Umskiptingurinn

Ekki verður annað sagt en alger umskipti hafi orðið á áliti Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á forseta Íslands. Hannes heldur ekki vatni þessa dagana vegna aðdáunar sinnar og ást sinni á forsetanum sem hann áður lagði fæð á.

Hannes hafði  m.a. þetta um forsetann að segja í grein á Pressunni í okt. 2009: 

.....hann synjaði sumarið 2004 staðfestingar fjölmiðlafrumvarpi, sem átti að takmarka tækifæri auðmanna til að móta almenningsálitið sér í hag. Var það í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins, að forseti gekk á þann hátt gegn þingviljanum. .....Forseti Íslands átti að vera sameiningartákn, en ekki þátttakandi í illdeilum......Ólafur Ragnar er ekki forseti þjóðarinnar. Hann er forseti Náskersins. 

Vonandi verður þessi skyndi hrifning Hannesar á forsetanum ekki til þess að valda hnökrum á ástarsambandi hans og ritstjóra Morgunblaðsins. Það hefur gerst áður og þá hundsaði Davíð Hannes í nokkra daga, sem olli slíkri vanlíðan Hannesar að hann gat ekki, í samtölum við kunningja um vandræði sín , hamið grátinn og táraflóðið .

 Margt er skemmtilegra, get ég ímyndað mér, en Hannes Hólmsteinn grátandi.

Hér má sjá grein Hannesar Hólmsteins á Pressunni.

 

mbl.is Hannes lofar forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þarf oft að skipta um skoðun, og enginn segir neitt við því.

Bin Ðer, Dönn Ðatt. (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 13:36

2 identicon

vá ég var farinn að hætta að hata þennan forseta, en nú þarf ég að endurskoða það, ég get bara ekki fyrir mitt litla líf verið sammála Hannesi ### í nokkru máli.

joi (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 14:06

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ekki von að neinn segi neitt við því þó þú skiptir um skoðun B;Ð;D;Ð, þegar enginn veit hver þú ert!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.4.2011 kl. 17:21

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jói, þú hugsar þetta út frá vitlausum vinkli, það er eitt að vera sammála Hannesi, en annað ef hann er sammála þér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.4.2011 kl. 17:23

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Hannes myndi aldrei láta neitt út úr sér án þess að fá leyfi frá Masternum.

Þannig að, skjótt skipast veður í lofti..

hilmar jónsson, 15.4.2011 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.