Að standa í lappirnar

Það er athyglisvert að þrjú aðildarfélög ASÍ eiga ekki aðild að þessum „stórkostlegu“ samningum.

Það  eru þau félög sem hafa menn í forystu sem hafa dug og þor til að standa í lappirnar og vilja til að vinna þá vinnu sem umbjóðendur þeirra fólu þeim.

Ég hef sjaldan orðið jafn hissa á nokkru viðtali og því sem tekið var við Ólaf Darra Andrason hagfræðing ASÍ þar sem hann útskýrði samningana og forsendur þeirra.  

Þessi HAGFRÆÐINGUR ASÍ talaði nákvæmlega eins og þar færi Vilhjálmur  Egilsson enda hafði hann höfuðáhyggjur af þeim fónum sem hagkerfið væri að færa til launahækkana og þeim fórnum sem þeir væru að færa til að viðhalda stöðuleikanum! Hvaða þeir? 

Hverskonar andskotans mannleysur og Quislinga hafa launþegar þessa lands virkilega kosið til forystu og til að gæta sinna hagsmuna? Er þessi hagfræðings nefna næsti erfðaprinsinn í hagfræðingaröðinni í forsetastól ASÍ?

Það verður ábyggilega dansaður hrunadans andskotans í höfuðstöfðum SA í kvöld af fögnuði yfir þessum samningi og viðhengjum hans. Þar verður án efa glösum lyft og skálað fyrir ASÍ forystunni, sem hefur sannarlega til þess unnið. 
mbl.is Þrjú ASÍ félög sömdu ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Sammála Axel. Staðreyndin er sú og hefur alltaf verið að þegar svokallaðar vinstri stjórnir eru við völd í þessu landi þá er verkalýðsbarátta lömuð. Fyrsta verk allra vinstristjórna hefur alltaf verið að gera "sátt" við ASÍ um að gera ekki neitt á meðan slík stjórn situr. Gylfi A hefur verið sérstaklega þægur ljár þessarar ríkisstjórnar enda yfirlýstur stuðningsmaður hennar sem vildi að við öxluðum Icesave-klafann og vill yfirleitt allt sem Samfó boðar.

Það er spurning hvort ekki sé tími til kominn að henda honum út og líta til þeirra foringja sem sem neituðu að taka þátt í þessum sjónhverfingum og vilja raunhæfar kjarabvætur fyrir sitt fólk. Eða eigum við einfaldlega að eyða (ST)ASÍ með því að öll verkalýðsfélög segja sig úr samtökunum?

Viðar Friðgeirsson, 6.5.2011 kl. 08:56

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2011 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.