Er ekki kenningin sú, að framboð og eftirspurn eigi að haldast í hendur?

Hefur það ekki verið daglegur viðburður allt frá hruni frjálshyggjunnar að fólki væri fækkað í flestum starfsgreinum, hér og þar? Ekki hefur það orðið sérstök frétt þó „að minnsta kosti“ tveimur hafi verið sagt upp á þessum staðnum eða hinum. En þegar, allt að því tveimur, jafnvel alveg tveimur, er sagt upp í Þjóðleikhúsinu, fara fjölmiðlar á hliðina.

Til að bæta gráu ofan á svart og kóróna glæpinn er því haldið leyndu hverjir hinir ógæfusömu LISTASMENN eru. Þjóðin þarf auðvitað að vita hverjir þessir ÓGÆFUSÖMU listamenn eru svo hún geti sýnt þeim viðeigandi hluttekningu, tárast og jafnvel grátið með þeim.

Að sögn formanns leikarafélagsins búa leikarar við þau óyndis starfsskilyrði að atvinna þeirra er ekki verndað starfsheiti og því geti þeir átt von á uppsögnum eins og aðrir.

Þvílík starfsskilyrði, verð ég að segja, að fólk í menningar- og listageiranum þurfi að búa við þá ógn að geta misst vinnuna, eins og við hin, minnki  eftirspurnin eftir framlegð þeirra eða verði jafnvel engin.  

   


mbl.is Uppsagnir í Þjóðleikhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel. Ég ber nú mikla virðingu fyrir listamönnum, og vildi helst að þeir héldu allir sínu starfi í Þjóðleikhúsinu.

 En mér datt í hug að þeir gætu í atvinnuleysinu nýtt leiklistar-hæfileika sína á alþingi Ísendinga? Þar er þess krafist að fólk sé leikarar í skikkuðu hlutverki, af formönnum flokka, Ef einhver vogar sér að fara út af skipulögðu spori formannsins er hann sannarlega brottrækur sagður af formanna-ræðinu?

   Er þetta ekki góð hugmynd í kreppu Íslenskra stjórnmála?  Bara hugmynd?  En háðið er skammt undan hjá mér í þessari tillögu  Ekki sérlega göfugmannlegt af mér í raun, svo ég biðst afsökunar á talandanum mínum! Ég fer stundum yfir siðleg mörk á blogginu, og það er ekki gott, né til eftirbreytni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.4.2011 kl. 02:18

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég ber líka mikla virðingu fyrir starfsmönnum heilbrigðisstéttarinnar, skóla og leikskólakennurum, götusópurum, og langflestum iðnaðarmönnum.

Ég helst myndi ég vilja að þeir héldi vinnu sinni. En þyrfti ég að velja á milli þeirra og listamanna..

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 30.4.2011 kl. 09:32

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það á ekki að þurfa að velja á milli stétta/menntunar þegar stöður eru mannaðar. Listamenn eru víðsýnni en háskóla-hagfræðingar sumir hverjir!

 En það hefur verið byggð upp stéttar-mismunun og menningar-mismunun/skipting sem að lokum fellir alla! Háskóla-prófessor kann ekkert í sínu fagi, ef hann hefur ekki raunverulega þekkingu og reynslu af faginu á eigin skinni!

 Virðingin fyrir ólíkum störfum er á núll-þroska-stigi á Íslandinu góða! En Íslendingar eru fljótir að læra, svo það er enn von á þroskuðu kærleiks-samfélagi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.5.2011 kl. 01:56

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það er fyrir löngu búið að velja þarna á milli, Anna.

Og mér þykir gaman af því hvernig þú líkir saman hámenntuðum háskólaprófessorum og hugsanlega ómenntuðum listamönnum, og talar svo um skort á virðingu.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 1.5.2011 kl. 09:14

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nýjustu fregnir herma að uppsagnirnar hafi ekki verið vegna fækkunar, heldur þurfti að rýma til fyrir "betri" leikurum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2011 kl. 18:26

6 identicon

Flestir af leikurunum eru háskólamenntaðir leikarar og það er alltaf hætta á að þeim verði sagt upp í starfi fyrir ekki neitt. Það er hræðilegt og alveg þess vert að minnast á í fréttunum. 2 var sagt upp og hugsanlega fleirum. Það koma oftast fréttir af uppsögnum, það er bara verið að upplýsa fólk.

Er þetta eitthvað skárra? Einum sagt upp: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/02/09/ingimar_karli_sagt_upp_a_stod_2/

Arnar A (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.