Frjálslyndir lýðræðisgræningjar

Það hefur ekki farið framhjá neinum að sjálfstæðismenn hafa nánast ælt lifur og lungum í ákafa sínum að mæra þremenningana  Atla, Ásmund og Lilju fyrir andspyrnuna innan VG og svo ekki hvað síst fyrir liðhlaupið.

Ekki hefur hrifning sjallana verið minni yfir fréttum af líklegri flokksstofnun þeirra Gísla, Eiríks og Helga,  Ásmundar, Atla og Lilju.

Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu þegar aðdáendur þremenningana fara að streyma úr Sjálfstæðisflokknum til liðs við hinn nýja iðgræna frjálslynda lýðræðisflokk.  


mbl.is Stofna væntanlega þingflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ber virðingu fyrir fólki sem lætur ekki Samfylkinguna kúga sig til að þverbrjóta öll sín kostningaloforð.

Ragnar Gunnlaugsson, 24.4.2011 kl. 21:04

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Menn geta leyft sér stífni og einstefnu í einsflokksstjórn Ragnar. En þegar tveir eða fleiri flokkar mynda samsteypustjórn þá getur stefna stjórnarinnar aldrei orðið annað en málamiðlun milli flokkana. Allir fá eitthvað af sínu fram en verða á móti að taka annað út fyrir sviga þar til síðar. Þeir hafa ekki þar með kastað sinni stefnu eða svikið kjósendur.

Það endar alltaf á sama veg þegar menn sýna óbilgirni og ósveigjanleika og hafna sjónarmiðum annarra, Slíkir menn mála sig alltaf út í horn, þeir  setja sjálfa sig til hliðar og verða síðasti valkostur til samstarfs. 

Það er ömurleg staða fyrir þingmann sé það ætlun hans að efna þau loforð sem hann gaf kjósendum. Ef einhverjir svíkja sína kjósendur þá eru það þannig sveppir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2011 kl. 21:23

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég hef ekki séð neinn sáttar vilja hjá frú Jóhönnu,hún virðist velja í flestum málum ófrið ef hann er í boði,bæði innan ríkistjórnar og utan.

Ragnar Gunnlaugsson, 24.4.2011 kl. 21:50

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er alveg rétt hjá ér að skrifa um þessa verðskulduðu hrifningu af þingmönnum sem láta samvizkuna og betri vitund ráða. Þú hefðir bara mátt vanda þig ögn betur! - og ekki gleyma að vekja athygli á viðtalinu frábæra við Ásmund Einar Daðason í Sunnudagsmogganum, já, í dag.

Jón Valur Jensson, 24.4.2011 kl. 21:53

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sáttarvilja um hvað? Breyta stjórnarsáttmálanum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2011 kl. 21:53

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei,  sjáum hvað kötturinn dró inn!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2011 kl. 21:55

7 Smámynd: Sandy

Ég er nú þeirrar skoðunar að virða beri það fólk sem vill standa við gefin loforð.

Sitjandi ríkisstjórn komst til valda til þess að taka til eftir Sjálfstæðisflokk, Framsókn og SAMFYLKINGUNA, þau gáfu loforð um að ekkert skyldi dregið undan, einnig gaf VG stórt loforð um að stiðja ekki inngöngu í ESB, út á þetta voru þau m.a. kjörin, og ef ekki á að efna þetta og gera Ásmund, Lilju og Atla brottræk úr flokknum ættu margir í VG að skoða, fyrr en seinna hvernig staða flokksins verður að lokum næstu kosningum.

Ummæli eins og ÉG FER EKKI FET ber ekki vott um að sú sem lét þetta út úr sér við fjölmiðla sé líkleg til að fara bil beggja í stjórnun landsins. Mér fannst þetta minna á einræðisherra ummæli, kannski er valdarán í uppsiglingu.

Sandy, 25.4.2011 kl. 06:40

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég vísa í innlegg nr. 2 varðandi samstarf flokkana Sandy. Það er ekki alveg víst að Jóhanna hafi orðað þá setningu sem þú vísar í, nákvæmlega svona við blaðamanninn, ekki það að það skipti máli. Hún stendur keik.

Þó allir viti að Atli og Co voru og hafa ekki verið rekin úr VG þá er hætt við að það verði ríkjandi söguskýring og Mbl. geri sitt besta til að svo verði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.4.2011 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband