afstöðu flokksins á Alþingi til Icesave. Þeir kusu í það minnsta gegn eigin flokksmönnum en auðvitað er það rétt hjá þér að Sjálfstæðismenn eru ekki þjóðin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.4.2011 kl. 09:52

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel Jóhann. ESB-samningaliðið í Brussel er búið að fullyrða að engar undanþágur verði fyrir Ísland í fiskveiðimálunum. Manstu ekki þegar Jón Bjarnason var að reyna að segja bæði Össuri Skarphéðinssyni og restinni af sofandi ráðherrum/þingmönnum/þjóðinni frá þessu og spyrja hvers vegna ætti að halda ferlinu áfram?

 En það var eins og öllum væri bannað bæði að hlusta og tala um þetta, hvað þá mynda sér skoðun á rökréttum nótum? Þöggunin er algjör í öllum stórmálum. Hvers vegna ætti líka Ísland að fá undanþágur umfram aðrar ESB-þjóðir? Hvaða réttlæti væri í því? Samningur er einungis góður ef hann er réttlátur fyrir alla jafnt.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.4.2011 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband