ESB veikin

Landhelgisgæslan hefur ákveðið að leigja varðskipið Tý til Frontex í ár líkt og gert var með Ægi í fyrra. Undirbúningur þess er hafinn, m.a. hafa fánalitir ESB verið málaðir á síður skipsins. Það er eins og við manninn mælt, upp spretta bloggarar sem hatast út í ESB án þess að vita af hverju, ærast og fara gersamlega á límingunum.

Undarlegar eru þær margar færslunnar og  þær hugrenningar sem þar eru settar fram.

Einn skrifar; ég brenni þennan fána ef ég kemst í tæri við hann“.  

Annar skrifar; Allt á að vera "MERKT" ESB hvenær verður stjórnarráðið málað???????“

Sá þriðji segir; Má ég ennþá nota íslenska fánann“?

Sá fjórði veltir fyrir sér;hver greiði fyrir málninguna á skipið“ ?

Sá fimmti segir; að þessi leið sé eins og að strá salti í svöðusár þjóðarinnar í kjölfar hrunsins“. Máli sínu til stuðnings sýnir hann svo myndband af söng kórs Rauðahersins, en það gerir hann alltaf þegar mikið liggur við, enda einlægur aðdáandi "broddborgaralegs" efnisvals kórsins.

Svo kemur rúsínan í pylsuendanum þegar sá fimmti skrifar; Landhelgisgæsluna setur stórlega niður fyrir að leyfa þennan skaðræðis verknað. Spurning um að fara að næturlagi og mála bara yfir þessa ómynd. Getur einhver reddað helling af grárri skipamálningu“.

Þessi víðáttu viðkvæmi jaðrar við móðursýki. Þar sem skipið hefur verið leigt og eðlilegt er að það sé málað í litum leigjandans. Er það ekki venjan þegar Íslendingar leigja t.d. flugvélar af erlendum félögum, ekkert skammarlegt við það, eða er það? Ætli þeim hefði liðið betur ef málað hefði verið merki Bandarísku strandgæslunnar á síður skipsins?

Allir vildu hinsvegar að skipið yrði frekar við störf á Íslandsmiðum, en á því er ekki kostur. Það er því ill skárra  að fara þessa leið en að leggja skipinu og fækka mannskap. Kannski hefðu þeir sem missa í buxurnar yfir þessu, frekar viljað það, en víst er að þeir hefðu ekki látið það óátalið og örugglega fundið því líka tengingu við ESB umsóknina.

Engum þessara viðkvæmu manna,  datt í hug að minnast á það jákvæðasta í fréttinni. Sem var að í stað uppsagna var hægt að ráða viðbótarmannskap og síðast en ekki síst að mikil ánægja hefði verið með frammistöðu varðskipsins Ægis og flugvél Landhelgisgæslunnar og áhafna þeirra í verkefninu í fyrra.

Það gleður mig að minnsta kosti.

 


mbl.is Fáni ESB á varðskipinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála. Þetta fólk á að bíða fram á mánudag og hringja á útvarp sögu, þar á svona bull og sjúkur hugur heima.

Bergur (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 09:33

2 identicon

Þetta sýnir bara hversu heitar tilfinningar eru gegn ESB aðild og hversu stór hópur þjóðarinnar ofbýður þetta ESB dekur og að það er og verður aldrei friður um eitt eða neitt í þessu landi fyrr en þessi ESB aðildargrilla verður slegin af í eitt skipti fyrir öll.

Umsóknin að ESB var og er óhæfuverk og ekkert annað skemmdarverk gagnvart þjóðinni og hefur sundrað og splundrað kröftum þjóðarinnar meir og verr en nokkuð annað síðan á tímum Sturlunga.

Hafa skal í huga að aðild að ESB nýtur sáralítil fylgis og er einangruð við einn stjórnmálaflokk sem hefur auk þess misst stóran hluta af fylgi sínu vegna þrákelkni sinnar við ESB trúboðið !

Ætlið þið ESB sinnar aldrei að skilja þetta og svo ætlist þið bara til þess að við höldum kjafti nema á Útvarpi Sögu þó við séum líklega u.þ.b. 2/3 hluti þjóðarinnar.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 09:57

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt innlegg Bergur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2011 kl. 10:01

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gunnlaugur, af hverju þessi heift, hatur liggur mér við að segja. Verður ekki ESB umsóknin borin undir þjóðina. Segja þá ekki allir NEI ef þeir eru ekki sáttir? Eða eigum við að fara leið Ásmundar Einars, sem sagði sig úr VG af því að hann vil ekki að þjóðin verði spurð?

Okkur mun ekkert miða fram á veg ef ekkert það má gera sem skiptar skoðanir eru um. Ég hef hvergi sagt að ég væri ESB sinni Gunnlaugur, ég skil bara ekki þennan hamagang og heift.

Ef það er satt sem þú segir að ESB aðild njóti sára lítils fylgis, þá ættu andstæðingar ESB að geta tekið lífinu með ró og andað með nefinu, hefði ég haldið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2011 kl. 10:11

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

...ég ætla láta sauma flott jakkaföt úr ESB fánanum skyrtu og bindi í stíl með...

Óskar Arnórsson, 17.4.2011 kl. 11:33

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú verður flottur í þeim Óskar!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2011 kl. 11:39

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Axel Jóhann. Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að tilvitnunin í mig er að sjálfsögðu í gamni og alvöru í jöfnum hlutföllum. Ég er að sjálfsögðu ekki að fara að mála yfir þetta óumbeðinn.

En það þarf samt að gera það, til að framfylgja reglugerð um lit og einkenni farartækja Landhelgisgæslunnar. Og það er staðreynd hvort sem einhverjum finnst það fyndið eða grátlegt, rétt eða rangt.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.4.2011 kl. 11:50

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú horfir framhjá þeirri staðreynd Guðmundur að skipið verður tæplega formlega í rekstri Landhelgisgæslunnar meðan á leigunni stendur!

Ég reiknaði heldur ekki með því í alvöru að þú ætlaðir að ráðast í málningarvinnu, en samt fylgir öllu gamni nokkur alvara, að því sagt er.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2011 kl. 11:56

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óskar, svo er það spurningin hvort þú getir sýnt þig í nýju fötunum, án þess að eiga það á hættu að vera rúllaður með grárri skipamálingu frá Hempels af "aðdáendum" ESB.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2011 kl. 12:00

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

...þá fer ég í skaðabótamál við Ríkið, Hempels og alla dýrkendur ESB sem hægt er, og kaupi mér ný föt fyrir peninginn... ;)

Annars er ég nú svona að hugsa um hvort það sé einhver óþverri í vatninu á Íslandi?

Það er svo margt í ólagi í landinu að það hlýtur að vera einhver ástaða sem er kanski ofureinföld...

Að hafa á huga á ESB aðild þarf að flokka sem heilakrampa sem síðan veldur slæmu hugarfari. Ég held að það sé hægt að lækna ESB áhuga með að gefa 2 flöskur af svartadauða á dag.

Eina á morgnanna og eina á kvöldinn alla daga ársins....

Óskar Arnórsson, 17.4.2011 kl. 13:01

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hér í Grindavík er enginn óþverri í vatninu nema örlítið salt. En  það er næsta víst að ég fari að sýna ESB áhuga fái ég út á það tvær Svatradauðaflöskur á dag.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2011 kl. 13:09

12 identicon

"Verður ekki ESB umsóknin borin undir þjóðina" Það hefði átt að gera áður en lagt var af stað - í tvær áttir. Við höfum ekki efni á fíflagangi. Kjósum núna um ESB.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 14:10

13 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Elín, hafnar þú almennt eða samþykkir samninga án þess að hafa lesið þá? Höfum við eitthvað frekar efni á því?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 17.4.2011 kl. 14:28

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kjósa fyrst og sækja svo um!

Eigum við þá ekki að kjósa eins til Alþingis Elín? Kjósa fyrst um það hvort þú eða ég megum bjóða okkur fram. Kjósa svo um það hvort við megum skipa framboðslista og kjósa að því búnu til þings og að því loknu má svo kjósa um það hvort Alþingiskosningin sé gild! Þá ætti að vera fullkosið á Alþingi, nema kjósa þurfi aftur um síðustu kosninguna! Þetta er auðvitað alger steypa en markast auðvitað af upphafsbullinu.

Það verður aldrei hægt að kjósa um eitt né neitt af neinu viti nema allir kostir og ókostir, allt neikvætt og allt jákvætt um viðkomandi vlamöguleika liggi á borðinu fyrir kosninguna. Gera þeir það Elín?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2011 kl. 14:32

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega Ingibjörg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2011 kl. 14:35

16 identicon

Ingibjörg. Ef ég hef ekki áhuga á því að kaupa fasteign þá þræði ég ekki fasteignasölur til að lesa kaupsamninga. Er virkilega eitthvað flókið við þetta?

Sama á við um þig Axel Jóhann. Kostnaðurinn við samninginn er þegar kominn úr hófi og sést best á klúðrinu í kringum Icesave. Þekki konu sem eyddi heilum degi í London í að þræða skóbúðir. Hún fann par sem henni leist vel á en vildi útiloka alla aðra möguleika. Fannst hún hafa gert þrælgóð kaup að lokum. Gleymdi að reikna hótelkostnað, flugfar og uppihald inn í helvítis skóparið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 14:45

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Elín þú hefur bennt á pottþétta ástæðu til þess að hafna öllum samningun fyrirfram. Takk fyrir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2011 kl. 15:35

18 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Elín: Þú skrifaðir, "Það hefði átt að gera áður en lagt var af stað - í tvær áttir. Við höfum ekki efni á fíflagangi. Kjósum núna um ESB."

Aðildarumsóknin er þegar farin inn og því full seint í rassinn gripið, að ætla að kjósa um það hvort hana eigi að senda eða ekki. ESB aðildarumsókn var á stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar, svo ætli það sé ekki búið að kjósa um það hvortsemer? 

Svo að þar sem það er búið að standa fyrir kostnaði af þessari umsókn, þá vilt þú kjósa samningana, sem við erum ekki búin að fá? Er það ekki frekar mikið að henda peningunum í ruslið? Er þá ekki hægt að líkja þessu við skókaupa dæmið þitt? Keypti vinkona þín skóparið en skildi það svo eftir í búðinni, þar sem henni blöskraði við kostnaðinum?

Boltinn er þegar farinn að rúlla. Ef við stoppum hann núna er aðeins búið að henda í vaskinn þeim peningum sem þegar eru farnir í þetta. Núna er bara að bíða eftir því að sjá drög af samningum. Þegar við höfum það, og getum lesið, þá fyrst skulum við kjósa.

Icesave kostnaðinn á ekki að reikna inn í umsókn okkar að aðild að ESB. Tvö algerlega óskyld mál sem fólk á til með að tengja saman. Ekki nema að þín atkvæði í Icesave I & II hafi snúist um ESB, þá var því atkvæði illa varið.

Og það má einnig benda á það, að Icesave og ESB eru tvö óskyld mál. Og því frekar hæpið að vera að tengja kostnaðinn vegna Icesave við ESB. 

Icesave kom til sögu löngu áður en ESB aðildarumsóknin. Svo ég vona að þú hafir ekki sóað atkvæðum þínum í síðustu tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum. En þú hefur örugglega ákveðið að mætta ekki því að þú reiknaðir bensínkostnaðinn til og frá kjörstað inn í ESB og Icesave, og ekki litist á kostnaðinn.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 17.4.2011 kl. 15:47

19 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þess má geta að ég gleymdi að stroka út eina málsgreinina, áður en ég birti klausuna. ;)

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 17.4.2011 kl. 15:48

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega Ingibjörg, Þegar samningurinn við ESB liggur fyrir, þá fyrst verður eitthvað um að kjósa. Og þá kjósum við, með eða á móti, einfaldara verður það vart.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2011 kl. 15:54

21 identicon

Þrátt fyrir að fréttin gefi það beint til kynna þá er Týr ekki að fara í landamæraeftirlit fyrir Frontex heldur í fiskveiðieftirlit fyrir ESB. Ægir fer hins vegar í landamæraeftirlitið líkt og í fyrra. Ægir verður þar sem íslenskt varðskip og heldur sínum merkingum. Týr er hins vegar að fara úr þjónustu gæslunnar tímabundið til leigutakans, sem er ESB, og fær þ.a.l. merkinu leigjandans. Skipið verður þó áfram undir íslenskum þjóðfána.

Fréttin er semsagt ekki allskostar rétt.

Guðmundur (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 15:55

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þessa skýringu Guðmundur, sem skýrir það sem skýra þarf.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2011 kl. 16:06

23 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sæll Axel - að sjálfögðu ber að virða þína skoðun sem slíka og vona ég að þú virðir mína að sama skapi.........

Mín skoðun er að þegar um er að ræða Ísleskt varðskip sé vægast sagt ósmekklegt og ólöglegt að setja þessa merkingu á það - þetta styð ég með http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/1172-2008

Eins og kemur fram hér í athugasemd að ofan er umrætt varðskip að fara í fiskveiðieftirlit fyrir ESB og því sé eðlilegt að ESB fáninn sé settur á það, en samkvæmt reglugerðinni er óheimilt að gera þetta.

Gera þarf greinamun á málun / merkingu hluta í einkaeigu annars vegar og opinberri eigu hins vegar, á meðan leiguflugvélar eru merktar viðkomandi leigutaka á ekki það sama við um opinber tæki eins og varðskip / flugvélar sem eru merkingarvarðveitt með reglugerð..........

Vilji ESB endilega hafa sína merkingu á eftirlitsskipi sem þeir leigja, þarf samkvæmt ofanrituðu að leigja skip af einkaaðila og það er landhelgisgæsla Íslands ekki.........

Ég set reyndar spurningamerki við heimild til leigu á tækjum landhelgisgæsunnar.....

Eyþór Örn Óskarsson, 17.4.2011 kl. 17:26

24 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Hefur ekki fjöldinn allur af þjóðum sótt um aðild að ESB?  Er virkilega svo erfitt að gera sér í hugarlund hvað ESB aðlögunarferli hefur í för með sér?

Af hverju þetta karp um hver hafi rétt fyrir sér í þessum efnum?  Þetta ætti allt að liggja kristaltært fyrir, ekki mun Ísland fá neina sérmeðferð.  Persónulega hefði mér þótt það vera almenn kurteisi þingheims gagnvart sótsvörtum almúganum að spyrja hann hvort þeir gæfu almennt samþykki fyrir aðlögunarferli að ESB.  Það þurfti gamla klausu í stjórnarskránni til að þvinga þingheim til að leyfa okkur að hafa eitthvað að segja um Icesave III.

Því nota ég sömu rök og einhver hér fyrir ofan, af hverju ekki að spyrja áður en aðlögun hefst?

Garðar Valur Hallfreðsson, 17.4.2011 kl. 20:59

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

Eins og allir vita þá hefur almenningur ekki vit á ESB og það er ekki til neins að spyrja fólk útí eitthvað sem það hefur ekki vit á.

Þetta er staðreynd sem Ríkisstjórn Íslands veit og er þess vegna bara að gera það sem almúgin skilur ekki.

Aðlögunarferlið byrjaði löngu áður enn almenningur frétti af því opiunberlega. T.d. er verið að fara að banna hvönn og fjallagrös á Íslandi. Blóðbergste líka og er þetta bann sett fólki til öryggis.

Í Brussel vita menn allt svona um Ísland. Þeir hafa alltaf vita að hundasúrur séu óhollar og menn eiga að kaupa sér viðurkennd vítamín í staðin, og eingöngu frá ESB löndum.

Aðildarviðræður eru bara til þess að venja fólk við þá hugsun að Ísland er komið í ESB fyrir löngu. Þó það yrði kosið og fjöldin segði nei, þá yrði bara kosið aftur og aftur þar til fólk segði já til að sleppa við að fara eina ferðina enn á kjörstað.

Það er sálfræðingar sem sjá allt svona fyrir. Stærsti hluti þjóðarinnar er óánægður með ESB, en þegar búið er að kenna því að það verða ekki svo stórar breytingar, ESB áhrifin byrjuðu fyrir meira enn 10 árum síðan fyrir alvöru, fólk þarf bara að læra að sætta sig við orðin hlut.

Þetta er svipað og að sitja uppi með leiðinlega og ógeðslega þreytandi tengdamömmu, það lærist að með tímanum að vilja ekki vilja henda henni fram af svölunum í hverst skipti sem hún kemur í heimsókn.

Annars held ég persónulega að það væri meira vit í að selja landið japönum. Þeir þurfa nýtt land núna og 'Island væri betur komið sem eign þeirra enn sem meðlimur í ESB. Þeir buðu vel í Færeyjar á sýnum tíma og nú er tækifærið fyrir þá að eignast verbúð á atlandshafi...þeir verða líka betri við okkur aumingjanna, enn evrópubúar eru...

Óskar Arnórsson, 17.4.2011 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.